Einhver bílafróður til í að hjálpa einum sem veit lítið?
Sent: Mán 19. Feb 2024 19:07
Góðan daginn,
Ég er nýlega orðinn eigandi bíls og fékk þann heiður að fá að fara með bíl í skoðun í fyrsta skipti nú fyrir stuttu.
Bíllinn fékk athugasemdina "Hemlaskálar og hemladiskar - slit" og maðurinn á verkstæðinu sagði önnur bremsan að aftan hafi hitnað og ollið sliti öðru megin, og því þurfi að skipta um báðu megin til að bremsurnar séu jafnar.
Hann minntist líka á að skoða bremsudæluna þeim megin sem bremsan hitnaði þar sem hún gæti verið orðin léleg.
Getur einhver fróður um bíla útskýrt fyrir mér hvað það þýði að bremsan hitni og afhverju það veldur sliti?
Einnig er ég ekki alveg að skilja hvað er slitið, ég geri ráð fyrir að hemladiskur sé bremsudiskurinn en ég hef aldrei heyrt talað um hemlaskál áður, hvað er það?
Á ég að reikna með að viðgerðinn muni kosta mjög mikið af það þarf að skipta um diska, skálar, klossa og aðra dæluna?
Bestu þakkir frá einum týndum!
Ég er nýlega orðinn eigandi bíls og fékk þann heiður að fá að fara með bíl í skoðun í fyrsta skipti nú fyrir stuttu.
Bíllinn fékk athugasemdina "Hemlaskálar og hemladiskar - slit" og maðurinn á verkstæðinu sagði önnur bremsan að aftan hafi hitnað og ollið sliti öðru megin, og því þurfi að skipta um báðu megin til að bremsurnar séu jafnar.
Hann minntist líka á að skoða bremsudæluna þeim megin sem bremsan hitnaði þar sem hún gæti verið orðin léleg.
Getur einhver fróður um bíla útskýrt fyrir mér hvað það þýði að bremsan hitni og afhverju það veldur sliti?
Einnig er ég ekki alveg að skilja hvað er slitið, ég geri ráð fyrir að hemladiskur sé bremsudiskurinn en ég hef aldrei heyrt talað um hemlaskál áður, hvað er það?
Á ég að reikna með að viðgerðinn muni kosta mjög mikið af það þarf að skipta um diska, skálar, klossa og aðra dæluna?
Bestu þakkir frá einum týndum!