Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
LHI
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fim 14. Des 2023 19:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf LHI » Fim 14. Des 2023 19:46

Hæhæ,

Ég á Hyundai i10, 2014 módel sem var að bila/gefa upp öndina

Ég var að keyra þegar allt í einu heyrist einhvers konar skrölt hljóð í vélinni og ég sé eitthvað detta undan bílnum (skýst í burtu og sé ekki hvað það var). Eftir það byrjar reykur að koma úr púströrinu (eða fyrir aftan bílinn) og vélarljósið blikkar gult. Ég keyri bílinn út í kant og rétt áður hægist mikið á bílnum, eins og hann geti ekki keyrt lengra. Þegar ég var stopp og slökti á bílnum þá var ekki hægt að starta hann aftur. Þá hafði bæst við ljós í mælaborði, svokallað "immobilizer indicator light" eða gult merki af bíl með lykil í miðju.

Bíllinn var dreginn og þar voru teknar myndir ef þeir gætu séð í fljótu bragði hvað væri að. Þar sást gat í velinni og þeir héldu kannski að það væri "piston" sem hefði dottið undan bílnum en voru ekki vissir.

Er einhver snillingur sem getur sagt mér hvað þetta gæti verið sem datt undan bílnum, eða hvað gerðist?

Ég set myndirnar í viðhengi sem mér voru sentar frá þeim sem drógu bílinn

P.S. Ég var a keyra á Reykjanesbraut svo það var ekki í boði að stoppa bílinn og athuga hvað datt, þar sem það skaust lengst í burtu og margir bílar á fleygiferð.
Viðhengi
IMG-20231214-WA0003.jpg
IMG-20231214-WA0003.jpg (125.51 KiB) Skoðað 7070 sinnum
IMG-20231214-WA0005.jpg
IMG-20231214-WA0005.jpg (154.21 KiB) Skoðað 7070 sinnum
IMG-20231214-WA0004.jpg
IMG-20231214-WA0004.jpg (99.62 KiB) Skoðað 7070 sinnum
IMG-20231214-WA0006.jpg
IMG-20231214-WA0006.jpg (141.05 KiB) Skoðað 7070 sinnum
IMG-20231214-WA0001.jpg
IMG-20231214-WA0001.jpg (105.87 KiB) Skoðað 7070 sinnum
IMG-20231214-WA0002.jpg
IMG-20231214-WA0002.jpg (117.62 KiB) Skoðað 7070 sinnum



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf Danni V8 » Fim 14. Des 2023 20:14

Erfitt að sjá út frá þessum myndum nákvæmlega hvað klikkaði, en ljóst er að stimpill eða stimpilstöng (eða bæði) hefur brotnað og brotið vélarblokkina.

Það sem hefur brotnað undan hefur verið amk brotið úr blokkinni, mögulega einhverjir hlutar af stimpli og stimpilstöng líka.

Sama hvað það var sem brotnaði, þá er vélin ónýt og óviðgerðarhæf, það þarf að skipta um hana ef það svarar kostnaði.

Lang algengasta útskýringin á svona er tap á smurþrýstingi. Útskýringar á því geta verið ótalmargar.
Eitthvað klikkað innvortis í olíudælu
Of lágt olíumagn á vél (t.d. vegna olíubruna eða leka)
Léleg olía, olíusía eða of langt á milli smurninga

En svona bilun gerist mjög sjaldan skyndilega. Oftast eru mikil óhljóð búin að vera í vélinni í langan tíma áður en þetta fer svona, eða viðvörunarljós búin að loga í mælaborði.
Tvennt sem getur valdið því að þetta fer svona alveg skyndilega og án viðvaranna er galli við samsetningu (ólíklegt að það komi í ljós 9 árum eftir framleiðslu) eða skyndilegur missir á olíuþrýstingi. Í því tilfelli kemur samt rautt ljós einhverjum mínútum áður en þetta fer svona.
Annað sem getur valdið svona er ef keyrt er í stóran poll þannig að vélin dregur inná sig vatn sem hún nær ekki að þjappa sem endar með því að stimpilstöng/stangir bogna eða brotna með þessum afleiðingum, en það þarf að vera verulega djúpt vatn, sem nær upp að hurðum ca.

Eina leiðin til að vita nákvæmlega hvað klikkaði er að taka vélina úr og í sundur, en það borgar sig ekki að eyða tíma í þessa vél, bara fá aðra ef það á að laga bílinn.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Maggibmovie
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 02. Des 2020 12:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf Maggibmovie » Fim 14. Des 2023 20:36

Það sem hann sagði


Lian-Li O11 Evo XL | Asus ROG Maximus z790 Apex Encore | Intel i9-14900KS | Direct die kæling m/420mm rad | G-skill Trident Z5 48GB 8200 | Samsung 990 Pro 4tb | Palit RTX4090 GameRock OC 24GB | BeQuiet Darkpower Pro 1600w | Samsung Odyssey G9 240hz |

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf jonsig » Fim 14. Des 2023 20:57

Er ekki hægt að kenna bullustöng um þetta, stimpilkollurinn fylgir vanalega með á leiðinni úr vélinni.
Það er alveg hægt að gera svona með að keyra í poll og fá vatn í strokkinn. En ástæðan er kannski bara kóresk vél.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf Henjo » Fim 14. Des 2023 21:30

Uppá forvitnina, hvað er hann keyrður?




frjáls
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Fös 03. Feb 2023 16:49
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf frjáls » Fös 15. Des 2023 20:43

Það er umræða á netinu um gallaðar Hyundai vélar, og lögsóknir sem hafa verið í gangi í USA. https://www.thetruthaboutcars.com/cars/ ... s-44497118



Skjámynd

Atvagl
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Lau 11. Jan 2014 19:51
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf Atvagl » Fös 15. Des 2023 22:47

frjáls skrifaði:Það er umræða á netinu um gallaðar Hyundai vélar, og lögsóknir sem hafa verið í gangi í USA. https://www.thetruthaboutcars.com/cars/ ... s-44497118


Hyundai i20 2014 dollan mín var innkölluð 2018 og sett glæný vél í; frítt og möglunarlaust.

Raunar svo frítt að bílasalan sem sótti bílinn í umboðið (fyrri eigandi hafði látið bílinn upp í á móti öðrum dýrari) vissi ekki einu sinni að það hefði verið sett glæný vél í bílinn.

Ég gerði kostakaup þarna og keypti bíl keyrðan 60.000 km með vél sem var keyrð undir 1.000 km.


|| Ryzen 7 7800X3D - NH-D15 - 32GB (2x16) DDR5 6000 CL30 - Gigabyte B650 AORUS ELITE AX
|| RTX 3080 ASUS TUF - 1TB Samsung 970 M.2 SSD - PSU Corsair RM1000x
|| Fractal Design Define 7 Compact
|| 2x Asus ROG VG27AQ

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf appel » Fös 15. Des 2023 23:49

Maður smá hissa og forviða, að svona nýlegir bílar séu að gefa upp öndina. Ég er enn á minni 1999 toyotu avensis sem ég keypti nýja, og keyrir enn.
Held að þetta tengist þessu mengunarátaki, að láta bíla losa minna co2, að minnka vélina, sem olli því að meira álag er á vélinni sem veldur svona vandræðum. Reyndar hafa vélar í "combustion engine" bifreiðum stækkað einmitt til að tækla þetta vandamál.
Ég velti fyrir mér hvað þessa mengun, útblástur, varðar, er það virkilega þess virði að láta þig kaupa bíl á 5 ára fresti vs 25 ára fresti? Hve er útblásturinn við að framleiða 5x fleiri bifreiðar? Bílaframleiðendur og yfirvöld ættu að leita frekar leiða til að láta bíla endast lengur frekar en að neyða fólk að endurnýja bíla svona ört.


*-*

Skjámynd

Prentarakallinn
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 322
Skráði sig: Mið 01. Jún 2011 13:22
Reputation: 21
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf Prentarakallinn » Lau 16. Des 2023 09:06

Ekki oft sem svona gerist skindilega, nr1. er unglingur á heimilinu sem fær að keyra bílinn? gæti þá verið að sá sé eitthvað að þenja hann. Nr 2 ert þú fyrsti eigandi? ef ekki gæti þetta verið að fyrri eigandi hafi farið illa með / ekki sinnt viðhaldi eða þetta gæti hafa verið bílaleigubíll. Ef hvortugt á við og þú hefur sinnt viðhaldi og ekkert óhljóð fyrir þá er þetta bara once in a million óheppni.


TV: LG G4 | Soundbar: LG SNY7
Ryzen 5 2600X | GTX 1070 | Corsair Vengeance 16GB

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf Danni V8 » Lau 16. Des 2023 09:26

appel skrifaði:Maður smá hissa og forviða, að svona nýlegir bílar séu að gefa upp öndina. Ég er enn á minni 1999 toyotu avensis sem ég keypti nýja, og keyrir enn.
Held að þetta tengist þessu mengunarátaki, að láta bíla losa minna co2, að minnka vélina, sem olli því að meira álag er á vélinni sem veldur svona vandræðum. Reyndar hafa vélar í "combustion engine" bifreiðum stækkað einmitt til að tækla þetta vandamál.
Ég velti fyrir mér hvað þessa mengun, útblástur, varðar, er það virkilega þess virði að láta þig kaupa bíl á 5 ára fresti vs 25 ára fresti? Hve er útblásturinn við að framleiða 5x fleiri bifreiðar? Bílaframleiðendur og yfirvöld ættu að leita frekar leiða til að láta bíla endast lengur frekar en að neyða fólk að endurnýja bíla svona ört.

Þetta er samblandi að hertari mengunarviðmiðum og framlengingu á þjónustumillibili.

T.d. er enginn bíll sem hefur verið seldur síðan 2010 með minna en 15þús km (eða 1 ár) þjónustubil mælt með frá framleiðanda.

Kæmi mér ekki á óvart að 1999 Avensis sé með 7500km eða jafnvel 5000km. Ef það væri skipt svo ört á nýjum og nýlegum bílum í dag myndu þeir líka keyra endalaust áfram. En svo eru það ekkert heilagir bílar heldur. Félagi minn átti svoleiðis bíl kringum 2005 þá ekinn ca 60 þúsund þegar vélin stimplaði sig út.

Ég persónulega skipti á 7500km fresti á mínum bílum. Keypti 2008 bíl sem hafði farið eftir meðmælum framleiðanda, sem var 30þ km fresti eða 2 ár, og sú vél þurfti tímakeðju í 80.000km og hrundi endanlega í 140.000km. Er að gera upp vél í hann núna sem fær 7500km fresti þjónustumillibil.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf GuðjónR » Lau 16. Des 2023 11:04

Danni V8 skrifaði:Þetta er samblandi að hertari mengunarviðmiðum og framlengingu á þjónustumillibili.

T.d. er enginn bíll sem hefur verið seldur síðan 2010 með minna en 15þús km (eða 1 ár) þjónustubil mælt með.

Ég persónulega skipti á 7500km fresti á mínum bílum.

Águgaverðir punktar, man eftir því í denn (fyrir aldarmót) að fara með bílinn í smurningu á 3000km fresti sem stundum var annan hvern mánuð. Svo kom Skódi 2015 og þá allt í einu 15000km eða árlega.
Eru 15000km kannski allt of mikið? Færi kannski betur með vélina að miða við 7500-10000? Ekki allur kostnaðurinn að gera þetta sjálfur, hágæða olía og sía 7-8k.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf Danni V8 » Lau 16. Des 2023 12:09

GuðjónR skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Þetta er samblandi að hertari mengunarviðmiðum og framlengingu á þjónustumillibili.

T.d. er enginn bíll sem hefur verið seldur síðan 2010 með minna en 15þús km (eða 1 ár) þjónustubil mælt með.

Ég persónulega skipti á 7500km fresti á mínum bílum.

Águgaverðir punktar, man eftir því í denn (fyrir aldarmót) að fara með bílinn í smurningu á 3000km fresti sem stundum var annan hvern mánuð. Svo kom Skódi 2015 og þá allt í einu 15000km eða árlega.
Eru 15000km kannski allt of mikið? Færi kannski betur með vélina að miða við 7500-10000? Ekki allur kostnaðurinn að gera þetta sjálfur, hágæða olía og sía 7-8k.


Nútíma fully synthetic olíur sem standast alla þessa longlife staðla þola mikið betur lengra þjónustumillibil, en síurnar hinsvegar þola það ekki alltaf. Ég myndi aldrei fara í annað en OEM síur. Þær kosta ekki mikið. Það er hægt að kaupa hvaða síur sem er og fá meðmæli (oftast frá sölumönnum eða vinum sem voru heilaþvegnir af sölumönnum) sem segja að þær séu alveg jafn góðar og original, en færð ekki neinstaðar vöru sem ábyrgist að vera nógu góð fyrir vélina nema frá framleiðanda. Ég hef ekki séð mikið af bílum með 15þús eða 1 ár millibil lenda reglulega í stórum bilunum og tel það vera alveg nóg, en ég smyr mína á 7500km fresti bara vegna notkuninni á bílnum (keyrir 95% mjög stuttar vegalengdir) og svo er það svo ódýrt "peace of mind" fyrir mig þar sem ég geri þetta allt sjálfur og verandi í bransanum fæ ég góðan afslátt af olíu og síu.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

KaldiBoi
Ofur-Nörd
Póstar: 226
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Reputation: 30
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf KaldiBoi » Lau 16. Des 2023 13:24

Danni V8 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Danni V8 skrifaði:Þetta er samblandi að hertari mengunarviðmiðum og framlengingu á þjónustumillibili.

T.d. er enginn bíll sem hefur verið seldur síðan 2010 með minna en 15þús km (eða 1 ár) þjónustubil mælt með.

Ég persónulega skipti á 7500km fresti á mínum bílum.

Águgaverðir punktar, man eftir því í denn (fyrir aldarmót) að fara með bílinn í smurningu á 3000km fresti sem stundum var annan hvern mánuð. Svo kom Skódi 2015 og þá allt í einu 15000km eða árlega.
Eru 15000km kannski allt of mikið? Færi kannski betur með vélina að miða við 7500-10000? Ekki allur kostnaðurinn að gera þetta sjálfur, hágæða olía og sía 7-8k.


Nútíma fully synthetic olíur sem standast alla þessa longlife staðla þola mikið betur lengra þjónustumillibil, en síurnar hinsvegar þola það ekki alltaf. Ég myndi aldrei fara í annað en OEM síur. Þær kosta ekki mikið. Það er hægt að kaupa hvaða síur sem er og fá meðmæli (oftast frá sölumönnum eða vinum sem voru heilaþvegnir af sölumönnum) sem segja að þær séu alveg jafn góðar og original, en færð ekki neinstaðar vöru sem ábyrgist að vera nógu góð fyrir vélina nema frá framleiðanda. Ég hef ekki séð mikið af bílum með 15þús eða 1 ár millibil lenda reglulega í stórum bilunum og tel það vera alveg nóg, en ég smyr mína á 7500km fresti bara vegna notkuninni á bílnum (keyrir 95% mjög stuttar vegalengdir) og svo er það svo ódýrt "peace of mind" fyrir mig þar sem ég geri þetta allt sjálfur og verandi í bransanum fæ ég góðan afslátt af olíu og síu.


Gæti ekki ýtt meira undir þetta!
Tímareim/keðjur, rollerar, vatnsdælur og síur.
Fer fyrst í heimsókn til þeirra fyrir þessa hluti og fleiri.
Varðandi smurninguna þá er það max 8000km á mína bíla.
Danni veit hvað hann syngur :-"




SolviKarlsson
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Fös 30. Ágú 2013 20:23
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf SolviKarlsson » Lau 16. Des 2023 16:52

Enn ein áminningin að fara varlega þegar maður ýtir á “eject” takkann


No bullshit hljóðkall

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf jonsig » Lau 16. Des 2023 18:21

Danni V8 skrifaði:Nútíma fully synthetic olíur sem standast alla þessa longlife staðla þola mikið betur lengra þjónustumillibil, en síurnar hinsvegar þola það ekki alltaf. Ég myndi aldrei fara í annað en OEM síur. Þþ


Held mig við bosch/ mann filter, bara sé ekki hvernig það getur klikkað. Þetta er standardinn.
Bílaframleiðandinn framleiðir þetta ekkert sjálfir

Vandamálið við löng smurskipti eru óhreinindi undir 20micron sem sleppur gegnum flest af þessum filterum og valda megninu af slitinu ef ég man rétt.
Þess vegna eru smurskipti hjá mér aldrei seinna en 7500km. Þó manual á bílnum segi 15.000km

Ég kaupi bara ódýrustu olíuna sem hefur 504/507 vottun VW. ein af þessum stífari vottunum sem finnast.

Með afslætti 3950kr/5L 5w30 og bosch filter á 1300kr.
Keypti lifetime supply af kopar pakningum fyrir 3000kr fyrir mörgum árum.

Gamla súkkan að nálgast 200þ og brennir ekki dropa af olíu milli skipta.
Tekur 20mín með bílatjakk og öryggis búkka.
Síðast breytt af jonsig á Lau 16. Des 2023 18:22, breytt samtals 1 sinni.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf Sinnumtveir » Lau 16. Des 2023 21:15

frjáls skrifaði:Það er umræða á netinu um gallaðar Hyundai vélar, og lögsóknir sem hafa verið í gangi í USA. https://www.thetruthaboutcars.com/cars/ ... s-44497118


Ég segi nú bara vá!!!! Þvílíkar hryllingssögur, dæmalaust klúður hjá Hyundai / Kia. Mér sýnist af myndunum að i10 bilunin geti passað við lýsingarnar þarna. Hvort sú er raunin, veit mar ekki. Eru þekkt dæmi um að framleiðsla á i10 vélum árin ~ 2013 - 2015 hafi verið klúðrað með svipuðum hætti hjá Hyundai?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf chaplin » Sun 17. Des 2023 14:13

Fyrir ári sá ég á bland og Bilasolur.is örugglega 20-30 Hyundai i10, eknir uþb 80-120þkm allir með ónýta vélar. Verðið á þeim var um 50-100þkr. Greinilega eitthvað ekki í lagi með þessar 1000cc vélar.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 687
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 245
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf Henjo » Sun 17. Des 2023 16:45

Ég var í bílakaupum fyrir uþb ári síðan, og skoðaði daglega allt nýtt á bílasölur og bland. kannaðist ekki við marga bilaða I10 bíla til sölu, en helling af i10 keyrðar 150-250þús í fínu lagi. Endaði á að kaupa mér 2017 i10 bíll keyrðan uþb 100þús eftir mikla rannsóknarvinnu þar sem niðurstaðan var að þetta væru almennt góðir bílar.

Ekki gleyma síðan að Picanto er nánst sami bíll og I10, þannig ef rétt er að það er galli í þessum bílum þá er fínt að nefna þá líka.

Allir bílaframleiðendur hafa framleitt vélar sem kemur síðan í ljós hafa verið gallaðar. Það er auðvelt að benda á 20 ára gamlan bíll og nefna að nýjir bílar séu ekki framleiddir eins og þessi. En þetta er auðvitað survival bias.

Það er líka auðvelt að benda á hluti eins og mengunarstaðla og kenna því um allt, ekkert nýtt þar. Það var E10 í fyrra. það var blýlesi í gamla daga, eða háþrýsti nútíma bensínskerfi sem tók við af gömlu blöndungum. Eða að vélar hafa minnkað og séu drifnar fjorþjöppu, sem ætti að valda meira álagi á mótorinn. Held samt að það sé ekki vandamálið hérna þar sem 65 hestöfl er ekki mikið að spyrja úr eins lítra mótor.

Það að Hyundai kúkaði á sig og voru með ákveðnar vélar á ákveðnur árum sem eru handónýttar þá þýðir það ekki að það eigi við um allar vélarnar þeirra. Allt dótið þeirra er ekki smíðað í stóri verksmiðju í Kóreu. Seinni kynslóð af i10 ef ég man rétt, var mestmegnis hannaður í þýskalandi.

Sömuleiðis langar mér að benda á að nútíma vélar eru gífurlega áreiðnalegar meðan við eldri. Það er frekar klikkað að það sé hægt að fara uppí 200þús og gert ekkert nema skipta um olíu. Gamli minn VW Up var þannig, upprunaleg kerti, kúpling, tímareim. bíllinn keyrður 195þús.

Það var ekki fyrr en á tíunda áratuginum þar sem allir bílar voru komnir með kílómetra stöðu sem fór upp fyrir 99.999km.
Síðast breytt af Henjo á Sun 17. Des 2023 16:46, breytt samtals 1 sinni.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Hvað gæti hafa gerst? Hyundai i10, 2014

Pósturaf JReykdal » Sun 17. Des 2023 19:47

Það var ekki fyrr en á tíunda áratuginum þar sem allir bílar voru komnir með kílómetra stöðu sem fór upp fyrir 99.999km.


Minn gamli '87 Uno var með 6 stafa mæli og sá bíll fór í 142.000 (með upprunanlegri kúplingu) þegar hann dó, enda smurði ég hann voðalega sjaldan.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.