Verð á notuðum bílum?

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Verð á notuðum bílum?

Pósturaf KaldiBoi » Þri 21. Jan 2025 15:38

Er verð á notuðum bílum hérna á Íslandi farið upp um öll eðlileg mörk?

Tökum dæmi: Ég er búinn að vera skoða mér 4Motion VW bíla, 2.0 Tdi <=2017 í smá tíma núna, fínt að hafa 4wd kerfi enn vildi ekki að hann væri í sídrifi vegna eyðslu og þessvegna er þetta primo kerfi.

Hérna höfum við hin venjulega Passat síðan í september, keyrðan 92þ km, beinskiptur og mér er mjög minnistætt að hann hafi farið í fulla þjónustu hjá Bílson áður en hann var settur á planið, 2.690.000
Vw passat 92km.png
Vw passat 92km.png (21.25 KiB) Skoðað 6649 sinnum

Svipaður bíll í dag, keyrður 150þkm er settur á 3.3 og er búinn að vera á sölu síðan snemma seinasta haust.

Annað dæmi:
Vw T-Roc, settur á sölu 1. nóvember, 3.190.000
T-Roc.png
T-Roc.png (22.44 KiB) Skoðað 6649 sinnum

Svipaður bíll í dag, og eiginlega sá nákvæmlega sami keyrður 83.000 3.590.0000.

Afhverju er markaðurinn á bílum sem nota jarðefnaeldsneyti að hækka svona stíft þegar enginn er að kaupa og rafmagnsbílar verða bara hagstæðari og hagstæðari?

Rithöfundur er einn bitur sem hefði gert kjarakaup í sumar.



Skjámynd

Henjo
Geek
Póstar: 842
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 319
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf Henjo » Þri 21. Jan 2025 15:42

Afþví Covid var og þá var ótrúlega lítill sala á nýjum bílum í smá tíma, svipað og hvernig það var eftir hrun milli 2009-2012 þegar það myndaðist gat í markaðinum. Þá hélst verð líka hátt á eldri bílum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8112
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1298
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf rapport » Þri 21. Jan 2025 15:58

Eru þetta ekki bara bílar frá fólki sem skipti yfir í dýra rafmagnsbíla í hrönnum og vantar peninginn?

Eða eru þetta bílar í eigu umboðanna og ætlunin að gera nýja bíla girnilegri?



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6529
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 525
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf worghal » Þri 21. Jan 2025 16:09

rapport skrifaði:Eru þetta ekki bara bílar frá fólki sem skipti yfir í dýra rafmagnsbíla í hrönnum og vantar peninginn?

Eða eru þetta bílar í eigu umboðanna og ætlunin að gera nýja bíla girnilegri?

þessir bílar fara í gegnum verðmat á bílasölunni sem er að selja þá.

Ég keypti mér 2019 passat gte facelift í mars í fyrra og skoraði hann á 3.3m keyrður minnir mig 67Þ
hann var verðsettur á 3.7m og núna í dag er ég að sjá brimborg með alveg nákvæmlega eins bíl bara hvítann og keyrðann 72þ á 3.9 og er á tilboði 3.6 núna :lol:


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2714
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 507
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf Moldvarpan » Þri 21. Jan 2025 21:12

Enginn að kaupa?
Ég veit ekki betur en það sé góð sala í jarðefnaeldsneytisbílum.

Ég veit ekki hvort ég nenni að taka rafmagnsbíl við næstu kaup, það er engin aðstaða til að hlaða svona bíla hérna við blokkina og engin áform í að setja slíkt upp.




falcon1
Geek
Póstar: 849
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf falcon1 » Þri 21. Jan 2025 22:09

Klikkað verð á notuðum bílum!



Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf KaldiBoi » Þri 21. Jan 2025 22:09

Henjo skrifaði:Afþví Covid var og þá var ótrúlega lítill sala á nýjum bílum í smá tíma, svipað og hvernig það var eftir hrun milli 2009-2012 þegar það myndaðist gat í markaðinum. Þá hélst verð líka hátt á eldri bílum.

Þetta var bara sanngjarnt á flesta bíla í sumar/haust, skil ekki afhverju þetta tók svona rosa stökk allt í einu.

worghal skrifaði:
rapport skrifaði:Eru þetta ekki bara bílar frá fólki sem skipti yfir í dýra rafmagnsbíla í hrönnum og vantar peninginn?

Eða eru þetta bílar í eigu umboðanna og ætlunin að gera nýja bíla girnilegri?

þessir bílar fara í gegnum verðmat á bílasölunni sem er að selja þá.

Ég keypti mér 2019 passat gte facelift í mars í fyrra og skoraði hann á 3.3m keyrður minnir mig 67Þ
hann var verðsettur á 3.7m og núna í dag er ég að sjá brimborg með alveg nákvæmlega eins bíl bara hvítann og keyrðann 72þ á 3.9 og er á tilboði 3.6 núna :lol:


Nákvæmlega þetta, hvort þetta séu bara VW í hástökki eða hvað, en þetta er nákvæmlega dæmið sem ég á við. Geggjaður bíll btw.
Moldvarpan skrifaði:Enginn að kaupa?
Ég veit ekki betur en það sé góð sala í jarðefnaeldsneytisbílum.

Ég veit ekki hvort ég nenni að taka rafmagnsbíl við næstu kaup, það er engin aðstaða til að hlaða svona bíla hérna við blokkina og engin áform í að setja slíkt upp.


Sala á nýjum bílum hefur dregið saman um heilann helling en bensínbílum hefur dregið hvað mest.

Húsfélagið þitt er skylt að hafa búnað til hleðslu á ökutækjum skilst mér, allavega var það hjá mér.



Skjámynd

Dropi
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 250
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf Dropi » Mið 22. Jan 2025 08:21

Ég er með plan núna á næstu árum þegar ég þarf að endurnýja að skjótast til Svíþjóðar og keyra heim bensín plugin-hybrid Volvo V90 T8. Þeir fást úti fyrir sirka 240k sænskar eftir að moms er dregið frá og sem hybrid bílar þá eru innflutningsgjöldin lægri. Þá keyrðir undir 150 þús.

Kominn heim á undir 4 milljónir versus hvað, 6-7m hérna heima? Bilun
Síðast breytt af Dropi á Mið 22. Jan 2025 08:21, breytt samtals 1 sinni.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 3x12TB WD Ultrastar DC HC520

Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 219
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf Jón Ragnar » Mið 22. Jan 2025 10:38

Dropi skrifaði:Ég er með plan núna á næstu árum þegar ég þarf að endurnýja að skjótast til Svíþjóðar og keyra heim bensín plugin-hybrid Volvo V90 T8. Þeir fást úti fyrir sirka 240k sænskar eftir að moms er dregið frá og sem hybrid bílar þá eru innflutningsgjöldin lægri. Þá keyrðir undir 150 þús.

Kominn heim á undir 4 milljónir versus hvað, 6-7m hérna heima? Bilun



Myndi helst taka Diesel bíl þarna

T8 bílanir geta verið dýrir í rekstri :)

Var með XC90 T8 einu sinni (nb, besti bíll sem ég hef átt en hann var vondur við veskið)



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video

Skjámynd

rostungurinn77
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 375
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 129
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf rostungurinn77 » Mið 22. Jan 2025 11:32

KaldiBoi skrifaði:
Húsfélagið þitt er skylt að hafa búnað til hleðslu á ökutækjum skilst mér, allavega var það hjá mér.


Húsfélaginu er skylt að verða við beiðni um hleðslustöð, sé sú beiðni borin upp á aðalfundi. Aðalfundurinn má ekki synja beiðninni.

Mér er hins vegar ekki kunnugt um að það ríki nein skylda á húsfélögum að setja upp hleðslustöðvar biðji enginn um það.



Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf KaldiBoi » Mið 22. Jan 2025 11:45

Dropi skrifaði:Ég er með plan núna á næstu árum þegar ég þarf að endurnýja að skjótast til Svíþjóðar og keyra heim bensín plugin-hybrid Volvo V90 T8. Þeir fást úti fyrir sirka 240k sænskar eftir að moms er dregið frá og sem hybrid bílar þá eru innflutningsgjöldin lægri. Þá keyrðir undir 150 þús.

Kominn heim á undir 4 milljónir versus hvað, 6-7m hérna heima? Bilun

Verðið hérna er sturlun enn þetta eru svo ótrúlega laglegir bílar!
Skora á þig að documenta söguna hérna vaktinni.
Búið að vera langþráður draumur að flytja inn bíl/hjól á eigin spýtur.



Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf KaldiBoi » Mið 22. Jan 2025 11:47

rostungurinn77 skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
Húsfélagið þitt er skylt að hafa búnað til hleðslu á ökutækjum skilst mér, allavega var það hjá mér.


Húsfélaginu er skylt að verða við beiðni um hleðslustöð, sé sú beiðni borin upp á aðalfundi. Aðalfundurinn má ekki synja beiðninni.

Mér er hins vegar ekki kunnugt um að það ríki nein skylda á húsfélögum að setja upp hleðslustöðvar biðji enginn um það.


Akkúrat þetta „Húsfélaginu er skylt að verða við beiðni um hleðslustöð, sé sú beiðni borin upp á aðalfundi. Aðalfundurinn má ekki synja beiðninni.

Takk fyrir leiðréttinguna.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2714
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 507
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf Moldvarpan » Mið 22. Jan 2025 11:59

En ef það er ekkert húsfélag? Bara eitt fyrirtæki á blokkina?




Hizzman
Geek
Póstar: 864
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 154
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf Hizzman » Mið 22. Jan 2025 12:14

KaldiBoi skrifaði:
Dropi skrifaði:Ég er með plan núna á næstu árum þegar ég þarf að endurnýja að skjótast til Svíþjóðar og keyra heim bensín plugin-hybrid Volvo V90 T8. Þeir fást úti fyrir sirka 240k sænskar eftir að moms er dregið frá og sem hybrid bílar þá eru innflutningsgjöldin lægri. Þá keyrðir undir 150 þús.

Kominn heim á undir 4 milljónir versus hvað, 6-7m hérna heima? Bilun

Verðið hérna er sturlun enn þetta eru svo ótrúlega laglegir bílar!
Skora á þig að documenta söguna hérna vaktinni.
Búið að vera langþráður draumur að flytja inn bíl/hjól á eigin spýtur.



2x. er til í að vita hvernig ferlið er í smáatriðum



Skjámynd

Dropi
Geek
Póstar: 828
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 250
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf Dropi » Mið 22. Jan 2025 13:00

Jón Ragnar skrifaði:
Dropi skrifaði:Ég er með plan núna á næstu árum þegar ég þarf að endurnýja að skjótast til Svíþjóðar og keyra heim bensín plugin-hybrid Volvo V90 T8. Þeir fást úti fyrir sirka 240k sænskar eftir að moms er dregið frá og sem hybrid bílar þá eru innflutningsgjöldin lægri. Þá keyrðir undir 150 þús.

Kominn heim á undir 4 milljónir versus hvað, 6-7m hérna heima? Bilun



Myndi helst taka Diesel bíl þarna

T8 bílanir geta verið dýrir í rekstri :)

Var með XC90 T8 einu sinni (nb, besti bíll sem ég hef átt en hann var vondur við veskið)

Vandinn er að ég myndi rústa díselbíl á aksturslagi. 600m í leikskólann, svo 2km í vinnu, svo 1km í búð, 2km hingað, 1km þangað. Ég snattast allan daginn með vélina kalda og verð þess vegna að komast í plugin hybrid þar sem ég er með bílskúr og prívat hleðslustöð. Fyrst langaði mig helst í 2016 XC70 5Cyl, það er draumakerran en ég myndi fara svo illa með hann.

Edit: það sem sló diesel alveg út af laginu er útblástursgildið og það kostar sirka 1 milljón meira að flytja hann inn. XC70 5cyl diesel væri kominn hingað á 5 milljónir, þá er ódýrara að kaupa hann notaðann á klakanum
Síðast breytt af Dropi á Mið 22. Jan 2025 13:01, breytt samtals 1 sinni.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 3x12TB WD Ultrastar DC HC520

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6529
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 525
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf worghal » Mið 22. Jan 2025 13:39

KaldiBoi skrifaði:
worghal skrifaði:þessir bílar fara í gegnum verðmat á bílasölunni sem er að selja þá.

Ég keypti mér 2019 passat gte facelift í mars í fyrra og skoraði hann á 3.3m keyrður minnir mig 67Þ
hann var verðsettur á 3.7m og núna í dag er ég að sjá brimborg með alveg nákvæmlega eins bíl bara hvítann og keyrðann 72þ á 3.9 og er á tilboði 3.6 núna :lol:


Nákvæmlega þetta, hvort þetta séu bara VW í hástökki eða hvað, en þetta er nákvæmlega dæmið sem ég á við. Geggjaður bíll btw.

ég þarf samt að fá einhvern til að útskýra fyrir mér af hverju base model 2015/16 af golf gte eru enþá vel yfir 2m og upp í 3m :lol:


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


ABss
Nörd
Póstar: 145
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 55
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf ABss » Mið 22. Jan 2025 14:23

Dropi skrifaði:
Jón Ragnar skrifaði:
Dropi skrifaði:Ég er með plan núna á næstu árum þegar ég þarf að endurnýja að skjótast til Svíþjóðar og keyra heim bensín plugin-hybrid Volvo V90 T8. Þeir fást úti fyrir sirka 240k sænskar eftir að moms er dregið frá og sem hybrid bílar þá eru innflutningsgjöldin lægri. Þá keyrðir undir 150 þús.

Kominn heim á undir 4 milljónir versus hvað, 6-7m hérna heima? Bilun



Myndi helst taka Diesel bíl þarna

T8 bílanir geta verið dýrir í rekstri :)

Var með XC90 T8 einu sinni (nb, besti bíll sem ég hef átt en hann var vondur við veskið)

Vandinn er að ég myndi rústa díselbíl á aksturslagi. 600m í leikskólann, svo 2km í vinnu, svo 1km í búð, 2km hingað, 1km þangað. Ég snattast allan daginn með vélina kalda og verð þess vegna að komast í plugin hybrid þar sem ég er með bílskúr og prívat hleðslustöð. Fyrst langaði mig helst í 2016 XC70 5Cyl, það er draumakerran en ég myndi fara svo illa með hann.

Edit: það sem sló diesel alveg út af laginu er útblástursgildið og það kostar sirka 1 milljón meira að flytja hann inn. XC70 5cyl diesel væri kominn hingað á 5 milljónir, þá er ódýrara að kaupa hann notaðann á klakanum


Fullkominn kandídat fyrir rafhjól!



Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf KaldiBoi » Mið 22. Jan 2025 21:16

worghal skrifaði:
KaldiBoi skrifaði:
worghal skrifaði:þessir bílar fara í gegnum verðmat á bílasölunni sem er að selja þá.

Ég keypti mér 2019 passat gte facelift í mars í fyrra og skoraði hann á 3.3m keyrður minnir mig 67Þ
hann var verðsettur á 3.7m og núna í dag er ég að sjá brimborg með alveg nákvæmlega eins bíl bara hvítann og keyrðann 72þ á 3.9 og er á tilboði 3.6 núna :lol:


Nákvæmlega þetta, hvort þetta séu bara VW í hástökki eða hvað, en þetta er nákvæmlega dæmið sem ég á við. Geggjaður bíll btw.

ég þarf samt að fá einhvern til að útskýra fyrir mér af hverju base model 2015/16 af golf gte eru enþá vel yfir 2m og upp í 3m :lol:


Það er aftur á móti sturlun, gleymir fólk (bílasalar) að þetta séu TÍU ára gamlir bílar?



Skjámynd

Höfundur
KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 254
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf KaldiBoi » Mið 22. Jan 2025 21:20

Ég hringdi í tiltölulega nýja bílsölu í dag og spurði þá út í bíl sem ég er búinn að vera gjóa augunum á.
Bsk útgáfan er rúmri milljón ódýrari þannig ég spurði þá hvort þeir gætu heyrt í eigandanum hvað hann væri raunverulega til í að selja hann á og hann hringir 5 mínutum seinna, þá vill seljandi ekki fá nema 100.000 þkr minna f bílinn en er sett á hann, 3.590.000.
Ég svaraði um hæl að það væri út í hött og bílasalinn var sammála mér en að þeir hafi gefið honum þetta estimate og núna, eðlilega, eru væntingar seljandans himinn háar og sér bara dollara merki í augunum.
Því kasta ég því fram, eru þetta bílasalar að kýla verðið upp?
Síðast breytt af KaldiBoi á Mið 22. Jan 2025 21:21, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Oddy
FanBoy
Póstar: 764
Skráði sig: Sun 12. Jan 2020 20:34
Reputation: 71
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf Oddy » Mið 22. Jan 2025 21:34

KaldiBoi skrifaði:Ég hringdi í tiltölulega nýja bílsölu í dag og spurði þá út í bíl sem ég er búinn að vera gjóa augunum á.
Bsk útgáfan er rúmri milljón ódýrari þannig ég spurði þá hvort þeir gætu heyrt í eigandanum hvað hann væri raunverulega til í að selja hann á og hann hringir 5 mínutum seinna, þá vill seljandi ekki fá nema 100.000 þkr minna f bílinn en er sett á hann, 3.590.000.
Ég svaraði um hæl að það væri út í hött og bílasalinn var sammála mér en að þeir hafi gefið honum þetta estimate og núna, eðlilega, eru væntingar seljandans himinn háar og sér bara dollara merki í augunum.
Því kasta ég því fram, eru þetta bílasalar að kýla verðið upp?


Getur ekki verið að seljendur séu með óraunhæfar væntingar? Ég skipti mjög oft um bíla(segir eiginkonan) og oft reyni ég að eiga við umboðin en það er alveg vonlaust mál. Þau eru föst á sínu verði og illfáanleg að eiga viðskipti á jafnræðisgrundvelli. Margir bílasalar eru með marga bíla sem leigurnar eiga en stundum finnst manni sem þær setja bílana á sölu uppá von og óvon. Ef þær selja bíla þá eru þær sáttar en ef ekki þá nota þær bara bílana aftur í leigu eða þá áfram selja til minni leigu sem svo nota þá næsta sumar. Kannski er þjóðfélagið allt með óraunhæfar væntingar um eigið ágæti?



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 862
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 157
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf Hrotti » Mið 22. Jan 2025 21:39

KaldiBoi skrifaði:Ég hringdi í tiltölulega nýja bílsölu í dag og spurði þá út í bíl sem ég er búinn að vera gjóa augunum á.
Bsk útgáfan er rúmri milljón ódýrari þannig ég spurði þá hvort þeir gætu heyrt í eigandanum hvað hann væri raunverulega til í að selja hann á og hann hringir 5 mínutum seinna, þá vill seljandi ekki fá nema 100.000 þkr minna f bílinn en er sett á hann, 3.590.000.
Ég svaraði um hæl að það væri út í hött og bílasalinn var sammála mér en að þeir hafi gefið honum þetta estimate og núna, eðlilega, eru væntingar seljandans himinn háar og sér bara dollara merki í augunum.
Því kasta ég því fram, eru þetta bílasalar að kýla verðið upp?



Það er ólíklegt að bílasalar keyri verðið upp, það hlýtur að vera þeim í hag bíllinn seljist sem fyrst hvort sem þeir fái 10þús meira eða minna í sinn hlut. (ég veit samt ekkert hvað þeir taka fyrir)
Síðast breytt af Hrotti á Mið 22. Jan 2025 21:39, breytt samtals 1 sinni.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1014
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 20
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf halldorjonz » Mið 22. Jan 2025 22:58

Although depreciation rates vary depending on the car's type, make and model, it will typically lose anything from 15-35% of its initial value in the first year – and up to 50% over the first three years.

A 2021 Tesla Model 3 has depreciated $24,539 or 50% in the last 3 years and has a current resale value of $24,014 and trade-in value of $20,503.

Herna er verið tala um rafmagnsbíla , gaman að skoða notaða teslu bíla hérna heima, þeir eru lækka um svona 15% eða amk á bílasölu síðunum, myndi ekki detta það í hug kaupa það þá frekar safna ég meira og kaupi nýja , alltof hátt verð á notuðum bílum herna




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 655
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 96
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf Manager1 » Fim 23. Jan 2025 01:20

Fyrir 9 árum síðan keypti ég 10 ára bíl, ásett verð var 1.9 milljón.

Sambærilegur 10 ára bíll af sömu tegund til sölu núna er með ásett verð 2.8. Skv. verðlagsreiknivél er uppreiknað verð á 1.9m árið 2016 núna 2.75m þannig að þetta virðist bara vera elsku verðbólgan sem veldur þessari hækkun.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6529
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 525
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf worghal » Fim 23. Jan 2025 08:08

Manager1 skrifaði:Fyrir 9 árum síðan keypti ég 10 ára bíl, ásett verð var 1.9 milljón.

Sambærilegur 10 ára bíll af sömu tegund til sölu núna er með ásett verð 2.8. Skv. verðlagsreiknivél er uppreiknað verð á 1.9m árið 2016 núna 2.75m þannig að þetta virðist bara vera elsku verðbólgan sem veldur þessari hækkun.

2020 kaupi ég golf variant (golf í fullri lengd) árgerð 2015 á 1.4m, þá keyrður 83þ með ný sumardekk og nagladekk, í dag er hann keyrður 145þ, lægsti bíllinn sem er með sama búnaði, keyrður svipað (160þ) og er reyndar 2016 og hann er settur á 1.4m.
Fyndið að sjá þessa þróun :lol:


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1591
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 137
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verð á notuðum bílum?

Pósturaf audiophile » Fim 23. Jan 2025 09:02

Þetta er ekki alveg nýtt. Byrjaði fyrir nokkrum árum en hefur vissulega versnað.

Keypti seint á árinu 2019 KIA Ceed station árgerð 2017 ekinn 110þ. (bílaleigubíll) á 1590þ. Seldi hann svo seint árið 2022 ekinn þá 137þ á 1890þ. Hefði aldrei dottið í hug að fá meira fyrir notaðan bíl eftir að hafa átt hann í 3 ár og ekið 27þ. km. Varð bara hálf hissa.


Have spacesuit. Will travel.