Síða 1 af 1
Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Mán 30. Okt 2023 20:24
af Tóti
Re: Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Mán 30. Okt 2023 20:34
af JReykdal
frettin.is
Riiiight.
Re: Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Þri 31. Okt 2023 00:41
af Henjo
Re: Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Þri 31. Okt 2023 08:21
af Jón Ragnar
Vissuð þið ekki að Teslur þola ekki rigningu?
Mín er alltaf inni þegar það rignir
Re: Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Þri 31. Okt 2023 09:34
af Meso
Er þetta ekki bara eins og með bílinn sem skemmdist hér heima þar sem hann keyrði í djúpan poll á góðri ferð?
Það er ekkert einskorðað við rafbíla, bensín/díselbílar geta líka skemmst við slíkan akstur, það þykir bara ekki fréttnæmt.
Re: Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Þri 31. Okt 2023 09:51
af vesley
Hér er þessi umræddi “pollur”
Staðfest er að eigandi bílsins keyrði á fullum hraða í þetta stöðuvatn.
https://www.visir.is/g/20222225940dÞetta er bara bull fréttir um þessar teslur
Re: Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Þri 31. Okt 2023 12:02
af Henjo
Getur auðvitað gerst við hvaða bíll, óháð því hvort þeir séu rafmags eða bensín. Ekkert óalgengt að það fari vatn inná benínvél og vélinn er ónýtt, þarf bara smá og hún er ónýtt eftir uþb 10 sek.
Síðan, á móti þessu "Tesla þolir ekki rigningu" höfum við svona dæmi:
https://www.youtube.com/watch?v=UBwmAMNI9qk og endalaust af svona
https://www.youtube.com/watch?v=QSR6Y2gNeI0
Re: Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Þri 31. Okt 2023 13:15
af appel
Er hann ekki dreginn í gegnum þetta? Sýnist vera spotti þarna.
Svo veit maður aldrei hvað gerðist með bílana stuttu seinna, hvort þeir virki enn daginn eftir.
Re: Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Þri 31. Okt 2023 13:29
af Henjo
Ég held að spottinn sé þarna til að draga hann ef hann hættir að virka.
Re: Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Þri 31. Okt 2023 13:50
af appel
Hljómar áhugavert að vera á bíl sem er hægt að nota sem bát. Geta skotist yfir þar sem vantar brú eða slíkt.
En ég held að enginn bílaframleiðandi vilji framleiða slíkan bíl, nóg af hálfvitunum sem myndu reyna fara milli heimsálfa út á haf út í öllum veðrum, haldandi að það sé í lagi, eða út í stórfljót með sterka strauma. Enginn bílaframleiðandi vill slíkt "liability". Í besta falli komast þeir í gegnum djúpa polla.
Re: Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Þri 31. Okt 2023 14:35
af Henjo
Ég held að Teslur virki ekki sem bátur, þeir myndu bara sökkva eins og hver annar tveggja tonna klumpur. Pointið er að rafmagsbílar þurfa ekki loft, ólíkt bensín og dísel bílum. Ef þú ert með þétt og gott eintak, þá ertu að fara þola vatn mun betur en hefðbundir bílar. Fyrir hverja Teslu sem keyrir ofaní vatn og bilar þá eru 10.000 aðrar Teslur sem gera það án vandræða. Teslur er þekktar fyrir að vera illa smíðaðir, ekki ólíklegt að þær sem eru að bila útaf vatni seu bara óþéttari en þær eiga að vera.
Annars eru helling af bílum sem þú getur keypt í dag sem eiga að þola vatn (eða svo halda viðskiptavinirnir) , og fara útí ár eða stórfljót með sterka strauma. Sem endar með annaðhvort dauðfalli eða ónýttum bíll. Slíkir bílar kallast jeppar.
Re: Tesla skemmdist í rigningu
Sent: Mið 01. Nóv 2023 13:12
af kjartanbj
Henjo skrifaði:Ég held að Teslur virki ekki sem bátur, þeir myndu bara sökkva eins og hver annar tveggja tonna klumpur. Pointið er að rafmagsbílar þurfa ekki loft, ólíkt bensín og dísel bílum. Ef þú ert með þétt og gott eintak, þá ertu að fara þola vatn mun betur en hefðbundir bílar. Fyrir hverja Teslu sem keyrir ofaní vatn og bilar þá eru 10.000 aðrar Teslur sem gera það án vandræða. Teslur er þekktar fyrir að vera illa smíðaðir, ekki ólíklegt að þær sem eru að bila útaf vatni seu bara óþéttari en þær eiga að vera.
Annars eru helling af bílum sem þú getur keypt í dag sem eiga að þola vatn (eða svo halda viðskiptavinirnir) , og fara útí ár eða stórfljót með sterka strauma. Sem endar með annaðhvort dauðfalli eða ónýttum bíll. Slíkir bílar kallast jeppar.
Þetta með að vera þekkt fyrir að vera illa smíðað er svolítið blekkjandi, fyrstu bílarnir voru ekki fullkomnir en þetta hefur lagast heilmikið og með tilkomu verksmiðjanna í Kína og Berlín er staðan allt önnur, Fremont framleiddir bílar eru kannski ekki enn jafn góðir og Kína og Berlín verksmiðju framleiddu bílarnir en Fremont verksmiðjan er líka eldgömul verksmiðja sem Tesla gerði að sinni og hentar ekki jafn vel, of lítil sem dæmi svo er Ameríkaninn bara ekki jafn góður að setja saman bíla virðist vera