Síða 1 af 1

Vivaldi í Audi og VW Group

Sent: Mið 01. Mar 2023 14:25
af JónSvT
Nýjustu Vivaldi fréttirnar : Vivaldi kemur í Audi A4, A5, Q5, A6, A7, A8, Q8 e-tron og e-tron GT í ár. Fleiri bílar frá VW Group koma seinna, en þið vitið líklega að VW Group inniheldur meðal annars Porsche, Audi, VW, Skoda, Seat, Lamborghini, Bentley og svo framvegis.

Nýlega kom líka fram að Vivaldi kemur í Mercedes Benz E-Class og fyrir erum við í Polestar og Renault bílum.

Vildi bara deila með ykkur fréttunum.

https://cariad.technology/de/en/news/stories/launch-application-store-for-volkswagen-group.html

Re: Vivaldi í Audi og VW Group

Sent: Mið 01. Mar 2023 19:59
af Uncredible
Til hamingju, þetta er án efa besti vafrinn og hefur bara orðið betri með tímanum.

Re: Vivaldi í Audi og VW Group

Sent: Mið 01. Mar 2023 20:10
af Sinnumtveir
Frábærar fréttir. Til hamingju!

Re: Vivaldi í Audi og VW Group

Sent: Mið 01. Mar 2023 20:11
af Templar
já alveg geggjað, svona á að gera þetta.

Re: Vivaldi í Audi og VW Group

Sent: Mið 01. Mar 2023 20:15
af Sinnumtveir
Uncredible skrifaði:Til hamingju, þetta er án efa besti vafrinn og hefur bara orðið betri með tímanum.


Hann er amk skrambi góður og það sem meira þróaður með ákveðin prinsipp.

Ég verð að viðurkenna að það kom mér (ánægjulega) á óvart að þetta gengi allt saman upp.
Endalaus kostnaður árum saman til að bæta vafrann svo um munar og allt "markaðsstarfið" sem tekur líka ár ofan í ár.

Ég er sem sagt gríðarhress með vivaldi hvað allir mega vita :)

Re: Vivaldi í Audi og VW Group

Sent: Mið 01. Mar 2023 20:51
af JónSvT
Takk! Takk! Takk! :happy