Síða 1 af 1

Ný heilsársdekk

Sent: Mán 12. Feb 2024 22:56
af kornelius
Sælir allir bíla nördar :)

Þar sem ég hef lítið vit á bílum yfirleitt og þ.a.l. dekkjum þá er ég með smá spurningu hér til þeirra sem hafa vit og eða reynslu:
Hvaða tegund af eftirfarandi heilsárs dekkjum mynduð þið treysta best af þessum?
þau eru öll á svipuðu verði.

225x65x17

EVERGREEN I5
TRIANGLE SNOWLINK PL01
WINTERCLAW EXTREME GRIP

Fást öll hér https://www.dekkjahollin.is/is/leit?q=V ... B%5D=store

K.

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Mán 12. Feb 2024 23:00
af orn
Þekki ekki þessi merki. En FYI þá eru þetta allt vetrardekk (sem er gott) en ekki heilsársdekk. Það er mikill munur þar á. Margir kalla (eins og þú) ónegld vetrardekk heilsársdekk.

Ég hef annars rosalega góða reynslu af "Nordic" útfærslum af dekkjum. Bestu dekk sem ég hef keyrt á eru Nokian Hakkapiletta R5

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Mán 12. Feb 2024 23:07
af kornelius
orn skrifaði:Þekki ekki þessi merki. En FYI þá eru þetta allt vetrardekk (sem er gott) en ekki heilsársdekk. Það er mikill munur þar á. Margir kalla (eins og þú) ónegld vetrardekk heilsársdekk.

Ég hef annars rosalega góða reynslu af "Nordic" útfærslum af dekkjum. Bestu dekk sem ég hef keyrt á eru Nokian Hakkapiletta R5


Gott mál, vissi það ekki, en síðan bíður ekki upp á að gera greinarmun heldur er vetrardekk heilsársdekk undir sama hatti sem þú getur séð ef þú ferð á forsíðu og byrjar nýja leit.

K.

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Mán 12. Feb 2024 23:19
af orn
Já flokkunin hjá þeim er þannig. Sérð þó í lýsingu hvort um heilsárs eða vetrardekk sé að ræða.

Myndi reyna að finna umsagnir um dekkin. Það er lygilega mikill munur á dekkjum við erfið skilyrði.

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Mán 12. Feb 2024 23:31
af einarhr
Mæli með þessum, reyndust mér vel

https://www.dekkjahollin.is/is/vorur/de ... -pl01/3608

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Mán 12. Feb 2024 23:34
af Maggibmovie
You get what you pay for í svona dekkjadóti

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Þri 13. Feb 2024 07:11
af ColdIce

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Þri 13. Feb 2024 10:58
af Moldvarpan
Persónulega myndi ég mæla með sumardekkjum og vetrardekkjum.

Keyri um á nokian dekkjum, mæli með þeim.

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Þri 13. Feb 2024 11:56
af Meso
Mín skoðun er sú að það á ekki að spara í dekkjum, ég tek undir meðmæli með Nokian.
Er sjálfur á ónegldum Hakkapelitta R3 og er mjög sáttur í snjónum fyrir norðan.

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Mið 14. Feb 2024 16:41
af Sinnumtveir
Hér sé ég enn og aftur fullyrðingu um að í dekkjum fái maður það sem maður borgar fyrir og að maður á ekki að spara í dekkjum.

Tja, ... í mínu tilfelli er reynslan sú að allra, allra ömurlegustu vetrardekk sem ég hef verið
með voru frægt merki (Michelin eða Pirelli, man ekki í svipinn hvort). Þau dekk voru sennilega
framleidd áður en upp komst um svindl "frægra" dekkjaframleiðenda sem var í ætt við svik
Volkswagen á mengunarmælingum. Svindl fínu dekkjamerkjanna fólst í að senda bílablaðamönnum
sérsmíðuð dekk til prófanna sem væru þau það sem almenningi væri selt.

Ég myndi óhikað kaupa þessi ódýru dekk sem þú biður okkur um álit á. Ekki spurning. Það er
núll ástæða til að spandera 10 - 25 þúsund meira per dekk með því að fara í frægt merk.

Þetta eru ekki mín fimm sent í umræðuna, heldur mín 40 - 100 þúsund.

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Mið 14. Feb 2024 18:23
af kornelius
Endaði á að kaupa þessi dekk https://dekkjasalan.is/product/225-65-17haihd687/

92k dekkin og 12k umfelgun og jafnvægisstilling = 104 þúsund krónur.

Takk fyrir öll svörin frá ykkur.

K.

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Mán 19. Feb 2024 00:00
af Prentarakallinn
kornelius skrifaði:Sælir allir bíla nördar :)

Þar sem ég hef lítið vit á bílum yfirleitt og þ.a.l. dekkjum þá er ég með smá spurningu hér til þeirra sem hafa vit og eða reynslu:
Hvaða tegund af eftirfarandi heilsárs dekkjum mynduð þið treysta best af þessum?
þau eru öll á svipuðu verði.

225x65x17

EVERGREEN I5
TRIANGLE SNOWLINK PL01
WINTERCLAW EXTREME GRIP

Fást öll hér https://www.dekkjahollin.is/is/leit?q=V ... B%5D=store

K.


Frekar kaupa notuð dekk frá gæða framleiðendum ef þetta er budget, myndi ekki setja þetta undir hjá mínum versta óvini. Mæli sterklega með Nokian

Ef þér vantar budget dekk farðu frekar í Sava, Hankook, Nexen eða Laufenn

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Mán 19. Feb 2024 08:25
af Prentarakallinn
ColdIce skrifaði:https://www.max1.is/is/dekk/folksbiladekk-til-solu/folksbiladekk-heilsars/nokian-snopwproof-2/1853


Tek undir þetta, Nokian Snowproof eru mjög líklega bestu heilsársdekk sem hægt er að fá fyrir íslenskar aðstæður

Re: Ný heilsársdekk

Sent: Mán 19. Feb 2024 09:31
af rapport
Ég kaupi alltaf microskorin vetrardekk með svipuðu munstri og WinterClaw extreme grip og pæli lítið í brandinu, held ég hafi keypt þessi undir minn, ef Nesdekk eru að selja þetta sama brand.

Hef svo bara heyrt að maður eigi að forðast þau allra dýrustu og allra ódýrustu.

Bestu sumardekk sem ég hef átt voru Continental dekk og undir þungum amerískum fleka, algjör draumur.