Síða 1 af 1

Hvar fær maður Borescope myndavél ?

Sent: Fös 16. Ágú 2024 21:32
af GuðjónR
Á einhver hér Borescope myndavél sem er til í að lána eða getur bent mér á hvort það sé hægt að leigja einhvers staðar?
Hef ekki tíma í að kaupa að utan og bíða eftir því.

Ég fékk hringingu frá bifvélavirkja sem var að skipta um koparþéttihringi í kringum dísel-spíssinn þegar hann sá brot af koparhringnum detta ofan í sílenderinn. Hann náði að ryksuga það upp með röri framan á ryksugu, en þetta var bara hluti af hringnum, kannski 1/4, og hann veit ekki hvort restin fór ofan í eða ekki.

Þetta skapar hættu á að koparinn komist í ventlana og skemmi vélina. Það er svolítið öfgakennt að fara í það að rífa ofan af vélinni til að skoða og svo er kannski ekkert, en það er líka áhætta að loka þessu og taka sénsinn á að eitthvað sé ofan í og fari í ventlana. Þetta er frekar slæm staða.

Re: Hvar fær maður Borescope myndavél ?

Sent: Fös 16. Ágú 2024 22:41
af linked
Verkfæralagerinn smáratorgi líklegast ódýrastur í svona. Færð einhverja kínagræju þar á undir 20þ.

Re: Hvar fær maður Borescope myndavél ?

Sent: Fös 16. Ágú 2024 23:15
af dadik
Ég á svona kínagræju sem þú tengir við síma ef þú vilt fá lánað

Re: Hvar fær maður Borescope myndavél ?

Sent: Lau 17. Ágú 2024 09:09
af GuðjónR
dadik skrifaði:Ég á svona kínagræju sem þú tengir við síma ef þú vilt fá lánað

Heyrðu, það hljómar mjög vel!
Þá er hægt að kíkja í holuna og sjá hvort það sé eitthvað kopardrasl ofan á stimpli!!

Re: Hvar fær maður Borescope myndavél ?

Sent: Lau 17. Ágú 2024 10:42
af GuðjónR
Uppdate:
Ég ætlaði að fara að sækja boroscope hjá dadik þegar viðgerðarmaðurinn hringdi. Hann kláraði þetta í gærkvöldi.
Hann tók bara sénsin... :wtf

En nú er komið nýtt vandamál. Bíllinn fór í gang en hefur ekkert afl, svo lítið að hann kemst ekki út af verkstæðinu.
Hann drepur bara á sér um leið og það kemur smá álag. Viðgerðarmaðurinn segir að hann heyri skrítið vindhljóð frá túrbínunni.
Ég er alveg hættur að skilja þetta. Hann prófaði bílinn áður en hann skipti um koparþéttinguna á spíss 3 og 4, og eftir það er ekkert afl? :face