Síða 1 af 1
Heimahleðslustöðvar.
Sent: Þri 02. Júl 2024 06:02
af steinihjukki
Þekkið þið vaktarar heimahleðslustöðvar og hvað er ódýrast í td 22 kw stöðvum. Er með phev bíl og er ráðlagt að kaupa 22 kw stöð fyrir framtíðina. Bíllinn sjálfur tekur inn 7,4 kw.
Hvað ráðleggið þið?
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Þri 02. Júl 2024 07:46
af Kull
Teslu stöðina, ódýr og góð.
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Þri 02. Júl 2024 08:59
af Hallipalli
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Þri 02. Júl 2024 09:26
af Meso
Kull skrifaði:Teslu stöðina, ódýr og góð.
Tek undir með Teslu stöðina, gott verð á henni.
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Þri 02. Júl 2024 10:03
af R43kw0n
Ég var með Teslu stöð hún gat ekki hlaðið vissar tegundir af bílum.
Teslu var drullu sama (Tesla auðvitað numer 1-2-3 hjá þeim)
Fékk mér stöð frá Ísorku...enginn vandamál, þrisvar sinnum minni, miklu fallegri, 10000x betri þjónusta
Get ekki mælt meira með að taka hjá þeim
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Þri 02. Júl 2024 10:49
af Kull
R43kw0n skrifaði:Ég var með Teslu stöð hún gat ekki hlaðið vissar tegundir af bílum.
Teslu var drullu sama (Tesla auðvitað numer 1-2-3 hjá þeim)
Fékk mér stöð frá Ísorku...enginn vandamál, þrisvar sinnum minni, miklu fallegri, 10000x betri þjónusta
Get ekki mælt meira með að taka hjá þeim
Hvaða bíla gastu ekki hlaðið? Það eru allir í raðhúsalengjunni hjá mér með Teslu stöð og eru að hlaða alls konar bíla, bæði hybrid og rafmagns. Ég hef prófað á minni stöð BMW og Volvo hybrid ásamt Kia rafmagnsbíl, aldrei lent í vandræðum.
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Þri 02. Júl 2024 11:08
af Hausinn
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Þri 02. Júl 2024 11:58
af Tóti
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Þri 02. Júl 2024 13:15
af R43kw0n
Kull skrifaði:R43kw0n skrifaði:Ég var með Teslu stöð hún gat ekki hlaðið vissar tegundir af bílum.
Teslu var drullu sama (Tesla auðvitað numer 1-2-3 hjá þeim)
Fékk mér stöð frá Ísorku...enginn vandamál, þrisvar sinnum minni, miklu fallegri, 10000x betri þjónusta
Get ekki mælt meira með að taka hjá þeim
Hvaða bíla gastu ekki hlaðið? Það eru allir í raðhúsalengjunni hjá mér með Teslu stöð og eru að hlaða alls konar bíla, bæði hybrid og rafmagns. Ég hef prófað á minni stöð BMW og Volvo hybrid ásamt Kia rafmagnsbíl, aldrei lent í vandræðum.
Það voru 3 bílar sem virkuðu ekki hjá mér og Tesla sagði að það væri Firmware í bilnum en enginn framleiðandi kannaðist við það
MG ZE
Hyuindai Kona
BYD (man ekki hvað hann hét)
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Þri 02. Júl 2024 14:09
af Kull
R43kw0n skrifaði:
Það voru 3 bílar sem virkuðu ekki hjá mér og Tesla sagði að það væri Firmware í bilnum en enginn framleiðandi kannaðist við það
MG ZE
Hyuindai Kona
BYD (man ekki hvað hann hét)
Það er mjög sérstakt, þekki einmitt einn með MG bíl og Teslu stöð og svínvirkar hjá honum. Mögulega þurft að uppfæra stöðina eða hún ekki stillt á að hlaða alla bíla eða bara mögulega gölluð. Allavega eru allir í kringum mig ánægðir með Teslu stöðina.
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Þri 02. Júl 2024 21:02
af nidur
Tesla charger sem er Gen 3 á ekki að vera með vesen.
Ég fékk mér tesla stöð til að hlaða mg4.
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Mið 03. Júl 2024 10:52
af fedora1
Iskraft stöðin segir "Gangið úr skugga um að farartækið styðji dreifikerfið IT 3-fasa".
Er með e-Golf 2018 og google segir mér ekkert hvort hann styðji IT 3-fasa.
Veit einhver hvar ég gæti flett upp hvort einhver bíll styðji þetta ?
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Mið 03. Júl 2024 11:11
af beatmaster
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Mið 03. Júl 2024 12:24
af Predator
fedora1 skrifaði:Iskraft stöðin segir "Gangið úr skugga um að farartækið styðji dreifikerfið IT 3-fasa".
Er með e-Golf 2018 og google segir mér ekkert hvort hann styðji IT 3-fasa.
Veit einhver hvar ég gæti flett upp hvort einhver bíll styðji þetta ?
E-Golf er spes að því leitinu að hann er 2-fasa, eini bíllinn sem er svoleiðis held ég örugglega.
Re: Heimahleðslustöðvar.
Sent: Mið 03. Júl 2024 12:42
af Hallipalli
Predator skrifaði:fedora1 skrifaði:Iskraft stöðin segir "Gangið úr skugga um að farartækið styðji dreifikerfið IT 3-fasa".
Er með e-Golf 2018 og google segir mér ekkert hvort hann styðji IT 3-fasa.
Veit einhver hvar ég gæti flett upp hvort einhver bíll styðji þetta ?
E-Golf er spes að því leitinu að hann er 2-fasa, eini bíllinn sem er svoleiðis held ég örugglega.
Það er rétt E-Golf er að mig minnir 1x32 amper en kann líka draga 2x16 amper
Wallbox stöðin frá Ísorku nemur sjálkrafa hvort um sé að ræða TN/TT eða IT kerfi