Stýrismaskína ?
Sent: Mið 19. Apr 2023 18:03
Ég veit nánast ekkert um bíla - en langaði að spyrja hér ef kannski einhver veit meira en ég
Ég er með 2016 árg. af Subaru Forester - ekinn 61 þús. km. Ég er búin að eiga hann frá upphafi, alltaf farið með hann í allar þjónustuskoðanir og smurningu á réttum tíma. Lítið ekinn.
Ég fór með hann í smurningu um daginn og lét kanna svona lága smelli sem koma þegar ég sný stýrinu, heyri ekki við akstur, bara þegar bíllinn er kyrrstæður og ég sný stýrinu eða ef ég er að bakka í stæði og sný stýrinu. Þeir segja að það þurfi að skipta um stýrismaskínu - sem er frekar dýr viðgerð Bíllinn er ekki þyngri í stýri en vanalega, eina sem er að eru þessir lágu smellir við að snúa stýri.
Er "eðlilegt" að þessi stýrismaskína sé farin í bíl sem verður 7 ára í október og ekinn svona lítið? Ég hef aldrei lent í þessu með neinn annan bíl sem ég hef átt. Bíllinn er að öðru leiti í mjög fínu lagi.
Ég er með 2016 árg. af Subaru Forester - ekinn 61 þús. km. Ég er búin að eiga hann frá upphafi, alltaf farið með hann í allar þjónustuskoðanir og smurningu á réttum tíma. Lítið ekinn.
Ég fór með hann í smurningu um daginn og lét kanna svona lága smelli sem koma þegar ég sný stýrinu, heyri ekki við akstur, bara þegar bíllinn er kyrrstæður og ég sný stýrinu eða ef ég er að bakka í stæði og sný stýrinu. Þeir segja að það þurfi að skipta um stýrismaskínu - sem er frekar dýr viðgerð Bíllinn er ekki þyngri í stýri en vanalega, eina sem er að eru þessir lágu smellir við að snúa stýri.
Er "eðlilegt" að þessi stýrismaskína sé farin í bíl sem verður 7 ára í október og ekinn svona lítið? Ég hef aldrei lent í þessu með neinn annan bíl sem ég hef átt. Bíllinn er að öðru leiti í mjög fínu lagi.