Grafín eða ceramic á bílinn

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
Tóti
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 374
Skráði sig: Fös 04. Jún 2004 23:52
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Grafín eða ceramic á bílinn

Pósturaf Tóti » Fim 18. Jan 2024 17:51

Er að spá að fara með bílinn í þessa bónmeðferð annaðhvort grafín eða ceramic.
Hvaða álit hafið þið á þessu ? Ef þið hafið einhverja reynslu. Hvort er betra?



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Grafín eða ceramic á bílinn

Pósturaf jonsig » Fim 18. Jan 2024 18:06

Mesti plúsinn er örugglega mössunin sjálf og útlitslega krítísk.

Minnir að ég hafi lesið að grafín ætti erfiðara með salt. En þetta internet er alveg.. getur alveg eins reynt að googla bestu vélarolíuna.




Maggibmovie
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Grafín eða ceramic á bílinn

Pósturaf Maggibmovie » Fös 19. Jan 2024 00:44

Þetta er allt same shit different overprice


Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |


orn
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Grafín eða ceramic á bílinn

Pósturaf orn » Fös 19. Jan 2024 12:47

Mín niðurstaða var að þetta er nægilega líkt að það skipti ekki máli.

Ef þú þrífur ekki bílinn sjálfur og lætur þrífa hann, sparaðu þá peninginn.

Ef þú þrífur sjálfur gerir þetta þrifin talsvert léttari og fljótlegri.

Að kalla þetta "vörn" er misvísandi nema gegn drullu. En finnst minna um slíka markaðssetningu núna.



Skjámynd

RassiPrump
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 22. Jan 2017 03:42
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Grafín eða ceramic á bílinn

Pósturaf RassiPrump » Lau 20. Jan 2024 13:34

Fáðu þér dollu af Fusso 12 months bóninu hjá Classic detail eða Verkfæralagernum, kostar 3 til 4þ dollan, dugar á 15 til 20 bíla hver dolla ef þú notar rétt magn af bóni og endist og endist og endist í ógeðinu hérna á Íslandi.


CPU: Intel Core i7 6700 @ 3.4Ghz MB: Gigabyte Z170X Gaming 5 GPU: Gigabyte GTX1070 G1 Gaming RAM: Corsair Vengeance LPX 4x8GB 3200Mhz CPU Cooler: Cooler Master Hyper T4 PSU: Phanteks Revolt Pro 850W Case: NZXT H440W Silent


Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 985
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Grafín eða ceramic á bílinn

Pósturaf Hlynzi » Sun 21. Jan 2024 11:15

Hef ekki stúderað hvort það sé mikill munur á þessum tveim efnum (nema bara að nafninu til) - allar þær "detailing" rásir á youtube og flest sem ég heyri talað um er ceramic húðun. (en hef heyrt þetta grafín meira sem vörumerki en aðra vöru)

Dýrasti parturinn liggur í því að massa bílinn áður en ceramic húðin er sett á, það er alveg hrikalega tímafrekt ef gert er almennilega, en hann verður rispulaus í sól og glansar eins mikið og hægt er. Sem dæmi tekur svona 3 klst. lágmark að þrífa bíl undir mössun (tjöruhreinsa, þvottahanska og sápu og síðan þrífa tjörubletti af eftir þurrkun og fara síðan yfir hann með leir), mössunin sjálf er yfirleitt 3-10 tímar og stundum meira...svo það fer leikandi dagurinn í það. Oftast er mjög fljótlegt að setja ceramic húðina á.

Ég setti svona á bíl hjá mér (eftir mössun) frá Gtechniq (C2 + EXO v3) , þetta var að endast í ca. 1 ár og bíllinn aldrei geymdur inni (umbúðir segja "allt að 4 ár") , en maður þyrfti að setja EXO (top coat sem býr til vatnsfráhrindandi áhrifin) árlega á bílinn og þá ætti hann að vera alltaf eins og nýbónaður.


Hlynur