Síða 1 af 2

Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Fös 12. Júl 2024 17:16
af Henjo
https://www.visir.is/g/20242595833d/leg ... g-oliubila

Hvernig er fólk ekki brjálað yfir þessu? 850kg Aygo er að fara borga jafnmikið og 3000kg jeppi þrátt fyrir að jeppinn er að fara eyðileggja göturnar tugfallt meira útfrá þyngd.

"Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu"

"Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis"

Er fólkið í ríkistjórn með heilabilun?

Síðan tala ég ekki um að bifreiðagjöld á smábíla eru búin að margfaldast á síðustu árum, og er núna dæmi um að Aygo og Range Rover eru að borga nánast sama bifreiðagjaldið.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Fös 12. Júl 2024 17:46
af Mossi__
Maður náttúrulega leysir ójöfnuðinn með því að fá sér Range Rover

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Fös 12. Júl 2024 18:09
af joker
Af gamalli reynslu spái ég að þetta muni gerast: Olíugjaldið verður tekið af og svo munu olíufélögin hækka sínar álögur á móti.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Fös 12. Júl 2024 18:28
af Henjo
Mossi__ skrifaði:Maður náttúrulega leysir ójöfnuðinn með því að fá sér Range Rover


Þetta meikar auðvitað sense, það er enginn ójöfnuður ef fátæka fólkið getur bara keypt sér range rover því gjöldin er það sama og á Aygo. Btw ég var ekkert að djóka.

Mynd

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Fös 12. Júl 2024 18:50
af Manager1
Samkvæmt fréttinni slíta öll ökutæki undir 3500kg vegunum svipað mikið, þannig að ég sé ekki hvernig Aygo er að niðurgreiða nokkurn skapaðann hlut fyrir Range Rover. Báðir bílar eru að borga fyrir notkun á vegunum.

Það er ekki fyrr en komið er í þyngri bíla sem vegslit verður verulegt, hefur ekki alltaf verið talað um að fullestaður flutningabíll slíti vegunum álíka mikið og 40.000 fólksbílar. Það er greinilega veldisvöxtur í slitinu, en eins og ég segi þá virðist veldisvöxturinn ekki byrja almennilega fyrr en eftir 3500kg.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Fös 12. Júl 2024 18:57
af Henjo
En það er samt munur, sextíu tonna truckur eyðileggur göturnar jafnmikið og trilljón bílar þá samt eyðileggur þriggja tonna jeppi göturnar tugfallt meira en lítill smábíll.

En síðan er auðvitað fullt af öðrum hlutum. Pláss á veginum. Hljóðmengun. Almenn mengun, munur að hafa eins lítra og þriggja lítra vél í gangi. Það er bremsuryk, kúplingsryk. Mengun þegar hjólbarðar tærast.

Stórir og þungir bílar menga meira á allan hátt meira en minni og léttari. Það að þeir borga jafnmikið er algjör bilun. Þó svo að það séu stórir trukkar líka í umferðinni sem eyðileggja mikið útfrá sér.

Síðan er hægt að nefna aðra hluti, almennt öryggi. Stórir bílar er mun hættulegri öðru fólki, gangandi og hjólandi og síðan auðvitað öðrum minni bílum.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Fös 12. Júl 2024 19:02
af svanur08
Það eiga allir að vera á hjólum ekki bílum eins og Dagur.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Fös 12. Júl 2024 19:19
af GuðjónR
joker skrifaði:Af gamalli reynslu spái ég að þetta muni gerast: Olíugjaldið verður tekið af og svo munu olíufélögin hækka sínar álögur á móti.

Að sjálfsögðu, sama og þegar vsk af matvælum fór úr 24.5% í 11% ... ég man ekki eftir því að hafa fundið fyrir þeirri breytingu.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Fös 12. Júl 2024 19:29
af Klemmi
GuðjónR skrifaði:
joker skrifaði:Af gamalli reynslu spái ég að þetta muni gerast: Olíugjaldið verður tekið af og svo munu olíufélögin hækka sínar álögur á móti.

Að sjálfsögðu, sama og þegar vsk af matvælum fór úr 24.5% í 11% ... ég man ekki eftir því að hafa fundið fyrir þeirri breytingu.


Sjoppur teipuðu yfir verðskránna og tússuðu ný verð, fékk að vera þannig í kannski mánuð eða tvo, þá var teipið tekið og verðin orðin þau sömu...

Ætli það hafi ekki verið svipað hjá öðrum?

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Fös 12. Júl 2024 19:34
af ekkert
En hvað verður gjaldið, 6 krónur á kílómeter eins og á rafbíla?

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Fös 12. Júl 2024 20:08
af GuðjónR
Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
joker skrifaði:Af gamalli reynslu spái ég að þetta muni gerast: Olíugjaldið verður tekið af og svo munu olíufélögin hækka sínar álögur á móti.

Að sjálfsögðu, sama og þegar vsk af matvælum fór úr 24.5% í 11% ... ég man ekki eftir því að hafa fundið fyrir þeirri breytingu.


Sjoppur teipuðu yfir verðskránna og tússuðu ný verð, fékk að vera þannig í kannski mánuð eða tvo, þá var teipið tekið og verðin orðin þau sömu...

Ætli það hafi ekki verið svipað hjá öðrum?

Nákvæmlega!

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Lau 13. Júl 2024 01:35
af Sinnumtveir
Henjo skrifaði:https://www.visir.is/g/20242595833d/leggja-kilometragjald-a-bensin-og-oliubila

Hvernig er fólk ekki brjálað yfir þessu? 850kg Aygo er að fara borga jafnmikið og 3000kg jeppi þrátt fyrir að jeppinn er að fara eyðileggja göturnar tugfallt meira útfrá þyngd.

"Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu"

"Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis"

Er fólkið í ríkistjórn með heilabilun?

Síðan tala ég ekki um að bifreiðagjöld á smábíla eru búin að margfaldast á síðustu árum, og er núna dæmi um að Aygo og Range Rover eru að borga nánast sama bifreiðagjaldið.


Þú ert semsagt að mótmæla einni af forsendum stjórnvalda: "- Kílómetragjald verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyngd 3.500 kg. eða minna, en fyrir liggur að þau ökutæki valda almennt áþekku vegsliti."

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Lau 13. Júl 2024 08:12
af rapport
Ef að formúlan fyrir þyngd/vegslit er þekkt, þá ætti að nota hana til að stjórna álögum, annað er ósanngjarnt.

En þetta mun trufla olíufélögin sem hafa hingað til fengið olíugjaldið inn í sitt fjárstreymi, nú mun öll velta og hlutföll í þeirra rekstri bjagast töluvert.

Þetta system er eðlilegra á margan hátt, kostnaður verður sýnilegri og í raun verður þetta hagstæðara fyrir bíla sem keyra stutt fyrir mikið eldsneyti = bílar sem eyða miklu spara mest.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Lau 13. Júl 2024 11:14
af fedora1
Getur verið að þetta auki hvata á að eiga við mælinn?
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023 ... ar_malinu/

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Lau 13. Júl 2024 11:30
af Hjaltiatla
Horfið á björtu hliðarnar það er dýrara að búa í Sviss og Bahamas en á Íslandi.

https://www.numbeo.com/cost-of-living/rankings_by_country.jsp

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Lau 13. Júl 2024 12:31
af GuðjónR
Hjaltiatla skrifaði:Horfið á björtu hliðarnar það er dýrara að búa í Sviss og Bahamas en á Íslandi.

https://www.numbeo.com/cost-of-living/rankings_by_country.jsp

Ó takk!! Bara þriðja dýrasta land á jörðinni, núna líður mér miklu betur! :megasmile

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Lau 13. Júl 2024 15:12
af Henjo
Sinnumtveir skrifaði:
Henjo skrifaði:https://www.visir.is/g/20242595833d/leggja-kilometragjald-a-bensin-og-oliubila

Hvernig er fólk ekki brjálað yfir þessu? 850kg Aygo er að fara borga jafnmikið og 3000kg jeppi þrátt fyrir að jeppinn er að fara eyðileggja göturnar tugfallt meira útfrá þyngd.

"Vilja tryggja jafnræði og sanngirni í gjaldtöku vegna notkunar á vegakerfinu"

"Gjaldið taki mið af þyngd ökutækis"

Er fólkið í ríkistjórn með heilabilun?

Síðan tala ég ekki um að bifreiðagjöld á smábíla eru búin að margfaldast á síðustu árum, og er núna dæmi um að Aygo og Range Rover eru að borga nánast sama bifreiðagjaldið.


Þú ert semsagt að mótmæla einni af forsendum stjórnvalda: "- Kílómetragjald verði föst krónutala fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með leyfða heildarþyngd 3.500 kg. eða minna, en fyrir liggur að þau ökutæki valda almennt áþekku vegsliti."


Ég er að mótmæla þessu útfrá helling af atriðium, þar á meðal þessu bulli. Rökin eru að mest allt slit er útaf tugtonna trukkum, en fyrir mér væri það eins og að ætla rukka öll heimili á íslandi um sama raforkugjald, vegna þess að mesta álagið á raforku á íslandi er hvorsumer álverin og annar iðnaður. Who cares ef þú ert með þurkkara heima hjá þér eða ekki, eða rafmagsheitanpott, við sjáum engan mun hérna uppí raforkuveri.

Það er ekki bara það að stór jeppi eyðileggur göturnar tugfallt meira en lítill smábíll, heldur bara þær afleiðingar fyrir samfélagið þegar fleiri taka þá ákvörðun að stunda þann lífstill sem er að eiga jeppa eða, mesta hryllingin... ofvaxin pallbíll.

Hvernig væri það að ef við Íslendingar myndum selja alla smábílana okkar á morgun úr landi og allir myndu kaupa sér 3,5 tonna trukk? ég meina, það myndi ekk hafa neinn áhrif er það? íslenska ríkið segir að það sé enginn alvöru munur. Þarna erum við að tala um faratæki sem er í svipaðari stærð. Menga svipað mikið. Mengun útfrá hjálbörðum, míkróplast og annað er það sama. Bremsu og kúplings ryk er það sama, enda sambærileg farartæki. Skiptir engu máli ef þau eyða kannski fimmfalt meira eldsneyti, hérna er íslenska ríkið að fara lækka skatta á bensín og setja fast verð á öll faratæki.

Þetta er meiri móðgun en þau gerðu í fyrra, sem var að setja sama skatt á alla rafmagsbíla. Þannig Dacia Spring sem er 1000kg er að borga jafnmikið og 3000kg EQS Benz jeppi.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Lau 13. Júl 2024 17:32
af appel
https://www.youtube.com/watch?v=bqjK6jjt6gk (man einhver hvað þeir eru að gera með bílinn að láta hann keyra afturábak?)

En allavegana, fínt, er á það gömlum bíl að ég get stillt kílómetramælinn einsog ég vil... þarf ekki að spóla til baka :)

Bílaleigurnar eiga eftir að fíla þetta fyrirkomulag mikið

Breyta kílómetrastöðu bíla fyrir sölu
https://www.ruv.is/kveikur/breyta-kilom ... yrir-solu/

Óóó svindlin verða mikil :) heimskir stjórnmálamenn -> klárir svikarar

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Lau 13. Júl 2024 18:31
af ABss
Ég hvet alla til að bakka út um allt :guy

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Sun 14. Júl 2024 11:05
af ribs
https://en.wikipedia.org/wiki/Fourth_power_law

Það er eitthvað til í þessu hjá Henjo en ég held að tug tonna trukkarnir með vörurnar okkar toppi jeppana töluvert.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Sun 14. Júl 2024 19:38
af kjartanbj
Manager1 skrifaði:Samkvæmt fréttinni slíta öll ökutæki undir 3500kg vegunum svipað mikið, þannig að ég sé ekki hvernig Aygo er að niðurgreiða nokkurn skapaðann hlut fyrir Range Rover. Báðir bílar eru að borga fyrir notkun á vegunum.

Það er ekki fyrr en komið er í þyngri bíla sem vegslit verður verulegt, hefur ekki alltaf verið talað um að fullestaður flutningabíll slíti vegunum álíka mikið og 40.000 fólksbílar. Það er greinilega veldisvöxtur í slitinu, en eins og ég segi þá virðist veldisvöxturinn ekki byrja almennilega fyrr en eftir 3500kg.



þetta flutningabíll og 40þ fólksbílar er alltaf jafn magnað, ef það væri rétt þá væri ekkert eftir af götunum í Reykjavík sem dæmi, engin trukkur passar sem dæmi í hjólförin eftir fólksbílana sem eru búin að éta sig ofaní malbikið með nagladekkjunum sínum.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Sun 14. Júl 2024 19:52
af Henjo
Þessi útreikningar er auðvitað enganveginn fullkomnir og eru oft reiknaðir pjúra frá þyngd, og ekki verið að horfa til þess að stórir fluttningabílar er oft á 20 eða fleiri stórum og breiðum dekkjum.

Ef rökin fyrir því að það eigi að rukka alla minni bíla jafnt því það eru stórir trukkar á götunum sem eyðileggja göturnar þvílíkt meira, þá krefst ég þess að við hættum þessari vitleysu að vera með hitavatns og rafmagsmæla í húsum, og rukka alla "venjulega" notendur á rafmagni og vatni það sama, því auðvitað eru stórir notendur í þessu landi sem notar meirihluta þessara auðlinda.

Það er skráð hvað allir bílar eru þungir, og alveg eins og bifreiðagjöld hafa alltaf verið, þá á sjálfsögðu að taka með í reikningin hvað bílar menga og hvað þeir eru þungir þegar það er verið að skattlegja þá.

Smábíll með 3cyl 1L vél og eyðir 5 lítrum á hundraði. Og er 850kg að þyngd. Á ekki að vera skattlagður það sama og risastór pallbíll, með V10 7L vél og eyðir 30 lítrum á hundraði, og er 3500kg að þyngd.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Sun 14. Júl 2024 22:07
af Minuz1
Henjo skrifaði:Þessi útreikningar er auðvitað enganveginn fullkomnir og eru oft reiknaðir pjúra frá þyngd, og ekki verið að horfa til þess að stórir fluttningabílar er oft á 20 eða fleiri stórum og breiðum dekkjum.

Ef rökin fyrir því að það eigi að rukka alla minni bíla jafnt því það eru stórir trukkar á götunum sem eyðileggja göturnar þvílíkt meira, þá krefst ég þess að við hættum þessari vitleysu að vera með hitavatns og rafmagsmæla í húsum, og rukka alla "venjulega" notendur á rafmagni og vatni það sama, því auðvitað eru stórir notendur í þessu landi sem notar meirihluta þessara auðlinda.

Það er skráð hvað allir bílar eru þungir, og alveg eins og bifreiðagjöld hafa alltaf verið, þá á sjálfsögðu að taka með í reikningin hvað bílar menga og hvað þeir eru þungir þegar það er verið að skattlegja þá.

Smábíll með 3cyl 1L vél og eyðir 5 lítrum á hundraði. Og er 850kg að þyngd. Á ekki að vera skattlagður það sama og risastór pallbíll, með V10 7L vél og eyðir 30 lítrum á hundraði, og er 3500kg að þyngd.


Ég held að mörg, stór og breið dekk munu dreifa álaginu betur og koma í veg fyrir slitið.

Ef það væru færri, mjórri dekk þá myndu þau búa til skurði (smá öfgar)

En ef þú horfir á slitið á malbikinu á höfuðborgarsvæðinu, þá sérðu að þetta er eftir fólksbíla.
Minn vörubíll amk passar ekki í neitt af þessum rákum, kannski að ég eyðileggi undirstöður vegsins þannig að fólkbílar eigi auðveldara með að búa til þessar rákir, en það væri líklegara að mínu mati að ég myndi búa til rákirnar sjálfur í næstu ferðum.

Vélarstærð og eyðsla á orkugjöfum kemur þessu ekkert við, ef þú ert með of stóra vél, eða óhagkvæma, þá borgar þú það í olíugjöld (sem eru hvað 70% af eldsneytisgjöldum)

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Sun 14. Júl 2024 23:46
af Henjo
Minuz1 skrifaði:
Henjo skrifaði:Þessi útreikningar er auðvitað enganveginn fullkomnir og eru oft reiknaðir pjúra frá þyngd, og ekki verið að horfa til þess að stórir fluttningabílar er oft á 20 eða fleiri stórum og breiðum dekkjum.

Ef rökin fyrir því að það eigi að rukka alla minni bíla jafnt því það eru stórir trukkar á götunum sem eyðileggja göturnar þvílíkt meira, þá krefst ég þess að við hættum þessari vitleysu að vera með hitavatns og rafmagsmæla í húsum, og rukka alla "venjulega" notendur á rafmagni og vatni það sama, því auðvitað eru stórir notendur í þessu landi sem notar meirihluta þessara auðlinda.

Það er skráð hvað allir bílar eru þungir, og alveg eins og bifreiðagjöld hafa alltaf verið, þá á sjálfsögðu að taka með í reikningin hvað bílar menga og hvað þeir eru þungir þegar það er verið að skattlegja þá.

Smábíll með 3cyl 1L vél og eyðir 5 lítrum á hundraði. Og er 850kg að þyngd. Á ekki að vera skattlagður það sama og risastór pallbíll, með V10 7L vél og eyðir 30 lítrum á hundraði, og er 3500kg að þyngd.


Ég held að mörg, stór og breið dekk munu dreifa álaginu betur og koma í veg fyrir slitið.

Ef það væru færri, mjórri dekk þá myndu þau búa til skurði (smá öfgar)

En ef þú horfir á slitið á malbikinu á höfuðborgarsvæðinu, þá sérðu að þetta er eftir fólksbíla.
Minn vörubíll amk passar ekki í neitt af þessum rákum, kannski að ég eyðileggi undirstöður vegsins þannig að fólkbílar eigi auðveldara með að búa til þessar rákir, en það væri líklegara að mínu mati að ég myndi búa til rákirnar sjálfur í næstu ferðum.

Vélarstærð og eyðsla á orkugjöfum kemur þessu ekkert við, ef þú ert með of stóra vél, eða óhagkvæma, þá borgar þú það í olíugjöld (sem eru hvað 70% af eldsneytisgjöldum)


Já það er það sem ég meina, stórir flutningabílar eru auðvitað mun þyngri, en það er ekki eins og þeir sitja á götunni á fjórum venjulegum fólksbíladekkjum. Síðan hvað vélarstærð og olíugjöld varðar:

Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda, sem nú eru greidd við kaup á jarðefnaeldsneyti. Áformað er að olíu- og bensíngjöld verði felld brott.

Re: Smábílaeigendur munu núna niðurgreiða risastóra jeppa

Sent: Mán 15. Júl 2024 05:24
af ABss
Breyttir jeppar dreifa þyngdinni einnig betur, það er ástæða þess að þeir drífa betur í snjó :⁠-⁠)