VW Up eða Chevy Spark?
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
VW Up eða Chevy Spark?
Er að leita að bíl nr 2, þeir sem koma til greina í sirka 10 ára gömlum smábíl fyrir 400-600k eru þessir tveir. Eru menn hérna með reynslu af þeim? Hef heyrt furðu góða hluti um Spark miðað við að þetta er Daewoo, eru víst að endast ágætlega og ekki mikið vesen á þeim. Hvað segja menn um Up, er þetta týpískt VW vesen eða eru þeir að standa sig betur?
TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: VW Up eða Chevy Spark?
rapport skrifaði:Fyrir 400 til 600þ. er ekki hægt að fá ódrepandi d4d yaris?
ef maður finnur þannig til sölu já en þeir koma sjaldan á sölu og þá oftast keyrðir til tungsins og til baka
TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Re: VW Up eða Chevy Spark?
Átti Citigo, Skoda útgáfuna af Up'inum í nokkur ár.
VW Up er án efa betur hannaður og meira refined en Sparkinn. Spark er eins og smábílar voru fyrir 20 árum, ekki eins mikið pláss að innan og svona. Sparkin er með stærri mótor almennt og mun eyða meira en VW bíllinn.
Þegar ég fór fyrst með minn í skoðun þá spurði ég skoðunarmanninn, hann sagði að VW Up væri besti bíll sem VW hefur nokkurntíman smíðað. Enda bara ótrúlega einfaldur bíll og ekki margt til staðar sem getur bilað.
Átti minn í fimm ár, eina sem þurfti að gera við hann var að skipta um hjólalegu og kíkja á bremsurnar. Enda var hann kominn í 200þús keyrslu. Allt upprunalegt, þar á meðal kúpling og tímareim. Endaði síðan á að gírkassinn var til vandræða, bakkgír hætti að virka almennilega. Sem kom ekki á óvart enda var þetta gamall bílaleigubíll og túristar þurfa ekki að kunna að keyra beinskipta til að fá að leiga svoleiðis. Nýji eigandin skipti um gírkassa og sé ég hann ennþá í umferðinni.
VW Up er án efa betur hannaður og meira refined en Sparkinn. Spark er eins og smábílar voru fyrir 20 árum, ekki eins mikið pláss að innan og svona. Sparkin er með stærri mótor almennt og mun eyða meira en VW bíllinn.
Þegar ég fór fyrst með minn í skoðun þá spurði ég skoðunarmanninn, hann sagði að VW Up væri besti bíll sem VW hefur nokkurntíman smíðað. Enda bara ótrúlega einfaldur bíll og ekki margt til staðar sem getur bilað.
Átti minn í fimm ár, eina sem þurfti að gera við hann var að skipta um hjólalegu og kíkja á bremsurnar. Enda var hann kominn í 200þús keyrslu. Allt upprunalegt, þar á meðal kúpling og tímareim. Endaði síðan á að gírkassinn var til vandræða, bakkgír hætti að virka almennilega. Sem kom ekki á óvart enda var þetta gamall bílaleigubíll og túristar þurfa ekki að kunna að keyra beinskipta til að fá að leiga svoleiðis. Nýji eigandin skipti um gírkassa og sé ég hann ennþá í umferðinni.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: VW Up eða Chevy Spark?
Henjo skrifaði:Átti Citigo, Skoda útgáfuna af Up'inum í nokkur ár.
VW Up er án efa betur hannaður og meira refined en Sparkinn. Spark er eins og smábílar voru fyrir 20 árum, ekki eins mikið pláss að innan og svona. Sparkin er með stærri mótor almennt og mun eyða meira en VW bíllinn.
Þegar ég fór fyrst með minn í skoðun þá spurði ég skoðunarmanninn, hann sagði að VW Up væri besti bíll sem VW hefur nokkurntíman smíðað. Enda bara ótrúlega einfaldur bíll og ekki margt til staðar sem getur bilað.
Átti minn í fimm ár, eina sem þurfti að gera við hann var að skipta um hjólalegu og kíkja á bremsurnar. Enda var hann kominn í 200þús keyrslu. Allt upprunalegt, þar á meðal kúpling og tímareim. Endaði síðan á að gírkassinn var til vandræða, bakkgír hætti að virka almennilega. Sem kom ekki á óvart enda var þetta gamall bílaleigubíll og túristar þurfa ekki að kunna að keyra beinskipta til að fá að leiga svoleiðis. Nýji eigandin skipti um gírkassa og sé ég hann ennþá í umferðinni.
Gott að vita, hef þetta bak við eyrað
TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Re: VW Up eða Chevy Spark?
Er sjálfur á 2011 Chevy Spark sem er bara mjög fínn. Eyðir litlu miðað við 14 ára gamlann bíl. Svo kraftlítill samt að hann á erfitt með brekkur ef ég er með farþega
Stóð sig vel í snjónum í vetur því hann er léttur og situr nokkuð hátt fyrir svona smábíl. VW Up er ábyggilega svipaður samt og mig grunar að það sé ábyggilega auðveldara að finna varahluti og svona í hann þó það hafi aldrei reynt á það hjá mér.

-
- Besserwisser
- Póstar: 3081
- Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
- Reputation: 225
- Staða: Ótengdur
Re: VW Up eða Chevy Spark?
Prentarakallinn skrifaði:Er að leita að bíl nr 2, þeir sem koma til greina í sirka 10 ára gömlum smábíl fyrir 400-600k eru þessir tveir. Eru menn hérna með reynslu af þeim? Hef heyrt furðu góða hluti um Spark miðað við að þetta er Daewoo, eru víst að endast ágætlega og ekki mikið vesen á þeim. Hvað segja menn um Up, er þetta týpískt VW vesen eða eru þeir að standa sig betur?
Þetta eru bæði hræðilegir bílar, sorry not sorry..
Chevrolet hætti í Evrópu um 2016 og get ekki ímyndað mér að varahlutir séu ódýrir í þá sökum lélegs úrvals? Finnst ég lítið sjá þessa bíla í umferðinni miðað við magnið sem var hrúgað út.
Gamall VW.... Já.... Þarf að fara eitthvað dýpra í það?
Faðu þér frekar 11-12 ára gamlan yaris sem keyrir og keyrir.
Finna bara eintak sem hefur reglulega verið smurður og mögulega búið að skipta um kúplinguna einu sinni.
Síðast breytt af gunni91 á Þri 18. Feb 2025 22:04, breytt samtals 1 sinni.
Re: VW Up eða Chevy Spark?
VW Up allan daginn. Ég hef unnið mikið í kringum Chevrolet Spark og mín upplifun af þeim er ekki góð.
Er búinn að eiga Skoda Citigo í að verða 2 ár og hann er bara algjör snilld í innanbæjarsnatt. Er ekki mikill VW maður en þessi bíll er bara frábær.
Er búinn að eiga Skoda Citigo í að verða 2 ár og hann er bara algjör snilld í innanbæjarsnatt. Er ekki mikill VW maður en þessi bíll er bara frábær.
-
- Gúrú
- Póstar: 562
- Skráði sig: Mán 20. Sep 2010 22:31
- Reputation: 60
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: VW Up eða Chevy Spark?
VW Up!
Betri gæði frá Volkswagen og Volkswagen hefur almennt betri gæði og efnisgæði en Chevrolet.
Betri aksturseiginleikar í Up og er skemmtilegri í akstri, og stöðugri á vegum.
Öryggið í Up hefur oft fengið betri öryggiseinkunnir en Spark, sem er ávallt plús.
Betri gæði frá Volkswagen og Volkswagen hefur almennt betri gæði og efnisgæði en Chevrolet.
Betri aksturseiginleikar í Up og er skemmtilegri í akstri, og stöðugri á vegum.
Öryggið í Up hefur oft fengið betri öryggiseinkunnir en Spark, sem er ávallt plús.
What ever you do, what ever you think you can do, there'll always be an Asian who's better than you.
Re: VW Up eða Chevy Spark?
Það líka segir margt þegar þú ert með tvo bíla í sömu stærð og annar þeirra er með nærri því 40% stærra plás í skottinu (VW Up er með 250 lítra vs 170 lítra í sparkinum) sömuleiðis þá er up'in með meira plás fyrir bílstjórann.
-
- Vaktari
- Póstar: 2683
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 499
- Staða: Ótengdur
Re: VW Up eða Chevy Spark?
Afhverju bara VW Up eða Chevy Spark?
Afhverju ekki Hyundai i10? Þeir eru áreiðanlegir og ódýrari en yarisinn.
https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=2&cid=429304&sid=992411&schid=65fd57da-3faf-4f90-8c30-2d714b5b3eec
Eh svona?
Afhverju ekki Hyundai i10? Þeir eru áreiðanlegir og ódýrari en yarisinn.
https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=2&cid=429304&sid=992411&schid=65fd57da-3faf-4f90-8c30-2d714b5b3eec
Eh svona?
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1075
- Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
- Reputation: 28
- Staðsetning: Terra
- Staða: Ótengdur
Re: VW Up eða Chevy Spark?
Ég sjálfur á chervy spark 2012. Hann er sparneytinn hann þá eiga það en hans versti óvinur eru brekkur sem hann ræður illa við.
MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |
Re: VW Up eða Chevy Spark?
Spark auðvitað eyðir litlu, meðan við marga bíla. En er samt með 30% hærri uppgefna eyðslu en UP.
Er sjálfur á I10 núna sem er það sem Moldvarpan benti á. Mjög fínir bílar og mjög svipaður og UP. Það sem ég hef tekið eftir er að I10 eyðir meira, hann er þyngri og mótorin er tjúnaður meira aggresívur. Hann er ekki eins vel hannaður, framsætin eru t.d. illa staðsett, Í UP'inu eru þau meira miðjusett sem hjálpar að gera hann rúmbetri. Það er meira "rattle" hljóð í I10'uni og þeir hafa þörf fyrir að gera hluti eins og klæða skottið með plasthlífum sem er algjör óþarfi.
I10 er með tímakeðju sem margir horfa á sem risa kost, hinsvegar virðist oft þurfa skipta um keðjurnar í þeim þegar þeir eru í kringum 100þús keyrslu. Á móti er UP'in með tímareim með líftíma sem er gefin up 10 ár eða 210þús, og er mjög lítið mál að skipta þegar kemur að því.
Eina sem mér finnst betra í I10 er gírkassinn, hann virkar mjög solid. Kassinn í VW sem ég átti var auðvitað misnotaður í mörg ár af hópi kínverja, þannig kannski ekki sá besti til að dæma útfrá.
Er sjálfur á I10 núna sem er það sem Moldvarpan benti á. Mjög fínir bílar og mjög svipaður og UP. Það sem ég hef tekið eftir er að I10 eyðir meira, hann er þyngri og mótorin er tjúnaður meira aggresívur. Hann er ekki eins vel hannaður, framsætin eru t.d. illa staðsett, Í UP'inu eru þau meira miðjusett sem hjálpar að gera hann rúmbetri. Það er meira "rattle" hljóð í I10'uni og þeir hafa þörf fyrir að gera hluti eins og klæða skottið með plasthlífum sem er algjör óþarfi.
I10 er með tímakeðju sem margir horfa á sem risa kost, hinsvegar virðist oft þurfa skipta um keðjurnar í þeim þegar þeir eru í kringum 100þús keyrslu. Á móti er UP'in með tímareim með líftíma sem er gefin up 10 ár eða 210þús, og er mjög lítið mál að skipta þegar kemur að því.
Eina sem mér finnst betra í I10 er gírkassinn, hann virkar mjög solid. Kassinn í VW sem ég átti var auðvitað misnotaður í mörg ár af hópi kínverja, þannig kannski ekki sá besti til að dæma útfrá.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 319
- Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
- Reputation: 64
- Staða: Ótengdur
Re: VW Up eða Chevy Spark?
Get eiginlega ekki sagt að Spark eyði litlu. Var á svona bíl fyrir nokkrum árum og keyrði daglega á milli Kef-Rey og eyðslan var í kringum 6 á hundraðið. Þetta er bara of lítil vél í þessum bíl þannig að hann var alltaf á frekar háum snúning við 100km hraða.
Þannig að ég get ekki með nokkru móti mælt með þessum bílum.
Þannig að ég get ekki með nokkru móti mælt með þessum bílum.
-
Höfundur - Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
- Reputation: 23
- Staða: Ótengdur
Re: VW Up eða Chevy Spark?
B0b4F3tt skrifaði:Get eiginlega ekki sagt að Spark eyði litlu. Var á svona bíl fyrir nokkrum árum og keyrði daglega á milli Kef-Rey og eyðslan var í kringum 6 á hundraðið. Þetta er bara of lítil vél í þessum bíl þannig að hann var alltaf á frekar háum snúning við 100km hraða.
Þannig að ég get ekki með nokkru móti mælt með þessum bílum.
Held reyndar að hann sé frekar með of stóran mótor og illa gíraður, flestir í þessum stærðarflokki er með 1.0 mótor og um 60hö, spark er 1.2 og 80hö. Það vantar að 5 gír sé overdrive eða 6 gír
TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB
Re: VW Up eða Chevy Spark?
Ég á yngri e-UP, eina sem ég get kvartað yfir er að hann á það til að strjúka hrygginn í miklum snjó. Og, jú, spólvörnin er allt of aggressív þegar ég keyri upp brekku í snjó, en það er örugglega bundið við rafmagns útgàfuna.