Síða 1 af 2

Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Fös 08. Sep 2023 21:25
af appel
Ég get keypt notaðan bensín bíl, en ef ég skoða svona helstu söluaðila nýrra bíla þá er þetta allt saman annaðhvort hybrid eða rafbílar.
Eru engir nýjir bensínbílar í boði?

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Fös 08. Sep 2023 21:31
af Moldvarpan
Nei getur enn keypt bensín bíla.

Skoðaðu toyota.is, corolla, getur fengið hana með 1.5l bensín vél eða 1.8l hybrid.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Fös 08. Sep 2023 21:34
af appel
Moldvarpan skrifaði:Nei getur enn keypt bensín bíla.

Skoðaðu toyota.is, corolla, getur fengið hana með 1.5l bensín vél eða 1.8l hybrid.

Sé bara hybrid+bensín.
edit: sé núna að bensín sé fyrir neðan, smá falið.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Fös 08. Sep 2023 21:46
af gunni91
Dacia duster, nissan juke, Subaru outback ofl bensín.

Sala nýrra diesel bíla mun samt e.t.v. dvína hægt og rólega næstu árin með tilkomu Euro 7 staðla þar sem framleiðendur eru að gefast uppá harðari og harðari mengunarkröfum frá Evrópusambandinu.

Gengur vel að selja nýja bíla í USA og Asíu þar sem litlar kvaðir eru á sölu V6 og V8 vélum sem eru bæði ódýrari í framleiðslu og bila minna

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Fös 08. Sep 2023 21:58
af ColdIce
Getur fengið 100% bensín Aygo, Jimny, Juke, i10/20/30, Bayon, Kona, Dacia og RAV4 svo nokkur dæmi séu tekin.
Auðvitað ákveðnar útfærslur/gerðir af þeim.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Fös 08. Sep 2023 22:17
af appel
1,8 lítra hybrid-bensín er ódýrari heldur en 1,5 lítra bensín af toyota corolla.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Fös 08. Sep 2023 22:36
af gunni91
appel skrifaði:1,8 lítra hybrid-bensín er ódýrari heldur en 1,5 lítra bensín af toyota corolla.



Finn engan hreinan bensín corolla inná Toyota.is?

Ef bílarnir kosta jafn mikið erlendis og hybrid bíllinn er með lægra co2 gildi en bensín bíllinn, þá liggur verðmunurinn í lægri vörugjöldum á hybrid bílnum.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Fös 08. Sep 2023 23:05
af appel
gunni91 skrifaði:
appel skrifaði:1,8 lítra hybrid-bensín er ódýrari heldur en 1,5 lítra bensín af toyota corolla.



Finn engan hreinan bensín corolla inná Toyota.is?

Ef bílarnir kosta jafn mikið erlendis og hybrid bíllinn er með lægra co2 gildi en bensín bíllinn, þá liggur verðmunurinn í lægri vörugjöldum á hybrid bílnum.



corolla.png
corolla.png (138.48 KiB) Skoðað 5758 sinnum



corolla2.png
corolla2.png (141.44 KiB) Skoðað 5758 sinnum

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Fös 08. Sep 2023 23:55
af gunni91
appel skrifaði:
gunni91 skrifaði:
appel skrifaði:1,8 lítra hybrid-bensín er ódýrari heldur en 1,5 lítra bensín af toyota corolla.



Finn engan hreinan bensín corolla inná Toyota.is?

Ef bílarnir kosta jafn mikið erlendis og hybrid bíllinn er með lægra co2 gildi en bensín bíllinn, þá liggur verðmunurinn í lægri vörugjöldum á hybrid bílnum.



corolla.png


corolla2.png



Toyota e-ð að klikka á speccum hjá sér... sýnir bara 1.6L bensín sem er ekki einu sinni selt hjá þeim... en ef þú skoðar co2 á 1.6L bensín vs 1.8L Hybrid, þá munar slatta þarna á milli sem endurspeglar hærra verð á bensínbílnum til end user.

Þetta er ástæða fyrir því að diesel bílar eru oft ódýrari hérna heima, skora lægra í WLTP CO2 gildum


Skjámynd 2023-09-08 234837.jpg
Skjámynd 2023-09-08 234837.jpg (115.56 KiB) Skoðað 5726 sinnum


Dæmi fyrir 5.000.000 kr bíl með co2 87 vs 125. - 650.000 kr mismunur í vörugjöldum

Skjámynd 2023-09-08 235348.jpg
Skjámynd 2023-09-08 235348.jpg (151.62 KiB) Skoðað 5726 sinnum
Skjámynd 2023-09-08 235439.jpg
Skjámynd 2023-09-08 235439.jpg (161.61 KiB) Skoðað 5726 sinnum

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Fös 08. Sep 2023 23:58
af appel
Toyota á íslandi að klikka!
Varla að þessir menn séu ekki með reiknivél við hendi.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Lau 09. Sep 2023 00:35
af hagur
Það sem mér finnst sjokkerandi við þetta er að Toyota Corolla, framdrifin með 1.5 lítra vél skuli kosta 7 milljónir, hvaða bilun er þetta eiginlega.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Lau 09. Sep 2023 09:33
af Hausinn
Ef ætlast er að kaupa bíl glænýjan, af hverju þá ekki fara í rafbíl? Bara forvitnast þ.s. ég myndi sjálfur aldrei kaupa bensín bíl nýjan í dag jafnvel þó að ég ætti kassið.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Lau 09. Sep 2023 09:47
af Trihard
Hausinn skrifaði:Ef ætlast er að kaupa bíl glænýjan, af hverju þá ekki fara í rafbíl? Bara forvitnast þ.s. ég myndi sjálfur aldrei kaupa bensín bíl nýjan í dag jafnvel þó að ég ætti kassið.

Ábyggilega til að sjokkera rafbílagæja :guy það meikar engan fjárhagslegan sense að henda pening í ruslið með því að kaupa steingervinga eldsneyti, sérstaklega ef þú þarft að keyra lengri vegalengdir.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Lau 09. Sep 2023 14:13
af jonsig
Scotty Kilmer á youtube (umdeildur) mælir alls ekki með hybrid bílum og segir þá vera gott sem verðlausa í USA þegar þeir detta í 6-7ára. Því þegar raf-hybrid hlutinn fer að klikka þá kosta flestar viðgerðirnar $$$$$.

Sjálfur væri ég hikandi að kaupa nýjan brunahreyfilsbíl í dag, því það er nokkuð augljós vegferð hjá pólitíkusunum að fara þrengja fastar ólina á níðingum á bílum sem nota að hluta eða að fullu jarðefnaeldsneyti.

Hvað varðar rafmangsbílana finnst mér vanta 5-10ár uppá þróunina hjá þeim, og það hefur ekki hughreyst mann að varapartar í þá geta verið fok dýrir eða illfáanlegir. Ég er hræddur um að þeir verði dálítið eins og farsímarnir, ef þeir bila þá þarftu að kaupa nýjan.

Lýst ágætlega á Tesla nema þeir eru að mörgu leiti non- repairable. Og finnst dálítið eins og BMW/landrover týpurnar séu farnir að spóka sig um á þeim í umferðinni :( (spóla grjóti og drasli yfir mann)

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Lau 09. Sep 2023 22:45
af appel
Jamm, ég er á eldgamalli toyotu, einfaldri bensíndruslu sem virkar fínt. En allt lifir sinn tíma og þarf að endurnýja bráðum. En hinsvegar langar mér ekki í einhverja flókna hybrid blikkbelju sem er rándýrt að gera við. Skrítið að það sé ekki á boðstólum að kaupa einfalda bensínbelju sem er auðvelt að gera við. Þetta er einskonar afturábaksþróun. Sýnist að verið sé að reyna beina öllum í rafbíla, en svo fara þeir að hækka í verði um áramót ekki rétt?

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Lau 09. Sep 2023 23:24
af Moldvarpan
jonsig skrifaði:Scotty Kilmer á youtube (umdeildur) mælir alls ekki með hybrid bílum og segir þá vera gott sem verðlausa í USA þegar þeir detta í 6-7ára. Því þegar raf-hybrid hlutinn fer að klikka þá kosta flestar viðgerðirnar $$$$$.

Sjálfur væri ég hikandi að kaupa nýjan brunahreyfilsbíl í dag, því það er nokkuð augljós vegferð hjá pólitíkusunum að fara þrengja fastar ólina á níðingum á bílum sem nota að hluta eða að fullu jarðefnaeldsneyti.

Hvað varðar rafmangsbílana finnst mér vanta 5-10ár uppá þróunina hjá þeim, og það hefur ekki hughreyst mann að varapartar í þá geta verið fok dýrir eða illfáanlegir. Ég er hræddur um að þeir verði dálítið eins og farsímarnir, ef þeir bila þá þarftu að kaupa nýjan.

Lýst ágætlega á Tesla nema þeir eru að mörgu leiti non- repairable. Og finnst dálítið eins og BMW/landrover týpurnar séu farnir að spóka sig um á þeim í umferðinni :( (spóla grjóti og drasli yfir mann)


Þetta er heilbrigðasta innlegg sem ég hef séð koma frá þér í umræðu. Og aaaldrei þessu vant er ég hjartanlega sammála þér.

Ég ætla að bíða með að kaupa mér rafbíl, ég vill sjá þróunina vera lengra komna og reynsla á viðhaldið, áður en ég stekk á lestina.
Er líka smeikur um að mörg verkstæði eiga ekki eftir að vilja koma nálægt viðgerðum á tjónuðum rafbílum.
Endursalan og batteríin, eftir 5-7ára notkun, það er líklegt að þónokkuð af þessum bílum verða verðlausir.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Sun 10. Sep 2023 12:38
af orn
Ég held þið séuð með óþarfa áhyggjur. Kíkið á ábyrgðarskilmála rafhlaða og mótora í rafbílum. 8 ára ábyrgð, og undir því er að rýmdin eftir þann tíma eða akstur frá 160-240 þúsund km eftir framleiðendum/týpu sé ekki dottin undir 70% af upphaflegri rýmd.

Scotty er skemmtilegur, en hann er alveg útí að aka með þessar fullyrðingar sínar. Skoðið bara notaða markaðinn í dag af PHEV og rafbílum. Endursöluverðið er síst verra (raunar virðist það vera talsvert betra) en á bensínbílum þrátt fyrir mjög hraða framþróun. Jafnvel ef það væri talsvert verra vegur sparnaður á eldsneytiskaupum upp á móti.

Þið talið eins og við séum með fyrstu bílana nýkomna af færibandinu, en það er komin meira en 10 ára reynsla á þetta nú þegar. Kíkið bara á bílasölur.is og leitið að rafbílum frá svona 2012-2014 og berið saman verðið á þeim við bensínbíla.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Sun 10. Sep 2023 13:18
af Moldvarpan
Gæti verið að maður sé með óþarfa áhyggjur.

En ef þú skoðar bilasolur.is þá eru fáir rafmagnsbílar komnir yfir 100þús til sölu.

En hvaða rafbílar hefur ykkar líkað við, fyrir utan Teslur.

Það er slatti af rafbílum til sölu á bilinu 3-5milljónir. Og allskonar framleiðendur sem ég hef aldrei heyrt um áður.

Hefur einhver reynslu af Hyundai Kona ?

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Sun 10. Sep 2023 13:50
af Moldvarpan
Og hvernig er hleðslumarkaðurinn? Hvaða fyrirtæki eru í því að bjóða hleðslustöðvar sem maður getur keyrt að og hlaðið?

Ég þekki þetta akkurat 0.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Sun 10. Sep 2023 14:33
af thorhs
Moldvarpan skrifaði:Gæti verið að maður sé með óþarfa áhyggjur.

En ef þú skoðar bilasolur.is þá eru fáir rafmagnsbílar komnir yfir 100þús til sölu.

En hvaða rafbílar hefur ykkar líkað við, fyrir utan Teslur.

Það er slatti af rafbílum til sölu á bilinu 3-5milljónir. Og allskonar framleiðendur sem ég hef aldrei heyrt um áður.

Hefur einhver reynslu af Hyundai Kona ?


Ég á VW e-Up, sem er orðinn 2,5 ára. Keypti hann á rétt um 3m. Snilldar bíll að mínu mati. Ég nota hann í/úr vinnu og snatt innanbæjar. Er gefinn upp með 250km og það hefur bara staðist nokkuð vel. Er ekki farinn að taka eftir að það sér farið að styttast. Rúmgóður að innan fyrir lítin bíl. Èg telst seint lítill maður en get vel setið í aftursætinu. Nægur kraftur til að skjótast af stað á ljósum/hringtorgum, en það dregur úr snepru þegar hraðar er komið, en þá er það mun minna issue.

Eitt sem er gott að hafa í huga er að kaupa ekki stæri bíl, eða lengri drægni, en þarf. Þá ertu bara að drösla um mun meiri þyngd og eyðir meira. Ef þig vantar bíl í vinnu og býrð á höfuðborgarsvæðinu, þá er 250km alveg nóg.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Sun 10. Sep 2023 15:52
af Moldvarpan
thorhs skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Gæti verið að maður sé með óþarfa áhyggjur.

En ef þú skoðar bilasolur.is þá eru fáir rafmagnsbílar komnir yfir 100þús til sölu.

En hvaða rafbílar hefur ykkar líkað við, fyrir utan Teslur.

Það er slatti af rafbílum til sölu á bilinu 3-5milljónir. Og allskonar framleiðendur sem ég hef aldrei heyrt um áður.

Hefur einhver reynslu af Hyundai Kona ?


Ég á VW e-Up, sem er orðinn 2,5 ára. Keypti hann á rétt um 3m. Snilldar bíll að mínu mati. Ég nota hann í/úr vinnu og snatt innanbæjar. Er gefinn upp með 250km og það hefur bara staðist nokkuð vel. Er ekki farinn að taka eftir að það sér farið að styttast. Rúmgóður að innan fyrir lítin bíl. Èg telst seint lítill maður en get vel setið í aftursætinu. Nægur kraftur til að skjótast af stað á ljósum/hringtorgum, en það dregur úr snepru þegar hraðar er komið, en þá er það mun minna issue.

Eitt sem er gott að hafa í huga er að kaupa ekki stæri bíl, eða lengri drægni, en þarf. Þá ertu bara að drösla um mun meiri þyngd og eyðir meira. Ef þig vantar bíl í vinnu og býrð á höfuðborgarsvæðinu, þá er 250km alveg nóg.


Þetta er fair point.

En ertu að notast við heimahleðslu eða ferðu á stöðvar? Hvaða stöðvar? Virkar það alltaf vel?

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Sun 10. Sep 2023 19:29
af thorhs
90%+ er heima með hleðslustöðini sem fylgdi, sem er bara tengd í 10A. Hleður upp í topp yfir nótt. Hef stundum notað hleðslustöðvar ísorku og virkar eginlega alltaf mjög vel. Hef neitað mest í kjallaranum á Katrínartúni 2 (turninn í borgartúni), og mér skilst þegar ég hef lent í vandræðum er það vegna slæms gsm sambands þar niðri. Hef einnig notað hrað hleðslu N1 einu sinni, fyrir ~2 árum, og virkaði vel fyrir utan að ég þurfti að kaupa inneignarkort til að Nora stöðina.

Lenti einnig einusinni í avnsræðum með hleðslu fyrir utan hótel úti á landi þar sem númerið á staurunum fannst ekki í isorku appinu. Var víst nýr staur, fékk mér lykil sem fail safe við appið.

Er með lykil frá isorku og ON, held ég hafi bara notað ísorku.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Sun 10. Sep 2023 20:09
af Moldvarpan
Well, verð að viðurkenna að þetta er spennandi valkostur.

Ég myndi þó verða að stóla að hleðslustöðvar, en það er heldur lítið af þeim í Reykjanesbæ.

Á næsta ári kemur Volvo með EX30 sem á að kosta um 5.5milljónir nýr. Kannski kaupir maður sér rafbíl á næsta eða þar næsta ári.
Edit... Ojj skoðaði innréttinguna... þetta er copy paste frá Tesla... Þá einhvern annan.

Rakst á síðuna https://veldurafbil.is/

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Sun 10. Sep 2023 20:35
af orn
Moldvarpan skrifaði:Gæti verið að maður sé með óþarfa áhyggjur.

En ef þú skoðar bilasolur.is þá eru fáir rafmagnsbílar komnir yfir 100þús til sölu.

En hvaða rafbílar hefur ykkar líkað við, fyrir utan Teslur.

Það er slatti af rafbílum til sölu á bilinu 3-5milljónir. Og allskonar framleiðendur sem ég hef aldrei heyrt um áður.

Hefur einhver reynslu af Hyundai Kona ?

Ég átti e-Golf sem mér fannst frábær. Það er samt fyrst og fremst bara borgarsnattari með takmarkað drægi (var með eitthvað eins og 130km í raundrægni, þessi sem ég átti).

Ég hef prófað Hyundai Kona og fannst hann ágætur, en mjög lítill og þröngur. Hef þó séð á spjallþráðum að eigendur eru mjög ánægðir með hann.

Ég hleð 99% heima. Var með bara ferðahleðslutækið fyrstu 4 árin en keypti mér hleðslustöð frá Tesla þegar ég skipti e-Golfinum út fyrir Tesla Model 3.

Hef 3x-4x hlaðið í AC hleðslu meðan ég versla inn, en eiginlega bara því það var eina lausa stæðið :) Hleð endrum og sinnum í vinnunni.

Hef bara hraðhlaðið 4x eða 5x á þeim tíma sem ég hef átt rafbíl (4 ár núna, 6 ef PHEV er tekið með). Hef gert það hjá ON, N1 og Tesla. Einnig hlaðið í AC hjá eOne og Ísorku. Ekki lent í neinum vandræðum enn sem komið er.

Þ.a. já, fyrst og fremst heima. Hendi í hleðslu kannski 1x í viku.

Re: Er hætt að selja pjúra bensín bíla?

Sent: Sun 10. Sep 2023 21:00
af orn
appel skrifaði:Jamm, ég er á eldgamalli toyotu, einfaldri bensíndruslu sem virkar fínt. En allt lifir sinn tíma og þarf að endurnýja bráðum. En hinsvegar langar mér ekki í einhverja flókna hybrid blikkbelju sem er rándýrt að gera við. Skrítið að það sé ekki á boðstólum að kaupa einfalda bensínbelju sem er auðvelt að gera við. Þetta er einskonar afturábaksþróun. Sýnist að verið sé að reyna beina öllum í rafbíla, en svo fara þeir að hækka í verði um áramót ekki rétt?

Rétt, að óbreyttu hækka þeir um áramót.

Líklega er bara hverfandi markaður fyrir bílum sem eru eingöngu knúnir með bensíni. Held að fæstir hafi áhuga á að eyða meira í eldsneyti en þeir þurfa. Mild hybrid bílar sem þarf ekki að hlaða eru samt sem áður að minnka eyðslu um 10-20% með litlum rafmótor og lítilli rafhlöðu. Fyrir utan auðvitað að það þarf að borga meira vegna skattaívilnana. En það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í þeim efnum eftir áramót.