Takk fyrir svörin!!
KaldiBoi skrifaði:...Að öllu gamni slepptu þá sett ég alltaf einn svona brúsa á minn eftir hverja smurningu ásamt flestum bifvélavirkjum sem ég þekki.
Er ekki frekar mikið að setja heilan brúsa í einu? Það stendur á þessu að hver brúsi sé á fjóra tanka. Þetta eru þá 16 tankar.
T-bone skrifaði:Ég vann lokaverkefni við Vélskóla Íslands og tók fyrir íblöndunarefni í eldsneyti og smurolíur.
Stutta svarið er: Já, þetta virkar. En ef þú tekur olíu í Costco þá gerir þetta aðeins minna, því að í eldsneytinu hjá Costco eru viss íblöndunarefni, svosem spíssahreinsir og fleira, til þess að þeir geti brandað þetta sem Kirkland Signature eldsneyti.
En þetta kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir viðhald, bara svo það sé á hreinu
Langa svarið er getur verið rosalega langt. Lokaverkefnið var eitthvað um eða yfir 100 blaðsíður, svo þið getið ímyndað ykkur.
Okay, ég nota þetta þá. Reyndi sem oftast að taka dísel hjá Coscto bæði þar sem það er ódýara og líka þar sem mér fannst ég finna mun á eyðslunni (kannski plasebo veit ekki)...
En nú er dóttir mín aðalega að keyra bílinn og tekur oftast olíu hjá Orkunni í Suðurfelli, þannig að ég ætti þá bara að láta vaða og skella 1/4 af flösku eftir hverja áfyllingu.
Veit að þetta kemur ekki veg fyrir viðhald en ég skipti um smurolíusíu og olíu á svona 12k -15k fresti og dísel síu á svona 30k - 45k fresti.
Gott að fá þessi svör, fór að hugsa eftirá hvað ef þetta losar um sót eða annan skít sem safnast svo annarsstaðar og veldur vandræðum.
Ef eftir svörin frá ykkur þá læt ég vaða!