Síða 1 af 1

Brotinn Gormur

Sent: Þri 16. Júl 2024 21:51
af Cozmic
Annar gormurinn framann er brotinn, er málið að skipta báðum í einu ef hinn virðist í lagi?
+ Getur eitthver sagt mér hvað svona viðgerð c.a kosti ef maður kaupir varahlutinn sjálfur?

Re: Brotinn Gormur

Sent: Þri 16. Júl 2024 22:04
af gunni91
Það er "good practise" að skipta báðum megin þar sem gormurinn hinum megin er eflaust slitinn líka og ef þú vilt halda 100% sömu aksturseiginleikum. Það er samt sem áður alls ekkert must að skipta um báðu megin, frekar valkvætt.

Ef þetta er yfir 10 ára gamall bíll í ódýrari kantinum, myndi ég alltaf skipta bara öðru megin. Ef þetta væri 5 ára gamall BMW / Benz, myndi ég persónulega skipta um báðum megin.

Gormaskipti öðru megin eru vanalega 1.5-2.5 klst, mismunandi eftir týpum. Varðandi verðin, þá myndi ég kanna verð frá umboði ef þú vilt orginal, annars AB, stillingu, fast parts o.s.f. Ef þú vilt kanna aftermarket.

Re: Brotinn Gormur

Sent: Þri 16. Júl 2024 22:11
af jonsig
Cozmic skrifaði:Annar gormurinn framann er brotinn, er málið að skipta báðum í einu ef hinn virðist í lagi?
+ Getur eitthver sagt mér hvað svona viðgerð c.a kosti ef maður kaupir varahlutinn sjálfur?


Ertu á toyota aygo eða ertu á´Mercedes 500 SEL ?

Þetta voru 3.5klst á suzuki swift hjá mér (allan hringinn). En það var allt ryðgað fast og ég er bara með hjólatjakk.
Kannski hefðu þetta verið 2.5klst ef ég væri með lyftu og ekki allt fast.

Ekkert mál á praktískum japönskum smábílum en örugglega mikið meira vesen á BMW t.d.

Gormarnir eru 10-14000kr og fóðringarnar einhver 5þúsund.

litle jake hérna á vaktinni gerir þetta örugglega ódýrt enda gefur hann ekki upp 1kr til skatts.