Síða 1 af 2

Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Lau 01. Feb 2025 15:43
af gilli666
Er í bílahugleiðingum, ég hata bíla og nenni ekki að læra á þá til að geta gert við þá. Ég vil eyða tímanum mínum í aðra hluti.
Ég vil bara eitthvað sem nýtur góða þjónustu og ég get 100% reitt mig á aðra heiðarlega þjónustuaðila ef eitthvað klikkar. Hvaða bílar falla þar undir? Hvaða bílar hafa alvöru umboð, alvöru þjónustuverkstæði og flest alla parta til á þessu skíta einokunarskeri sem maður þarf ekki að bíða í mánuð eftir með langan biðtíma af því engin veit shit, eða að ég þurfi að spyrja alla bílskúrsfrændur fyrir ráð til að ekki vera tekinn ósmurður (Já ég er komin með nóg af slæmri reynslu :megasmile )

En ég sit núna uppi með ónýtt headgasket í chevy cruze, því engin hvorki frá umboði né öðrum verkstæðum gátu fyrir líf sitt gert við vélakælikerfi bílsins eða nennti án þess að rukka mig virði bílsins fyrir það.

Ég Býst við að Toyota rollur / yaris og honda CRV/civic falli þar undir. Eitthvað fleira?

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Lau 01. Feb 2025 16:23
af Templar
Brimborg og Toyota, super þjónusta.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Lau 01. Feb 2025 16:31
af einarhr
Rafmang?

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Lau 01. Feb 2025 16:43
af ColdIce
Hef prófað öll, Toyota stendur upp úr svo um munar.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Lau 01. Feb 2025 17:03
af gilli666
einarhr skrifaði:Rafmang?


Ég hef ekki áhuga á rafmagnsbíl, þó að sé búið að setja upp inntak fyrir það í bílakjallaran hjá mér.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Lau 01. Feb 2025 18:12
af rapport
Er ekki best að fá bíl sem þarf ekki þjónustu eða maður getur þjónustað sjálfur?

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Lau 01. Feb 2025 18:20
af wicket
Hafandi rekið bílaflota fyrir fyrirtæki er svarið einfalt í mínum huga. Það er Toyota og svo Bílvogur sem licensed Volkswagen/Skoda/Audi verkstæði, Hekla má hverfa því Bílvogur gerir allt sem þau gera nema bara 100% betur.

Brimborg eru ágætir en það er oft vesen, bið og "þú þarft að tala við yfirmann" vegna einfaldra ábyrgðarhluta sem tefur alltaf ferlið.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Lau 01. Feb 2025 21:21
af Oddy
Mitt mat er að sleppa Toyota eins og hægt er. Allavega miðað við þjónustuna á Akureyri, hef margar slæmar minningar þaðan.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Lau 01. Feb 2025 23:01
af Black
Toyota :hjarta

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Sun 02. Feb 2025 10:56
af littli-Jake
Oddy skrifaði:Mitt mat er að sleppa Toyota eins og hægt er. Allavega miðað við þjónustuna á Akureyri, hef margar slæmar minningar þaðan.


Þetta hef ég aldrei heyrt áður. Pabbi keipti nýjan Hilux hjá þeim 2006. Bílinn hefur aldrei farið annað og það verður ekki séns að fá hann til að fá sér neitt annað en aðrar toyotu

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Sun 02. Feb 2025 11:10
af Hrotti
Ég er með allskonar bíla, bæði persónulega og fyrir fyrirtækið, nokkra Renault, Toyota, F350, Range Rover, Porsche, Peugeot og VW. Toyota (Reykjanesbæ) hafa verið með langbestu þjónustuna.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Sun 02. Feb 2025 18:40
af Oddy
littli-Jake skrifaði:
Oddy skrifaði:Mitt mat er að sleppa Toyota eins og hægt er. Allavega miðað við þjónustuna á Akureyri, hef margar slæmar minningar þaðan.


Þetta hef ég aldrei heyrt áður. Pabbi keipti nýjan Hilux hjá þeim 2006. Bílinn hefur aldrei farið annað og það verður ekki séns að fá hann til að fá sér neitt annað en aðrar toyotu


Ég hef verið með 2 Landcruiser hjá þeim og fæ alltaf einhverja aðra þjónustu heldur en beðið hefur verið um. Hef átt aðra bíla frá þeim en hef svo alveg gefist upp á þessu hjá þeim. Just my 2 cents

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Sun 02. Feb 2025 20:47
af machinefart
Þið sem segið Toyota, byggir það á nýlegri reynslu eða gamalli? Mér hefur fundist þetta vera farið að dala niður í að vera sama sagan og allstaðar annarstaðar, 50/50 hvort maður lendi á einhverju fúleggi í afgreiðslu og síma, svakalega dýrt og brjáluð bið í allt. Og raunar get ég komið með eina óvinsæla skoðun inn líka sem er að mér fannst Hekla bara mjög fínir þegar ég var með skoda. Mjög dýrir partar hjá Heklu en þjónustan sem ég sótti var góð og þeir stóðu við ryð ábyrgð á þá 8 ára gömlum bíl. Askja td voru fljótir að koma sér undan þannig á 3 ára bíl og ómögulegt að ræða við. Askja reyndar eru svona í minningunni kannski sístir en samt er þetta allt miklu líkara en ólíkt, bíllinn var líka með lang lang mesta vesenið þannig það reyndi mest á.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Sun 02. Feb 2025 21:27
af moltium
Hyundai fær svo gott sem fullt hús stiga frá mér

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Sun 02. Feb 2025 22:21
af SkariÓ
Átt Toyotu-r síðan 2013, einhverja 5 bíla.
Reynst mér vel, mæli með, alltaf fengið topp þjónustu hér í rvík.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Sun 02. Feb 2025 22:31
af Viktor
Tesla

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Mán 03. Feb 2025 08:50
af Jón Ragnar
Af öllu sem ég hef átt hingað til, þá eiga Tesla vinninginn.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Mán 03. Feb 2025 09:58
af Zpand3x
Er á Toyota Rav4 2017 módel. Kom eitthvað leguhljóð í bílinn í fyrra. Það var ss. Lega í sjálfskiftingunni. Toyota flokkaðI það sem ábyrgð og gaf mér nýja sjálfskiptingu með ísetningu.
7 ára bíll, keyrður 140þúsund km. Nokkuð viss um að aðrir þjónustuaðilar hefðu ekki gefið þessa vinnu.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Mán 03. Feb 2025 19:44
af Elvar81
ég hef bestu reynsluna af Suzuki umboðinu, svo næstbestu Toyota.
hef aðeins slæma reynslu af Heklu

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Mán 03. Feb 2025 20:34
af Oddy
Oddy skrifaði:
littli-Jake skrifaði:
Oddy skrifaði:Mitt mat er að sleppa Toyota eins og hægt er. Allavega miðað við þjónustuna á Akureyri, hef margar slæmar minningar þaðan.


Þetta hef ég aldrei heyrt áður. Pabbi keipti nýjan Hilux hjá þeim 2006. Bílinn hefur aldrei farið annað og það verður ekki séns að fá hann til að fá sér neitt annað en aðrar toyotu


Ég hef verið með 2 Landcruiser hjá þeim og fæ alltaf einhverja aðra þjónustu heldur en beðið hefur verið um. Hef átt aðra bíla frá þeim en hef svo alveg gefist upp á þessu hjá þeim. Just my 2 cents


Bíll sem átti að fara í dekkjarskipti endaði í 195þ þjónustuskoðun. Annar sem átti að fara í skipti á bremsuklossum endaði með að fá nýja klafa uppá 260þ (það var samt ekki skipt um klossa). Hef önnur dæmi en minni samt. BL hefur staðið við allt hjá mér, ég skipti um bíla 6-9 sinnum á ári. Þeir hafa tekið á sig hluti sem þeir áttu í raun ekki að gera, staðið sig gagnvart mér allavega.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Þri 04. Feb 2025 22:19
af Hauxon
Þjónustan hjá Tesla er jafn frábær og Musk er glataður. Allt verið 100% og afgreitt hratt og örugglega sem snýr að mínum bíl. Hins vegar er næstum engin þörf á þjónustu því það miklu minna er sem getur bilað í hreinum rafbíl. ;)

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Þri 04. Feb 2025 23:17
af Oddy
Hauxon skrifaði:Þjónustan hjá Tesla er jafn frábær og Musk er glataður. Allt verið 100% og afgreitt hratt og örugglega sem snýr að mínum bíl. Hins vegar er næstum engin þörf á þjónustu því það miklu minna er sem getur bilað í hreinum rafbíl. ;)


Sem núverandi og langverandi eigandi af rafmagnsbílum þá er það nú bara svo að rafmagnsbílar bila alveg jafnt á við aðra bíla. Kannski bara aðrir hlutar sem bila en bila nú samt.

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Mið 05. Feb 2025 13:06
af Hauxon
Oddy skrifaði:
Hauxon skrifaði:Þjónustan hjá Tesla er jafn frábær og Musk er glataður. Allt verið 100% og afgreitt hratt og örugglega sem snýr að mínum bíl. Hins vegar er næstum engin þörf á þjónustu því það miklu minna er sem getur bilað í hreinum rafbíl. ;)


Sem núverandi og langverandi eigandi af rafmagnsbílum þá er það nú bara svo að rafmagnsbílar bila alveg jafnt á við aðra bíla. Kannski bara aðrir hlutar sem bila en bila nú samt.


Ég þarf ekki að skipta um hljóðkút, ég þarf ekki að skipta um tímareim/keðju, það er ekki hedd, það eru ekki ventlar, það er ekki bensíntankur eða áfyllingarrör, listinn yfir það sem hefur bilað í mínum bensín og díselbilum og tengist vélinni er endalaus. En auðvitað er eitthvað sem getur bilað í rafbíl þá oftast rafmagnstengt. Svo er auðvitað hjóla og stýrisbúnaður eins og í öðrum bílum. Bresmsur endast reyndar margfalt lengur...

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Fim 06. Feb 2025 10:44
af Prentarakallinn
Toyota og Suzuki by far best, hef bara slæmar reynslu af flestum umboðum, hef átt marga bila og þurft að eiga við flest umboð. Honda voru flottir áður en Askja keyptu. Brimborg og BL reyna að svindla á manni við hvert tækifæri

Re: Hvaða bíltegund nytur bestu bílaþjónustu á Íslandi

Sent: Fim 06. Feb 2025 17:19
af BudIcer
Oddy skrifaði:Bíll sem átti að fara í dekkjarskipti endaði í 195þ þjónustuskoðun. Annar sem átti að fara í skipti á bremsuklossum endaði með að fá nýja klafa uppá 260þ (það var samt ekki skipt um klossa). Hef önnur dæmi en minni samt. BL hefur staðið við allt hjá mér, ég skipti um bíla 6-9 sinnum á ári. Þeir hafa tekið á sig hluti sem þeir áttu í raun ekki að gera, staðið sig gagnvart mér allavega.


Gamli, hvað er að frétta? Ertu að skipta um bíl á 5 vikna fresti?