Kaup á einu dekki

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Kaup á einu dekki

Pósturaf B0b4F3tt » Sun 30. Apr 2023 19:01

Sælir Vaktarar

Ætla að athuga hvort það séu ekki einhverjir dekkja besservisserar hérna inni :megasmile

Síðasta sumar tókst mér að slátra einu dekki undan Volvo XC60 bílnum mínum. Þetta var semsagt sumardekk sem hafði farið nýtt undir hann 2-3 mánuðum á undan. Þetta eru Continental EcoContact 6 dekk í stærðinni 235/55/19 og eiginlega næstum því ókeyrð og komu með bílnum þegar ég keypti hann nýjan í Brimborg desember 2021.
Þessi hefðbundna viska kennir manni að skipta aldrei um bara eitt dekk heldur alltaf um eitt par eða öll fjögur. En þessi dekk eru næstum því ókeyrð og með 5mm munstursdýpt og því finnst mér helvíti hart að þurfa að kaupa nýtt par af dekkjum.
Ég er búinn að tala við Brimborg og þeir eiga ekki aukadekk af þessari tegund. Ég hafði samband við http://www.camskill.co.uk og þeir eiga einmitt til þessi OEM dekk frá Volvo.
Því spyr ég, ætli mér sé óhætt að kaupa bara eitt svona dekk og nota það með þessum þremur núverandi dekkjum?
Læt fylgja með mynd af þessum dekkjum
20230421_170655.jpg
20230421_170655.jpg (2.93 MiB) Skoðað 5151 sinnum

20230421_170706.jpg
20230421_170706.jpg (2.75 MiB) Skoðað 5151 sinnum

20230421_170727.jpg
20230421_170727.jpg (2.97 MiB) Skoðað 5151 sinnum

20230424_211113.jpg
20230424_211113.jpg (2.77 MiB) Skoðað 5151 sinnum



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á einu dekki

Pósturaf Viktor » Sun 30. Apr 2023 19:22

Kaupir alltaf tvö.

Vont fyrir drif og sjálfskiptingar að hafa eitt slitið og eitt heilt.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


gunni91
Vaktari
Póstar: 2997
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 217
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á einu dekki

Pósturaf gunni91 » Sun 30. Apr 2023 19:22

Er þetta ekki fjórhjóladrifsbíll?

Ef svo er.. Að skipta slitnu dekki öðru megin fyrir nýtt = aukið álag á drifrás sem getur leitt af sér slæmar afleiðingar. Ég hef séð tilfelli þar sem millikassi skemmdist við að hafa mis-slitin dekk.

En ef þetta er allt saman gott sem ný dekk í sömu stærð sleppur þetta mögulega... Svo eru bílar misviðkvæmir fyrir svona.
Síðast breytt af gunni91 á Sun 30. Apr 2023 19:24, breytt samtals 3 sinnum.




Höfundur
B0b4F3tt
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 310
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á einu dekki

Pósturaf B0b4F3tt » Sun 30. Apr 2023 19:45

Í þessum bíl er ekkert drifskaft í afturhjólin. Þetta er plugin hybrid bíll þar sem bensínvélin knýr framhjólin og rafmagnsmótorar knýja afturhjólin.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á einu dekki

Pósturaf Viktor » Sun 30. Apr 2023 20:09

Þá geturðu sett eitt nýtt á afturhjólin.

En þá er minna grip öðru megin sem er ekkert frábært.
Síðast breytt af Viktor á Sun 30. Apr 2023 20:13, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7582
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Ótengdur

Re: Kaup á einu dekki

Pósturaf rapport » Sun 30. Apr 2023 20:27

Hvernig er varadekkið?

Ég mundi ekki hika við þetta ef dekkin eru ekkert eydd.

En ef það er ekki varadekk (en pláss fyrir varadekk) þá er spurning um að kaupa tvö og nota eitt afgangs sem varadekk.

Keyrði í ljóta holu og skemmdi dekk á frúarvagninum bara til að komast að því að gatið var of stórt fyrir froðudraslið sem fylgdi með bílnum.

Hefði þurft að kaupa nýtt froðudrasl á sama og nýtt dekk kostar og keypti því tvö ný + stálfelgu og notaði eitt afgangsdekk sem varadekk.