Síða 1 af 1

Flytja inn vél frá USA

Sent: Mið 05. Jún 2024 12:58
af sigurgeir5
Vita menn hvað það gæti kostað sirka að flytja inn vél úr subaru og smá fleira frá bandaríkjonum? Pakkin væri örruglega um 200-200kg+

Re: Flytja inn vél frá USA

Sent: Mið 05. Jún 2024 13:04
af kjartanbj
Afhverju frá Bandaríkjunum? hefði haldið að það væri mun ódýrara að flytja inn vél frá Evrópu.

Re: Flytja inn vél frá USA

Sent: Mið 05. Jún 2024 13:16
af sigurgeir5
Juu evropa væri natturulega betra, er bara að skoða fyrirtæki sem er að selja notaðar velar og driflínu sem er i bandarikjunum

Re: Flytja inn vél frá USA

Sent: Mið 05. Jún 2024 13:59
af kjartanbj
Passaðu þig bara á því að þú gætir þurft rafkerfi líka og svona eða færa yfir dót af gömlu vélinni , Ameríku dótið er aðeins öðruvísi í Subaru minnir mig

Re: Flytja inn vél frá USA

Sent: Mið 05. Jún 2024 16:22
af demaNtur
Best er að hringja í Eimskip/Samskip eða aðra flutningsaðila og biðja um verðtilboð frá þeim.

Re: Flytja inn vél frá USA

Sent: Mið 05. Jún 2024 17:19
af TheAdder
Er ekki reiknivél á shopusa.is?

Re: Flytja inn vél frá USA

Sent: Mið 05. Jún 2024 20:38
af appel
Getur líka athugað með flugflutning, ætti kannski að komast í flug. Jónar Transport er flutningafyrirtæki sem sérhæfir sig í svona flutningum.

Re: Flytja inn vél frá USA

Sent: Fim 06. Jún 2024 00:09
af CendenZ
Þú hefur samband við Eimskip í Portland maine, þeir eru með safngám fyrir rúmmálsfreka og þunga hluti.

Re: Flytja inn vél frá USA

Sent: Fim 06. Jún 2024 13:11
af G3ML1NGZ
CendenZ skrifaði:Þú hefur samband við Eimskip í Portland maine, þeir eru með safngám fyrir rúmmálsfreka og þunga hluti.

gott info að vita, takk

Re: Flytja inn vél frá USA

Sent: Fim 06. Jún 2024 14:59
af dadik
CendenZ skrifaði:Þú hefur samband við Eimskip í Portland maine, þeir eru með safngám fyrir rúmmálsfreka og þunga hluti.


Ég skráði mig inn sérstaklega til að up-vota þetta komment :megasmile

Re: Flytja inn vél frá USA

Sent: Mið 12. Jún 2024 12:32
af Henjo
Passaðu bara að þú ert að panta frá góðum og traustum aðila, og að vélin sé í lagi. Carwizard á youtube gerði nýlega video hvað það er orðið erfitt að fá notaðar vélar sem eru í lagi, oft verið að senda ónýtt dót og leiðilegt að vera senda slíkt alla leið til Íslands.