Bílaleit
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 63
- Skráði sig: Fös 19. Des 2014 09:34
- Reputation: 0
- Staðsetning: Siglufjörður.
- Staða: Ótengdur
Bílaleit
Sæl netverjar. Er að leita að hentugum notuðum bíl fyrir dóttur mína. Þarf að vera 4x4 og helst með krók og geta dregið amk 1 hest í kerru. Með hverju mælið þið? Hvernig er Chevrolet Captiva td 2007-2012 að koma út, hef heyrt ýmislegt misjafn um bilanir. En Hyundai Santa-Fe 2006-2012, eitthvað vit í þeim eða Kia sportage af sömu árgerðum? Orðið fjandi erfitt að velja eitthvað því ýmist er bilanatíðni of há eða bíllinn ryðgaður í spað eða keyrður niður úr. Óska eftir fræðslu, aðstoð og ráðleggingum mér gáfaðra fólks.
Re: Bílaleit
En bara Dacia Duster? Bulletproof.
Captiva, Santa-Fe og Sportage eru tæplega fjórhjóladrifnir. Ég myndi þó velja Sportage af þessum þremur ef ég þyrfti þess.
BMW X5 eða X3 með M57 diesel. Einhverjar bestu vélar sem fást.
Captiva, Santa-Fe og Sportage eru tæplega fjórhjóladrifnir. Ég myndi þó velja Sportage af þessum þremur ef ég þyrfti þess.
BMW X5 eða X3 með M57 diesel. Einhverjar bestu vélar sem fást.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bílaleit
linked skrifaði:En bara Dacia Duster? Bulletproof.
Captiva, Santa-Fe og Sportage eru tæplega fjórhjóladrifnir. Ég myndi þó velja Sportage af þessum þremur ef ég þyrfti þess.
BMW X5 eða X3 með M57 diesel. Einhverjar bestu vélar sem fást.
Dacia Duster? Bulletproof. ??? Þetta eru bara ódýrar dósir og endast samkvæmt því.
BMW X5 eða X3 .. þeir hafa uþb 35-40% viðhaldskostnað á tíu árum m.v. verðið á þeim nýjum.
Síðan eru vélar frá kóreu factory- ónýtar. Stundum kallaðar hybrid vélar því þær brenna svo mikilli olíu, held þú dragir ekki neitt með því.
Síðast breytt af jonsig á Sun 09. Apr 2023 10:51, breytt samtals 1 sinni.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3169
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Bílaleit
Sænska tryggingafélagið Länsförsäkringar gefur annað slagið skýrslu um tíðni alvarlegra bilana í nýlegum bílum.
2017 Skýrslan frá þeim er byggð á fjögur þúsund tjónatilkynningum til félagsins árið 2015 um bíla af árgerðum 2007-2013 ,svipuð módel og þú ert að pæla í
http://mb.cision.com/Public/152/2168267/98bb41a11af910e6.pdf
Ágætis yfirlit um þá skýrslu hjá FÍB: https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/enginn-titill-5
Skýrsla 2011: https://www.vibilagare.se/public/documents/2011/09/maskinskador_2011.pdf
Skýrsla 2020: https://www.lansforsakringar.se/49aedf/globalassets/aa-global/dokument/ovrigt/aa-om-oss/rapporter-och-undersokningar/lf_maskinskaderapport_2020.pdf
2017 Skýrslan frá þeim er byggð á fjögur þúsund tjónatilkynningum til félagsins árið 2015 um bíla af árgerðum 2007-2013 ,svipuð módel og þú ert að pæla í
http://mb.cision.com/Public/152/2168267/98bb41a11af910e6.pdf
Ágætis yfirlit um þá skýrslu hjá FÍB: https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/enginn-titill-5
Skýrsla 2011: https://www.vibilagare.se/public/documents/2011/09/maskinskador_2011.pdf
Skýrsla 2020: https://www.lansforsakringar.se/49aedf/globalassets/aa-global/dokument/ovrigt/aa-om-oss/rapporter-och-undersokningar/lf_maskinskaderapport_2020.pdf
Just do IT
√
√
-
- Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 475
- Staða: Ótengdur
Re: Bílaleit
Þið eruð svo hressir
Auðvitað er fyrsta og stærsta spurningin budget. Hversu miklu ertu tilbúinn að eyða í jeppa?
Og svo er þetta bara spurning um að finna eintak sem hefur verið hugsað vel um, fengið gott viðhald.
Allir bílar bila, og að draga kerru með hest eykur slit á drifinu töluvert.
Pajero? Land cruiser 90? Jeep?
Varðandi drátt á frekar þungri kerru, þá eru jepplingarnir frekar slæmur kostur imo.
Auðvitað er fyrsta og stærsta spurningin budget. Hversu miklu ertu tilbúinn að eyða í jeppa?
Og svo er þetta bara spurning um að finna eintak sem hefur verið hugsað vel um, fengið gott viðhald.
Allir bílar bila, og að draga kerru með hest eykur slit á drifinu töluvert.
Pajero? Land cruiser 90? Jeep?
Varðandi drátt á frekar þungri kerru, þá eru jepplingarnir frekar slæmur kostur imo.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bílaleit
Moldvarpan skrifaði:Þið eruð svo hressir
Og svo er þetta bara spurning um að finna eintak sem hefur verið hugsað vel um, fengið gott viðhald.
Þarf að flytja þannig bíl inn ? Ég hef átt yfir 20 bíla og man ekki eftir að neinum þeirra hafi verið haldið við eftir þjónustubók, um leið og þjónustuviðhaldið hjá umboðinu endaði þá virtust bílarnir ekki þurfa meira viðhald. (Almenni sauðurinn pælir ekki mikið í þessu).
Það er ekkert vit í að kaupa einhverja gamla græju sem á að nota kerru nema þú getir lagað gott sem allt nema vél og gírkassa.
Ég myndi alltaf veðja á toyota þótt þær séu oft ryðhrúgur, þær eru samt hannaðar fyrir slæmt viðhald.
Allavegana passa sig á bílum frá kóreu, þær eru þekktar fyrir innkallanir síðan brenna margar þeirra olíu eins og enginn sé morgundagurinn.
Diesel er auðvitað alltaf málið í tog og sterkari vélar.
Síðast breytt af jonsig á Sun 09. Apr 2023 13:08, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Fiktari
- Póstar: 63
- Skráði sig: Fös 19. Des 2014 09:34
- Reputation: 0
- Staðsetning: Siglufjörður.
- Staða: Ótengdur
Re: Bílaleit
Takk fyrir góð svör. Budgettið er ca 700 - 900 þús. Varðandi hestakerrudráttinn er um að ræða svona einu sinni og einu sinni, nokkur skipti yfir árið. Mjög erfitt að taka ákvarðanir þar sem mér gáfaðri menn hafa sýnist mér mjög misjafnar skoðanir á bílum, hvaðan þeir koma og hvort einhverskonar ástríða eða "hatur" er til staðar fyrir ákveðnum tegundum. Skv sænsku bilanakönnununum koma asísku bílarnir langbest út varðandi hvers kyns bilanir. Þar á meðal talið suður kóresku tegundirnar. Held það sé best að skoða vel eldri bíl sem kostar ekki handlegginn úr, ath keyrslu, viðhald, ryð ofl og láta slag standa. Maður annaðhvort stendur eða fellur þá með því.
-
- Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 475
- Staða: Ótengdur
Re: Bílaleit
Já það er sko klárlega love/hate bias í þessu hérna inni.
Það er ekkert að suður kóreu bílum, þeir eru mjög góðir. Þar standa KIA og Hyundai uppúr finnst mér.
Með þessum upplýsingum að bíllinn er ekki að fara draga hestinn oft, þá gæti verið skynsamlegt að skoða Dacia duster valmöguleikann.
Hann er ódýr, nýlegur og ryðið ætti ekki að vera orðið vandamál.
Samkvæmt netinu er hann nokkuð áreiðanlegur.
https://www.horseandhound.co.uk/reviews/vehicles/dacia-duster-expression-review
Það er nóg af upplýsingum á netinu, það er um að gera að nýta sér það. Gangi þér annars vel með að finna rétta bílinn
Það er ekkert að suður kóreu bílum, þeir eru mjög góðir. Þar standa KIA og Hyundai uppúr finnst mér.
Með þessum upplýsingum að bíllinn er ekki að fara draga hestinn oft, þá gæti verið skynsamlegt að skoða Dacia duster valmöguleikann.
Hann er ódýr, nýlegur og ryðið ætti ekki að vera orðið vandamál.
Samkvæmt netinu er hann nokkuð áreiðanlegur.
In our 2022 Driver Power survey, the Dacia Duster came an impressive 14th out of 75 cars, with strong scores for low running costs, its rugged design and above-average reliability.
The Dacia Duster 1,500kg towing capacity may limit some horse owners, but if you’re okay with that figure, the Expression will be a really handy tool. The 4×4 system is tried and tested and works well, so towing a loaded horse box across a muddy field should be a doddle.
https://www.horseandhound.co.uk/reviews/vehicles/dacia-duster-expression-review
Það er nóg af upplýsingum á netinu, það er um að gera að nýta sér það. Gangi þér annars vel með að finna rétta bílinn
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 382
- Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
- Reputation: 51
- Staða: Ótengdur
Re: Bílaleit
steinihjukki skrifaði:Takk fyrir góð svör. Budgettið er ca 700 - 900 þús. Varðandi hestakerrudráttinn er um að ræða svona einu sinni og einu sinni, nokkur skipti yfir árið. Mjög erfitt að taka ákvarðanir þar sem mér gáfaðri menn hafa sýnist mér mjög misjafnar skoðanir á bílum, hvaðan þeir koma og hvort einhverskonar ástríða eða "hatur" er til staðar fyrir ákveðnum tegundum. Skv sænsku bilanakönnununum koma asísku bílarnir langbest út varðandi hvers kyns bilanir. Þar á meðal talið suður kóresku tegundirnar. Held það sé best að skoða vel eldri bíl sem kostar ekki handlegginn úr, ath keyrslu, viðhald, ryð ofl og láta slag standa. Maður annaðhvort stendur eða fellur þá með því.
Það gæti verið að ég eigi til bílinn fyrir þig. Er við það að auglýsa hann til sölu næstu daga en virðist smellpassa fyrir þína notkun.
Vínrauður Suzuki Grand vitara Luxury 2008, tan leður, ekinn 153 þús með krók, 2700cc V6 bensín.
Getur sent mér einkaskilaboð hafir þú áhuga á að skoða/vita meira.
Síðast breytt af Sultukrukka á Mán 10. Apr 2023 11:56, breytt samtals 1 sinni.