Ghost skrifaði:
Er alltaf í föðurlandi undir og hef ekki fundið fyrir kuldanum.
Hugsa að Gore-Tex sé betra í allan akstur. Passa bara að það séu púðar í þessu dóti á viðkvæmum stöðum.
eriksnaer skrifaði:Ég hef verið í kevlar buxum og náttbuxum eða featherland undir núna í um 6 ár.
Mín reynsla er góð, en til dæmi þess er að ég setti hjólið á hliðina á milli 70-80km hraða á malbiki, kastast og renn hátt í hundrað metra… Hjálmur, goretex jakki og hanskar ónýtt, skór illa farnir en buxurnar? Smá nudd blettur á hné.
Eftir það hefur mér ekki dottið annað í hug en að nota áfram svona buxur, en jú þær haldi vatni ekki eins vel og goretex gallinn…
Mikilvægt að passa bara að það sé kevlar á fleiri stöðum en bara rassi og mjöðmum eins og ég hef séð í ódýrum buxum erlendis.
Neei það borgar sig eflaust ekkert að spara á þessu þegar nokkrir þúsund kallar gera upp á milli hvort þetta sé alvarlegt eða ekki.
Keyptuð þið ykkar buxur hérna heima eða erlendis? Nú ætla ég alls alls ekki að setja skítkast á neina verslanir hérna heima og gæti meira en vel verið fáfræði hjá mér enn mér finnst þeir kaupa frekar "low-end" vörur t.d. A-rating einungis.
Er þetta rétt hjá mér eða er ég að leita á röngum stöðum?