Síða 1 af 1

Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Mán 10. Mar 2025 15:35
af netkaffi
Er ekki fínt að fá eitthvað bluetooth sem les sem flesta kóða, til að byrja með?

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Mán 10. Mar 2025 19:59
af brain
ertu að meina OBD ?

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Mán 10. Mar 2025 23:35
af netkaffi
Já, OBD-II. Keypti einn á 11 þúsund í Bílanaust áðan

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Þri 11. Mar 2025 00:05
af Ghost
Svona mest basic sem virka vel, eru ódýrir og lesa af vélartölvum þá myndi ég segja Elm 327. Færð þannig á örugglega 2-3k komið heim.

Svolítið fínni græja sem virkar og getur lesið af vél, abs ofl. þá eru til einhver kínversk copy af Launch X431 á 20-25k sem virka mjög vel. Hef notað bæði fake og legit launch og á erfitt með að sjá mun stundum.

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Þri 11. Mar 2025 00:22
af thor12
Svo þarf líka að íhuga það að þó það komi kóði á skynjara, þarf ekkert að vera að hann sé bilaður. Gæti verið vír að hrekkja eða gildi óeðlileg og þá getur komið villa á skynjarann. Ef OP er ekki vanur bílaviðgerðum þá myndi ég fara varlega í að hlaða varahluta-fallbyssuna. Þetta getur undið upp á sig fljótt og stundum er hægt að gera meiri skaða en gott ef þekking er ekki til staðar, þegar eytt er kóða þá hreinsast út freeze frame sem gæti verið lykilinn að réttri bilanagreiningu. Annars hefur ELM 327 virkað flott fyrir mig í viðgerðum í frítíma, pantaði 5 af ali því þeir vilja týnast. En hafa skal í huga að þeir lesa einungis vélarljós, vélarljós+ABS/ESP+SRS er líklegast næsta græja fyrir ofan og kosta þær töluvert meira fyrir græju sem hægt er að nota.

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Þri 11. Mar 2025 02:00
af Sinnumtveir
Ég er með Elm 237 lesara og það er vel gagnlegt en það nær ekki yfir í alvöruna.

Þegar ég segi alvöruna er ég tala um að gefa vélartölvunni skipun um td að brenna rækilega úr sótagnasíunni.
Á að giska hefur þetta ekkert að gera með Elm 237, heldur meira svona appið sem talar við það.

Semsagt þegar ég vill fá alvöru endurnýjun á sótagnasíu fer ég til bifvélavirkjans míns. Hann er með spjaldtölvu sem kostaði formúgu og getur komið þessu í gang.

Hver er ódýrasta leiðin til að man geti gert þetta sjálfur?

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Þri 11. Mar 2025 06:10
af rapport
Á einhverjar Ancel græjur frá Temu sem eru bang for the buck en þær flottustu sem mapur hefur komist í eru frá iCarsoft og kosta á við gamlan Yaris en geta gert allt og eru fáránlega snöggar

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Þri 11. Mar 2025 09:08
af nidur
Notaði þetta mikið á eldri bílum sem voru að fá meldingar. Mjög þægilegt að sjá hvað er í gangi með svona tæki.

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Þri 11. Mar 2025 11:37
af KaldiBoi
Myndi segja að þetta færi líka yfir hvaða bíl þú ert með.

Ég á VW og OBD11 er það besta budget-wise sem þú færð fyrir VAG bíla.

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Þri 11. Mar 2025 14:38
af Dropi
Þeir sem eiga eldri en 2015 Volvo geta haft það mjög gott því VIDA og Dice clone er svakalegt dæmi. Ef einhverjum vantar Windows 7 VirtualBox VM með full uppsettu 2014 VIDA þá er ekkert mál að deila því. Keypti USB kapalinn svo á Aliexpress.

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Þri 11. Mar 2025 15:49
af bigggan
Dropi skrifaði:Þeir sem eiga eldri en 2015 Volvo geta haft það mjög gott því VIDA og Dice clone er svakalegt dæmi. Ef einhverjum vantar Windows 7 VirtualBox VM með full uppsettu 2014 VIDA þá er ekkert mál að deila því. Keypti USB kapalinn svo á Aliexpress.



Er með 13 volvo, hef skoðað Vida dæmi en ekki en fjárfest í svoleiðis tölvu enþa

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Þri 11. Mar 2025 19:22
af mainman
Ég er alltaf mikið að lesa úr bílum og ég fékk mér þennan lesara.
https://www.topdon.com/products/TopScan
Þetta hefur lesið allt sem ég hef þurft að lesa. fer í öll kerfin, er með allt maintenance eins og að brenna úr sótagnasíum, para inn nýja throttle bodys , bremsuviðgerðir oþh.
minnir að ég hafi borgað um 15 þús fyrir hann og þeir selja þetta bara á ebay og eru með official síðu þar sem er mjög sérstakt fyrir þýskt fyrirtæki.
Kemur með dhl post svo þetta er alveg svakalegan tíma á leiðinni.
Pantaði aðeins öflugri tölvu fyrir einn félaga minn og ég held að það hafi skriðið langt í 3 mánuði að bíða eftir því með póstinum en þeir bjóða ekki upp á neinn annan sendingarmáta.
Svo eftir árið þá er gjaldið eitthvað um $50 fyrir allar uppfærslurnar.
Alltaf með þetta í hanskahólfinu á bílnum og mjög handy.
Edit: sé að þeir eru byrjaðir að selja á síðunni hjá sér og þessi gaur sem ég er með kostar um 9 þús.

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Þri 11. Mar 2025 21:17
af playman
Ég fékk mér iCarsoft CR Max aðalega því að það var mælt mest með því fyrir Mercedes og líka það að það er ekkert áskriftar kjaftæði og færð allar uppfærslur frítt þegar að þær koma út, var mjög ánægður með hann gerði allt sem ég þurfti, lesa alla kóða gróflega og endurstilla þá, en langaði að komast dýpra í bíltölvuna og geta t.d. calibrate-að rain/light sensor, forritað og fleira í þeim dúr, þannig að ég fékk mér Xentry spjaldtölvu ásamt multiplexer, þá fyrst ertu kominn í alvöru dót, þá sér maður t.d. recommended/expected readout á öllum skynjurum, Live view á t.d. ABS skynjarana, sjálfskiptinguni og fleira, activeitað t.d. airmatic, framljósin, séð hvaða skynjari er með hugsanlegt vesen og hvað þú átt að gera til þess að prófa það. Og svo rúsínan í pylsu endanum, séð alla parta bílsins á teikningum, öll partanúmer, ásamt superseded númerum, nákvæmlega hvað þú þarft að gera til þess að skipta út varahlut, með myndum og teikningum, hvað þú þyrftir að skipta um í leiðinni t.d. boltar eða pakningar og allar herslur á öllum boltum, nánast það sama og Askja er að notast við, nema þeir eru með server access og allar uppfærslur.
Xentry kostaði dágóðan skylding, en er búið spara mér hundruði þúsunda og er vel búin að borga sig upp.
Svona búnaður er nánast möst ef þú ert DIY og hefur áhuga á að grúska í þínum eigin bíl.
Ef þú ætlar að gera eitthvað meira en að athuga villukóða og hreynsa þá, þá myndi ég mæla með að eiða aðeins meiri pening og fá þér betri tölvu.

Re: Hverju mæla menn með í kóðalesurum?

Sent: Mið 12. Mar 2025 08:50
af Dropi
bigggan skrifaði:
Dropi skrifaði:Þeir sem eiga eldri en 2015 Volvo geta haft það mjög gott því VIDA og Dice clone er svakalegt dæmi. Ef einhverjum vantar Windows 7 VirtualBox VM með full uppsettu 2014 VIDA þá er ekkert mál að deila því. Keypti USB kapalinn svo á Aliexpress.



Er með 13 volvo, hef skoðað Vida dæmi en ekki en fjárfest í svoleiðis tölvu enþa

Eina sem þú þarft er fartölva með VirtualBox (freeware) uppsettu og einn svona kapal:
https://www.aliexpress.com/item/1005006 ... 1802u7oY2z

Þá ertu kominn með full blown VIDA :)

Ég var með nokkur vandamál í bíl sem ég keypti notaðann og kóðalesari var ekki að segja mér mikið, en VIDA bjargaði málunum.

Edit: ef þú vilt senda mér VIN númer í einkaskilaboði þá get ég athugað hvort þinn bíll sé í 2014 útgáfunni af VIDA