Draga net snúru í vegg

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Draga net snúru í vegg

Pósturaf Kristján » Fim 29. Ágú 2019 19:26

Kvöldið
Við erum ný flutt á vellina í hafnafyrði í stúdentaíbúða og það er lan tengill inní stofu og úttekt inní litlu herbegi þar sem ég er með borðtölvuna mína.
Málið er að tengilinn virkar ekki.

Ég er búinn að ganga úr skugga um að snúrurnar mínar eru í lagi og routerinn er í lagi og tölvan mín er í lagi.

Spurði BN sem sér um íbúðirnar og fékk að vita að þetta er bara svona og það er ekkert gert í því að laga þetta, búið var að fá einhverja rafvirkja í þetta en fengu ekki þetta til að virka. Lét það gott heita.

Eitt í viðbót, það er snúru þarna inní þessu ég opnaði þetta og sé snúru þarna...

Er þetta eitthvað vandamál?
Ég veit núll um að draga í vegg og hvað þá netsnúru.

Langaði að spurja um ráð og ábendingar varðandi þetta.

Takk kærlega fyrir




halipuz1
spjallið.is
Póstar: 427
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf halipuz1 » Fim 29. Ágú 2019 19:43

Kristján skrifaði:Kvöldið
Við erum ný flutt á vellina í hafnafyrði í stúdentaíbúða og það er lan tengill inní stofu og úttekt inní litlu herbegi þar sem ég er með borðtölvuna mína.
Málið er að tengilinn virkar ekki.

Ég er búinn að ganga úr skugga um að snúrurnar mínar eru í lagi og routerinn er í lagi og tölvan mín er í lagi.

Spurði BN sem sér um íbúðirnar og fékk að vita að þetta er bara svona og það er ekkert gert í því að laga þetta, búið var að fá einhverja rafvirkja í þetta en fengu ekki þetta til að virka. Lét það gott heita.

Eitt í viðbót, það er snúru þarna inní þessu ég opnaði þetta og sé snúru þarna...

Er þetta eitthvað vandamál?
Ég veit núll um að draga í vegg og hvað þá netsnúru.

Langaði að spurja um ráð og ábendingar varðandi þetta.

Takk kærlega fyrir



Skrítið, kann heldur ekki að draga snúru í gegn um vegg en ég myndi klárlega bara taka gömlu, og reyna að draga í gegn :D

Hlýtur að vera hægt að youtuba þetta, svo eru þessar lagnir sem eru með cat kaplinum alveg sér þannig það ætti að vera nóg pláss í rörinu um leið og gamla er farin, prófa líka að ryksuga í gatið þegar það er verið að ýta snúrunni í gegn, gætir þurft meira en venjulega heimilis ryksugu, en hvað veit ég aldrei gert þetta.

Allavega gangi þér vel og frítt bömp.




Rabbar
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Fös 02. Sep 2016 11:52
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf Rabbar » Fim 29. Ágú 2019 19:46

Gætir fest nýjan kapal við gamla og dregið svo gamla kapalinn út og volla




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf arons4 » Fim 29. Ágú 2019 20:36

Tenglarnir á veggnum eru fyrir símalínu. Þótt þetta séu rj45 tenglar er það alltaf notað ásamt cat5e lögnum fyrir símalínur í dag. Gæti verið smáspennubox inní íbúðinni þar sem hægt er að breyta tengingunum, þaes tengja þá tenglana saman ef ég skil spurninguna. Gæti líka verið að þetta sé dregið frá einum tengli í næsta og svo beint að símainntakinu.

Að draga snúrur frá A til B er sjaldnast gert í dag nema í einhverju fúskeríi, í nýlegum húsum er yfirleitt eitthvað smáspennuhólf í rafmagnstöflu eða sér smáspennuskápur eða jafnvel lítill rackskápur þar sem allar smáspennulagnir enda og þá hægt að tengja saman þar.

Þegar ég var að leigja hjá BN kom skýrt fram að það mátti ekki gera neinar breytingar á íbúðinni, ekki einusinni að festa upp myndir(þurfti að hengja þær í línu í þartilgerðar brautir) þá myndi ég hafa samband við einhvern sem sinnir verktöku fyrir fjarskiptafélögin, þeir ættu að geta leyst þetta á örskotsstundu.



Skjámynd

Höfundur
Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf Kristján » Fim 29. Ágú 2019 20:52

Já auðvita, nota gömlu snúruna til að draga nýja.... prufa það ef ekkert annað gengur.

Já með þessar BN íbúðir þá má ekkert gera, ekki einu sinni hengja upp myndir

Ég opnaði einmitt litlu töfluna sem er inní litla herberginu og tók plastið frá og þar var ekkert sem leit út fyrir að vera eitthvað sem tengdi lan snúruna í eitthvað.

Er ekki búinn að finna neina aðra töflu hérna.

En með að breyta engu hérna þá held ég að þessi snúru sé nú ekki eitthvað sem er hægt að kippa sér upp við, ef þetta er bara frá A til B

Heyri í einhverjum fagmönnum og sé hvað þeir segja

Takk takk




Skippó
Nörd
Póstar: 137
Skráði sig: Mið 17. Apr 2013 18:01
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf Skippó » Fim 29. Ágú 2019 21:30

Einnig er líka spurning um að redda sér cat tester og athuga hvort að allt sé ekki að skila sér á milli para, eða þá að redda sér tracer til að gang úr skugga með það að þetta sé ekki alveg pottþétt sami kapall.


Intel i7 7700k, Gigabyte G1 Gaming GTX1070, 2x8 gb DDR4, PRIME Z270-K, Thermaltake 730W 80 Plus, Fractal Design Define R5.

Skjámynd

Skaz
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf Skaz » Fös 30. Ágú 2019 06:53

Í guðanna bænum áður en þú ferð að rífa lagnir úr rörum og draga nýjar í þau þá skaltu fá einhvern sem að þekkir til þessa hluta til að skoða málið!

Ansi líklegt að þetta hafi bara verið tengt sem símatengill eða ekki tengt í smáspennuskápnum. Það er alltaf það allra, allra síðasta sem að þú gerir er að byrja að skipta út lögnum.

Það er líka séns að þetta fari í fjarskiptaskáp í sameign eða álíka og sé bara ekki tengt þar.

Eða jafnvel að tengillinn sé bara rangt víraður.



Skjámynd

Höfundur
Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf Kristján » Fös 30. Ágú 2019 09:02

Jájá rólegann æsing :D
Ég er ekki að fara að rífa húsið til að skoða eitt kapal :D

Læt einhver skoða þetta og sé til hvað ég geri

En af hverju ætti þetta að vera síma tengill sem fer inní litla kompu með einu glugga sé er farið inní frá anderinu??? Öll flísalögð en íbúðin er með parket...




halipuz1
spjallið.is
Póstar: 427
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 19:25
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf halipuz1 » Fös 30. Ágú 2019 12:02

Kristján skrifaði:Jájá rólegann æsing :D
Ég er ekki að fara að rífa húsið til að skoða eitt kapal :D

Læt einhver skoða þetta og sé til hvað ég geri

En af hverju ætti þetta að vera síma tengill sem fer inní litla kompu með einu glugga sé er farið inní frá anderinu??? Öll flísalögð en íbúðin er með parket...


Það var svoleiðis inn í töflu hjá mér í íbúðinni því fyrri eigendur voru hjá símanum sem er í gegnum koparinn. (Ljósnet)

Ég skipti bara um allt, gerði RJ45-b í alla tengla í veggi og töflu, virkaði 100%



Skjámynd

Skaz
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf Skaz » Lau 31. Ágú 2019 10:09

Kristján skrifaði:Jájá rólegann æsing :D
Ég er ekki að fara að rífa húsið til að skoða eitt kapal :D

Læt einhver skoða þetta og sé til hvað ég geri

En af hverju ætti þetta að vera síma tengill sem fer inní litla kompu með einu glugga sé er farið inní frá anderinu??? Öll flísalögð en íbúðin er með parket...


Hahah, ertu í BN íbúðunum á Völlunum Hafnarfirði? Var að lesa fyrsta póstinn almennilega aftur :lol:

Bjó þarna einu sinni. :fly

Allar smáspennulagnirnar eru dregnar á einn miðlægan stað í smáspennuskápnum í forstofunni bakvið hurðina. Þetta fer ekki raðtengt í dós úr annarri dós. Þannig að líklega er hundurinn grafinn í tengingunni í skápnum eða í tenglinum sjálfum.

Þú ert væntanlega að reyna að nota "geymsluna" inn af andyrinu sem tölvuherbergi ekki satt?



Skjámynd

Höfundur
Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf Kristján » Lau 31. Ágú 2019 15:25

Skaz skrifaði:
Kristján skrifaði:Jájá rólegann æsing :D
Ég er ekki að fara að rífa húsið til að skoða eitt kapal :D

Læt einhver skoða þetta og sé til hvað ég geri

En af hverju ætti þetta að vera síma tengill sem fer inní litla kompu með einu glugga sé er farið inní frá anderinu??? Öll flísalögð en íbúðin er með parket...


Hahah, ertu í BN íbúðunum á Völlunum Hafnarfirði? Var að lesa fyrsta póstinn almennilega aftur :lol:

Bjó þarna einu sinni. :fly

Allar smáspennulagnirnar eru dregnar á einn miðlægan stað í smáspennuskápnum í forstofunni bakvið hurðina. Þetta fer ekki raðtengt í dós úr annarri dós. Þannig að líklega er hundurinn grafinn í tengingunni í skápnum eða í tenglinum sjálfum.

Þú ert væntanlega að reyna að nota "geymsluna" inn af andyrinu sem tölvuherbergi ekki satt?


Jú mun nota það sem tölvuherbergi.
ég notaði tester á þetta og það eru vírar 4 og 5 sem eru tengdir en enginn annar

það er bara ein tafla hérna og hann er ekki með neitt annað en liða til að slá út




Vaktari
Ofur-Nörd
Póstar: 239
Skráði sig: Lau 08. Des 2012 21:05
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf Vaktari » Lau 31. Ágú 2019 16:02

Er engin smaspennutafla þarna? Ef þetta er nylegt að þa eru toflurnar oft bara hlið við hlið. Það er rafmagns og smaspennutafla.

Ef þetta er 8 vira kapall þarf að koma restinni af virunum i tengilinn a þa b staðal. 4 og 5 er blar/hvitur og blar.

Svo þarf haus fyrir 8 vira a hinum endanum.

Hlitur að vera tafla þarna.


AMD Ryzen7 7700X AM5 | 2x16 GB G.Skill Flare X5 6000MHz DDR5 | Asrock A620M Pro RS Wifi uATX AM5 |Palit Geforce RTX 4070Ti Gamerock Premium 12GB | Be Quiet 850W |DeepCool AS500 |

Skjámynd

Höfundur
Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf Kristján » Lau 31. Ágú 2019 16:13

bara basic rafmagnstafla hérna, engin smáspennutafla



Skjámynd

Skaz
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf Skaz » Sun 01. Sep 2019 00:00

Kristján skrifaði:bara basic rafmagnstafla hérna, engin smáspennutafla


Ekki settu þeir þetta saman í sömu töfluna?

Það eru 2 raðir í töflunni, neðri röðin er örugglega ennþá með blindlokunum.

Mig minnir að það hafi verið loftnets splitter og mögulega símabrú þar.

Svo gæti ég verið að ruglast á húsnæðum, flutti svo oft þarna fyrir sunnan að það hálfa væri nóg.

En það er allavega þannig að þetta er vírað sem símatengill, ekki tölvutengill.

Núna þarftu bara að finna út hvar í $%"#$ kapallinn endar.

Gæti verið í skáp í sameign líka.




arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 955
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Draga net snúru í vegg

Pósturaf arons4 » Sun 01. Sep 2019 01:53

Skaz skrifaði:
Kristján skrifaði:bara basic rafmagnstafla hérna, engin smáspennutafla


Ekki settu þeir þetta saman í sömu töfluna?

Það eru 2 raðir í töflunni, neðri röðin er örugglega ennþá með blindlokunum.

Mig minnir að það hafi verið loftnets splitter og mögulega símabrú þar.

Svo gæti ég verið að ruglast á húsnæðum, flutti svo oft þarna fyrir sunnan að það hálfa væri nóg.

En það er allavega þannig að þetta er vírað sem símatengill, ekki tölvutengill.

Núna þarftu bara að finna út hvar í $%"#$ kapallinn endar.

Gæti verið í skáp í sameign líka.

Rámar einmitt í það þegar ég var þarna að það hafi ekki verið smáspennuskápur, bara lítil greinatafla.