Síða 1 af 1
Hleðslustöð fyrir fjölbýli
Sent: Lau 10. Ágú 2024 22:35
af pukinn
Sælir vaktarar
Er í þriggja íbúða fjölbýli sem er að skoða heimahleðslu. Er einhver í fjölbýli hér sem hefur fengið sé Teslu stöðina ? Skilst að það sé hægt að tengja allt að 4 stöðvar saman og þær passi þá upp á að takmarka heildar notkun.
Sýnist að ég hefi þessa kosti:
1. On, borga mánaðalega 4400 mánaðalega per stöð (x3)
2. Hver og einn kaupir stöð, tengir einsfasa inn á mæli hverrjar íbúðar
3. setja upp auka töflu þar sem við tökum rafmagn af 3ja fasa sameign og setjum upp notkunarmæli fyrir hverja stöð.
Óháð leið er svipaður lagna kostnaður ( leið 2 kemst kanski upp með einn 3ja fasa kapal).
Leið 2 hleður bara á 7kw max, en etv. er það bara í lagi.
leið 3 er auka hausverkur með að rukka notkun og velja þarf stöðvar sem passa upp á að loada ekki of mikið.
Ég er ekkert æstur í að borga mánaðargjald sem borgar upp ódýra stöð á 1-2 árum.
Spurning hvort einhver hafi reynslu af Teslu stöð í fjölbýli og getur gefið mér góð ráð.
Re: Hleðslustöð fyrir fjölbýli
Sent: Lau 10. Ágú 2024 23:39
af ekkert
1,7kW (8A, 1-fasi) er nóg fyrir okkur. Hleðslustöðin í stæðinu og tengi alltaf nema við erum að fara aftur á bílnum bráðlega. 7kW ætti að geta full hlaðið flest bílabatterí yfir nótt þannig að ég sé ekki fyrir mér hvernig það getur ekki verið nóg, nema einhver sé leigubílstjóri.
Re: Hleðslustöð fyrir fjölbýli
Sent: Sun 11. Ágú 2024 13:06
af arons4
pukinn skrifaði:( leið 2 kemst kanski upp með einn 3ja fasa kapal)
Neibb
Myndi segja að leið 3 sé skást af þessum og nota álagsstýrt hleðslukerfi, þá duga einn kapall sem tengist í allar stöðvarnar. Svoleiðis kerfi mæla sjálf notkun hvers og eins notanda og svo sér húsfélagið eða utanaðkomandi þjónusta um að rukka það. Ef aðstæður eru þannig þá þurfa stæðin ekki að vera merkt notandanum, þaes hvaða notandi getur notað hvaða stöð sem er. Eins er lítið mál að bæta við auka stöðvum ef eitthver í húsinu bætir við sig bíl eða þessháttar.
ekkert skrifaði:1,7kW (8A, 1-fasi) er nóg fyrir okkur. Hleðslustöðin í stæðinu og tengi alltaf nema við erum að fara aftur á bílnum bráðlega. 7kW ætti að geta full hlaðið flest bílabatterí yfir nótt þannig að ég sé ekki fyrir mér hvernig það getur ekki verið nóg, nema einhver sé leigubílstjóri.
Tekur tæpa 30 tíma að hlaða teslu model y LR á 1,7kW 20-80%.
Re: Hleðslustöð fyrir fjölbýli
Sent: Sun 11. Ágú 2024 13:22
af kjartanbj
arons4 skrifaði:pukinn skrifaði:( leið 2 kemst kanski upp með einn 3ja fasa kapal)
Neibb
Myndi segja að leið 3 sé skást af þessum og nota álagsstýrt hleðslukerfi, þá duga einn kapall sem tengist í allar stöðvarnar. Svoleiðis kerfi mæla sjálf notkun hvers og eins notanda og svo sér húsfélagið eða utanaðkomandi þjónusta um að rukka það. Ef aðstæður eru þannig þá þurfa stæðin ekki að vera merkt notandanum, þaes hvaða notandi getur notað hvaða stöð sem er. Eins er lítið mál að bæta við auka stöðvum ef eitthver í húsinu bætir við sig bíl eða þessháttar.
ekkert skrifaði:1,7kW (8A, 1-fasi) er nóg fyrir okkur. Hleðslustöðin í stæðinu og tengi alltaf nema við erum að fara aftur á bílnum bráðlega. 7kW ætti að geta full hlaðið flest bílabatterí yfir nótt þannig að ég sé ekki fyrir mér hvernig það getur ekki verið nóg, nema einhver sé leigubílstjóri.
Tekur tæpa 30 tíma að hlaða teslu model y LR á 1,7kW 20-80%.
1.7kw er bara alltof lítið, það nægir ekki einu sinni til þess að halda rafhlöðunni við ef maður er að forhita bílinn, þá notar hann rafhlöðuna til þess þar sem hann fær ekki nóg frá hleðslustöðinni til þess að hita bílinn með....
Re: Hleðslustöð fyrir fjölbýli
Sent: Sun 11. Ágú 2024 15:10
af TheAdder
arons4 skrifaði:
kjartanbj skrifaði:
Enda talaði hann um 1,7kW væri nóg fyrir þau, en 7kW myndu líklega duga flestum.
Re: Hleðslustöð fyrir fjölbýli
Sent: Sun 11. Ágú 2024 16:55
af gunni91
Hvað er heimtaugin stór?
Er rafvirki búinn að mæla út ca notkun íbúa vs hvað heimtaugin ræður við?
Í okkar tilfelli fórum við í fjórar þriggja fasa 22 kw álagsstýrðar stöðvar frá Ísorku og hver íbúi fær sinn Ísorkulykil sem er tengt inná reikninga hjá fólki. Man ekki hvort við erum að borga 990 kr eða 1990 kr per stöð í þjónustugjöld og síðan 2 kr per kwh sem fer til Ísorku en húsfélagið/íbúarnir eiga stöðvarnar.
Heimtaugin er 100A og var lagt fyrir fjórar aðrar stöðvar uppá framtíðina að gera ( getum verið með total 8 stk á sömu heimtaug skv Verkís). Þetta eru síðan 11 íbúðir tengdar inná sama kerfið.
Í hinum endanum er síðan önnur 100A heimtaug fyrir 15 íbúðir sem þarf að meta betur í framtíðinni.
Eins og staðan er í er núna, þá er oft verið að nota allar stöðvarnar í einu og er average output ca 4-7 kwh þegar mest á reynir ( mismunandi hvort bílar séu að nýta þriggja fasa o.sf.)
Edit: 1.7 kwh hljómar hræðilega en kannski nóg ef þetta eru aðeins 3 íbúðir og t.d. 2 stöðvar.
Flestir nýir bílar dag eru með bare minimum 60 kwh rafhlöður sem þýðir lágmark 30 + klst að fullhlaða á þessum hraða.
Re: Hleðslustöð fyrir fjölbýli
Sent: Sun 11. Ágú 2024 20:58
af ekkert
arons4 skrifaði:Tekur tæpa 30 tíma að hlaða teslu model y LR á 1,7kW 20-80%.
Satt, en það tekur um 5-6 tíma að hlaða fyrir 50km akstur.
Mér þykir leitt að hafa ruglað í umræðunni og ekki verið til hjálpar. Ég er ekki að segja að 1,7kW er nóg fyrir 3 íbúðir. Mig langar bara til að benda á að það þarf ekki endilega að fara all-in í kostnaðarsamar aðgerðir til að eiga rafmangsbíl. Mín hleðslustöð kostaði 30 þús notuð og fékk svo rafvirkja til að tengja hana í rafmangstöflu í bílskúr sem er hitaður með heitu vatni. Kannski væri þetta setup ekki nóg ef ég væri að hlaða bílinn í frosti.
Mér finnst oft fólk virkilega ofmeta hve mikið þau keyra og hve fljóta rafhleðslustöð er þörf heima. Sérstaklega nágrannar mínir sem eru komnir á rafbíla og hneikslast yfir því að ég hafi ekki látið leggja þriggja fasa kapal eins og þeir. Í dag keyrði ég út á land 90%->30%. Þegar ég legg af stað í fyrramálið verð ég með 56% sem er bara fínt á virkum degi. Það væri ekki frábært ef ég væri aftur að fara í lengri ferð, en í raun eru þessi 44% sem vantar upp á að fara að kosta mig 10-15 mínútur á hraðhleðslustöð aukalega.
Re: Hleðslustöð fyrir fjölbýli
Sent: Sun 11. Ágú 2024 21:26
af Gislos
Varstu búinn að kanna verðið á svona hleðslustöðvum?
https://iskraft.husa.is/upplysingar/fra ... ebox-slim/Breytt: Sé að þú ert ekki að pæla mikið í stöðinni endilega heldur hvernig það væri best að leggja að stöðvunum.
Sjálfur myndi ég telja að leggja 3 fasa er alltaf betra uppá að fá meira afl úr strengnum. Nota svo stöðvar sem tala saman og lækka sig ef margir eru að hlaða á sama tíma.
Re: Hleðslustöð fyrir fjölbýli
Sent: Þri 13. Ágú 2024 08:27
af R43kw0n
Möguleiki a mismunandi stöðvum i álagsdreifingu
https://isorka.is/pages/fjolbylisthjonusta
Re: Hleðslustöð fyrir fjölbýli
Sent: Þri 13. Ágú 2024 22:19
af pukinn
Takk allir sem hafa gefið sér tíma í að svara.
Það sem ég var að hugsa var að vera ekki með stöð á leigu sem borgar sig upp á innan við tveim árum ef hún er undir 100k, það þrengir markaðinn.
Er einhver sem þekkir eitthvað til
Orkustjórnun í teslu stöð þá sérstaklega hópa orkustjórnunina.
Re: Hleðslustöð fyrir fjölbýli
Sent: Fim 15. Ágú 2024 09:38
af R43kw0n
pukinn skrifaði:Takk allir sem hafa gefið sér tíma í að svara.
Það sem ég var að hugsa var að vera ekki með stöð á leigu sem borgar sig upp á innan við tveim árum ef hún er undir 100k, það þrengir markaðinn.
Er einhver sem þekkir eitthvað til
Orkustjórnun í teslu stöð þá sérstaklega hópa orkustjórnunina.
Er þetta þa ekki malið?
https://isorka.is/collections/all/produ ... lus-socket