Þráður fyrir bifvélavirkja eða menn með mikið vit á bílvélum
Sent: Fim 05. Jan 2023 18:24
Aðstoð óskast við ákvörðunartöku
Ég veit það eru nokkrir bifvélavirkjar og bílanördar hérna og þar nauðsynlega ráð hjá ykkur. Ég tel mig hafa gert mistök sem ætla að reynast dýrkeypt, óska eftir ráðum frá fagaðilum sem hafa forsendur til að meta hvað er best að gera í stöðunni, viðkomandi má senda mér einkaskilaboð, ef vegna hagsmunatengsla það reynist erfitt að svara á þræðinum og ég virði allan trúnað 100%
Látið glepjast af Black Friday tilboði
Fyrir stuttu var „Black Friday“ tilboð hjá http://www.bilaforritun.is á aflaukningu og eyðslu minnkun bíla, tilboð sem var eiginlega „ to good to bo true“ og eins og máltækið segir if it sound to bo to good to be true it usually is. Alla vega þá lét ég glepjast, lofað var að aflaukningu úr 105hp í 150hp og eyðslan myndi minnka um 0.5 - 1l per 100 km. 150 hp hljómaði vel jafnvel þótt bíllinn stæði í stað í eyðslu enda varla hægt að biðja um betri meðaleyðslu en 4.5-5.5 l/100.
Farið með bílinn í aflaukningu
Fór með bílinn 8. desember og skildi bílinn eftir, nokkru síðar fæ ég símtal þar sem mér er tjáð að það væri villa á EGR mengunarvörn og því mælt með því að rífa EGR síu eða ventil úr bílnum gegn vægu gjaldi, gallinn væri sá að skilið yrði eftir gat og ég yrði að fara með bílinn á annað verkstæði til að loka gatinu því þeir vildu ekki gera það í samkeppni við önnur verkstæði, hann bætti við að næstum 100% allra bíla af þessari tegund væru með 1-3 villumeldingar, þessi væri nokkuð góður að vera bara með eina, upplýsingar sem ég hefði gjarnan vilja vita áður en ég tók ákvörðun og borgaði fyrirfram.
Ákvarðanataka
Aðspurður hvaða áhrif það myndi hafa að láta ekki loka gatinu var sagt að bíllinn gæti misst afl, sérstaklega í brekkum eða þar sem hann þyrfti á torki að halda. Ég var smá svekktur að hafa ekki fengið að vita fyrifram að nánast 100% líkur væru á að það þyrfti að ráðast í fleiri aðgerðir sem myndu auka á kostnaðinn, fílaði þetta svolítið eins og tálbeituauglýsingu en „fagmenn“ geta selt manni splitt og doing án þess að maður hafi hugmynd um hvað maður er að kaupa. Ég afakkaði því gat í útblástursrörið því ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í og hvaða afleiðingar það myndi hafa, enda ekki splitt og dong maður.
Bíllinn sóttur
Tveim tímum síðar sæki ég bílinn og var spenntur að prófa þessa 43% aflaukningu sem lofað var, steig pinnan í botn og fann strax sneggra viðbragð en þessi 150 hestöfl létu á sér standa, án þess að hafa eitthvað fyrir mér myndi ég giska á að bíllinn væri frekar 115-120 hestöfl en 150 ef hann þá næði því. En ég hugsaði með mér að þetta væri kannski skemmtilegri bíl þó breytingin væri lítill ef eyðslan stæði í stað eða ég fengi þann bónus sem þeir lofuðu að hún færi aðeins niður.
Frost og óverður tekur við
Bíllinn fór til þeirra í 5 stiga frosti og síðan 8. desember hefur verið -5 til -17 nánast upp á hvern einasta dag, slæmt veður og færð og því erfitt að fá sanngjarna mælingu á eyðslu, það sem verra er að það kom strax í ljós að bíllinn var verri í gang í kuldanum. Ég er búinn að keyra þennan bíl yfir 200 þúsund kílómetra og þekki hann eins og handarbakið á mér, þetta er traustur jálkur sem hefur alltaf farið í gang í fystu tilraun sama þótt frost hafi farið yfir -20 gráður. Nú er öldin önnur, ég þarf tvær til fimm tilraunir til að ná bílnum í gang, hann gengur ekki lengur 600-700 rpm í hægagangi er frekar í 900-1100 með tilheyrandi hávaða og eyðslu.
Eyðsla mæld við erfiðar aðstæður
Meðaleyðsla bílsins fór úr 5 í 7 lítra þannig að sá partur stóð ekki frekar en annað sem lofað var. Ég prófaði að goggla og fékk út að eftirfarndi grein frá FÍB https://www.fib.is/is/billinn/bilaprofa ... tavia-2013 en það segja þeir meðal annars: „Ennfremur er eldsneytiseyðslan svo gott sem engin, frá aðeins 3.8l/100 km skv. tölum frá framleiðanda sé 1.6 dísilvélin valin. Vert er að taka fram að þrátt fyrir harðan akstur í stanslausri botngjöf á Kvartmílubrautinni reyndist ógjörningur að ná eyðslunni upp fyrir 6 lítra á hundraðið!“ og þetta er nákvæmlega mín upplifun, hef ekki náð mínum yfir 6 lítra á þessum 200.000 km. fyrr en núna að hann er að poppa í 6.9-7.5 l/h.
Samskipti eða samskiptaleysi við eigendur
28. des. var ég búinn að fá nóg, vildi bara fá „restore“ á bílinn. Hafði áhyggjur að þetta væri að fara ílla með vélina og vont að vita aldrei hvor bíllinn færi í gang, sendi því tölvupóst sem ekki vara svarað, sendi annan tölvupóst 3. janúar sem ekki var svarað, sendi þvi þriðja póstinn í morgun og hringdi í eigandann í kjölfarið.
Öllu öðru um að kenna en þeím
Eigandinn fór eins og við var að búast í vörn, þetta hlyti að vera EGR að kenna eða ónýtum glóðkertum, ég sagði það einkennilega tilviljun að bíllinn hefið virkað 100% fyrir þessa tjúnningu en strax daginn eftir ættu glóðarkertin að gefa sig eða ónýt og EGR að vera til vandræða. Eftir þanng rökstuðning þá sá hann væntanlega ljósið og bauð mér að koma með bílinn í 100% restore aftur og ætti hann því þá að verða eins og hann var áður. Þá bætti ég við að ég vildi fá endurgreitt því ég hefði ekki fengið þá vöru/þjónustu sem lofað var. Eftir að ég sagði það þá varð símtalið ekki lengra.
Fæ tölvupóst í kjölfar símtals
Í kjölfar símtals þá fæ ég tölvupóst frá eiganda http://www.bilaforritun.is þar sem endurgreiðslubeiðnin hafði eitthvað farið öfugt ofan í hann og henni hafnað. En hann sagði endurgreiðslu útilokaða þar sem villumelding hefði mælst eins og mér hefði verið tjáð á staðnum, en það er ekki alls kostar rétt því ég fékk hringingu klukkutíma eftir að ég kom með bílinn þess efnis að „best bæri að rífa úr EGR og láta loka með plötu“ hefði ég vitað það fyrirfram hefði ég sleppt þessu veseni. Lítið annað að gera en að segja þeim að halda áfram. Aldrei minnst á það að þetta myndi gera bílinn vonlausan í kaldræsingu og auka eyðslu um 1-2 lítra á hundraðið.
Endurtekin orð í tölvupóstinu,
Hann hélt fast við sinn keyp að EGR sía og hugsanlega léleg glóðarkerti væru vandamálið, þrátt fyrir að það hafi ekki verið vandamál fyrr en ég eftir breytingu, enda var ég ekki að fara með bílinn til að leysa vandamál heldur til að fá aukið afl og minni eyðslu. Ganghraði væri alltaf meiri og því eyðsla líka í kulda hvort sem bíll væri forritaður eða ekki, sem er rétt hjá honum en eyðslan er samt mun meiri í hægagangi núna en var fyrir breytingu.
Lausn í boði
Eigandinn gerði sér grein fyrir því að það þyrfti að leysa þetta á einhvern hátt og það sem hann lagði til að setja bílinn aftur á original stillingu en þar sem endurgreiðsla væri ekki í boði þá gæti hann gert EGR delete í staðinn en þá yrði ég að fara á verkstæði og láta setja plötu yfir EGR ventilinn (hvað sem það svo þýðir) splitt og dong í mínum eyrum. Og hann mælti einnig með nýjum glóðarkertum sem ekki ætti að taka meira en klukkutíma á verkstæði. Kannski er kominn tími á þau eftir rúma 200k kílómetra, það má vera en að þau hafi dáið sama dag og breytingin hjá þeim var gerð er erfitt að trúa.
Ég þarf að taka ákvörðun
Það eina sem ég vil er að bíllinn virki, spurningin er því, geta þessir aðilar verið dómarar í eigin sök og eru þessir aðilar hlutlausir í að meta hvað er að sérstaklega ef þeir hafa gert mistök? Að rífa úr einhverjar síur eða ventla og skilja eftir opin göt og skipta út glóðarkertum sem hugsanlega eru í finu lagi hljómar ekkert sérlega vel í mínum eyrum.
Ábendingar um framhaldið vel þegnar
Áður en ég tek ákvörðun um hvað ég gerði, þ.e. læt færa bílinn aftur í sama horf að því gefnu að þeir ná honum í sama horf, fæ þá til að delete þessu EGR og þá bifvélavirkja til að loka gatinu og þá hvort það sé ástæða til að endurnýja glóðarkerti eða bara fá bílinn aftur eins og hann var og sætta mig tapaðan pening fyrir vöru/þjónustusvik eða standa á prinsippinu og kæra þá til Kærunefndar vöru og þjónustukaupa þá væri gott að fá álit frá öðrum sem meira vit hafa á þessu en ég. Eins og ég tók fram í byrjun þá má svara á þræði eða í einkaskilaboðum.
tl;dr Fór með bíl í aflaukningu og eyðsluminnkun sem stóst ekki, veit ekki hvor ég eigi að láta endursetja hann eins og hann var eða eyða út EGR og setja plötu yfir EGR ventil og skipta um glóðarkerti ástamt endursetningu á tölvu. Vantar ráðleggingu.
Ég veit það eru nokkrir bifvélavirkjar og bílanördar hérna og þar nauðsynlega ráð hjá ykkur. Ég tel mig hafa gert mistök sem ætla að reynast dýrkeypt, óska eftir ráðum frá fagaðilum sem hafa forsendur til að meta hvað er best að gera í stöðunni, viðkomandi má senda mér einkaskilaboð, ef vegna hagsmunatengsla það reynist erfitt að svara á þræðinum og ég virði allan trúnað 100%
Látið glepjast af Black Friday tilboði
Fyrir stuttu var „Black Friday“ tilboð hjá http://www.bilaforritun.is á aflaukningu og eyðslu minnkun bíla, tilboð sem var eiginlega „ to good to bo true“ og eins og máltækið segir if it sound to bo to good to be true it usually is. Alla vega þá lét ég glepjast, lofað var að aflaukningu úr 105hp í 150hp og eyðslan myndi minnka um 0.5 - 1l per 100 km. 150 hp hljómaði vel jafnvel þótt bíllinn stæði í stað í eyðslu enda varla hægt að biðja um betri meðaleyðslu en 4.5-5.5 l/100.
Farið með bílinn í aflaukningu
Fór með bílinn 8. desember og skildi bílinn eftir, nokkru síðar fæ ég símtal þar sem mér er tjáð að það væri villa á EGR mengunarvörn og því mælt með því að rífa EGR síu eða ventil úr bílnum gegn vægu gjaldi, gallinn væri sá að skilið yrði eftir gat og ég yrði að fara með bílinn á annað verkstæði til að loka gatinu því þeir vildu ekki gera það í samkeppni við önnur verkstæði, hann bætti við að næstum 100% allra bíla af þessari tegund væru með 1-3 villumeldingar, þessi væri nokkuð góður að vera bara með eina, upplýsingar sem ég hefði gjarnan vilja vita áður en ég tók ákvörðun og borgaði fyrirfram.
Ákvarðanataka
Aðspurður hvaða áhrif það myndi hafa að láta ekki loka gatinu var sagt að bíllinn gæti misst afl, sérstaklega í brekkum eða þar sem hann þyrfti á torki að halda. Ég var smá svekktur að hafa ekki fengið að vita fyrifram að nánast 100% líkur væru á að það þyrfti að ráðast í fleiri aðgerðir sem myndu auka á kostnaðinn, fílaði þetta svolítið eins og tálbeituauglýsingu en „fagmenn“ geta selt manni splitt og doing án þess að maður hafi hugmynd um hvað maður er að kaupa. Ég afakkaði því gat í útblástursrörið því ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í og hvaða afleiðingar það myndi hafa, enda ekki splitt og dong maður.
Bíllinn sóttur
Tveim tímum síðar sæki ég bílinn og var spenntur að prófa þessa 43% aflaukningu sem lofað var, steig pinnan í botn og fann strax sneggra viðbragð en þessi 150 hestöfl létu á sér standa, án þess að hafa eitthvað fyrir mér myndi ég giska á að bíllinn væri frekar 115-120 hestöfl en 150 ef hann þá næði því. En ég hugsaði með mér að þetta væri kannski skemmtilegri bíl þó breytingin væri lítill ef eyðslan stæði í stað eða ég fengi þann bónus sem þeir lofuðu að hún færi aðeins niður.
Frost og óverður tekur við
Bíllinn fór til þeirra í 5 stiga frosti og síðan 8. desember hefur verið -5 til -17 nánast upp á hvern einasta dag, slæmt veður og færð og því erfitt að fá sanngjarna mælingu á eyðslu, það sem verra er að það kom strax í ljós að bíllinn var verri í gang í kuldanum. Ég er búinn að keyra þennan bíl yfir 200 þúsund kílómetra og þekki hann eins og handarbakið á mér, þetta er traustur jálkur sem hefur alltaf farið í gang í fystu tilraun sama þótt frost hafi farið yfir -20 gráður. Nú er öldin önnur, ég þarf tvær til fimm tilraunir til að ná bílnum í gang, hann gengur ekki lengur 600-700 rpm í hægagangi er frekar í 900-1100 með tilheyrandi hávaða og eyðslu.
Eyðsla mæld við erfiðar aðstæður
Meðaleyðsla bílsins fór úr 5 í 7 lítra þannig að sá partur stóð ekki frekar en annað sem lofað var. Ég prófaði að goggla og fékk út að eftirfarndi grein frá FÍB https://www.fib.is/is/billinn/bilaprofa ... tavia-2013 en það segja þeir meðal annars: „Ennfremur er eldsneytiseyðslan svo gott sem engin, frá aðeins 3.8l/100 km skv. tölum frá framleiðanda sé 1.6 dísilvélin valin. Vert er að taka fram að þrátt fyrir harðan akstur í stanslausri botngjöf á Kvartmílubrautinni reyndist ógjörningur að ná eyðslunni upp fyrir 6 lítra á hundraðið!“ og þetta er nákvæmlega mín upplifun, hef ekki náð mínum yfir 6 lítra á þessum 200.000 km. fyrr en núna að hann er að poppa í 6.9-7.5 l/h.
Samskipti eða samskiptaleysi við eigendur
28. des. var ég búinn að fá nóg, vildi bara fá „restore“ á bílinn. Hafði áhyggjur að þetta væri að fara ílla með vélina og vont að vita aldrei hvor bíllinn færi í gang, sendi því tölvupóst sem ekki vara svarað, sendi annan tölvupóst 3. janúar sem ekki var svarað, sendi þvi þriðja póstinn í morgun og hringdi í eigandann í kjölfarið.
Öllu öðru um að kenna en þeím
Eigandinn fór eins og við var að búast í vörn, þetta hlyti að vera EGR að kenna eða ónýtum glóðkertum, ég sagði það einkennilega tilviljun að bíllinn hefið virkað 100% fyrir þessa tjúnningu en strax daginn eftir ættu glóðarkertin að gefa sig eða ónýt og EGR að vera til vandræða. Eftir þanng rökstuðning þá sá hann væntanlega ljósið og bauð mér að koma með bílinn í 100% restore aftur og ætti hann því þá að verða eins og hann var áður. Þá bætti ég við að ég vildi fá endurgreitt því ég hefði ekki fengið þá vöru/þjónustu sem lofað var. Eftir að ég sagði það þá varð símtalið ekki lengra.
Fæ tölvupóst í kjölfar símtals
Í kjölfar símtals þá fæ ég tölvupóst frá eiganda http://www.bilaforritun.is þar sem endurgreiðslubeiðnin hafði eitthvað farið öfugt ofan í hann og henni hafnað. En hann sagði endurgreiðslu útilokaða þar sem villumelding hefði mælst eins og mér hefði verið tjáð á staðnum, en það er ekki alls kostar rétt því ég fékk hringingu klukkutíma eftir að ég kom með bílinn þess efnis að „best bæri að rífa úr EGR og láta loka með plötu“ hefði ég vitað það fyrirfram hefði ég sleppt þessu veseni. Lítið annað að gera en að segja þeim að halda áfram. Aldrei minnst á það að þetta myndi gera bílinn vonlausan í kaldræsingu og auka eyðslu um 1-2 lítra á hundraðið.
Endurtekin orð í tölvupóstinu,
Hann hélt fast við sinn keyp að EGR sía og hugsanlega léleg glóðarkerti væru vandamálið, þrátt fyrir að það hafi ekki verið vandamál fyrr en ég eftir breytingu, enda var ég ekki að fara með bílinn til að leysa vandamál heldur til að fá aukið afl og minni eyðslu. Ganghraði væri alltaf meiri og því eyðsla líka í kulda hvort sem bíll væri forritaður eða ekki, sem er rétt hjá honum en eyðslan er samt mun meiri í hægagangi núna en var fyrir breytingu.
Lausn í boði
Eigandinn gerði sér grein fyrir því að það þyrfti að leysa þetta á einhvern hátt og það sem hann lagði til að setja bílinn aftur á original stillingu en þar sem endurgreiðsla væri ekki í boði þá gæti hann gert EGR delete í staðinn en þá yrði ég að fara á verkstæði og láta setja plötu yfir EGR ventilinn (hvað sem það svo þýðir) splitt og dong í mínum eyrum. Og hann mælti einnig með nýjum glóðarkertum sem ekki ætti að taka meira en klukkutíma á verkstæði. Kannski er kominn tími á þau eftir rúma 200k kílómetra, það má vera en að þau hafi dáið sama dag og breytingin hjá þeim var gerð er erfitt að trúa.
Ég þarf að taka ákvörðun
Það eina sem ég vil er að bíllinn virki, spurningin er því, geta þessir aðilar verið dómarar í eigin sök og eru þessir aðilar hlutlausir í að meta hvað er að sérstaklega ef þeir hafa gert mistök? Að rífa úr einhverjar síur eða ventla og skilja eftir opin göt og skipta út glóðarkertum sem hugsanlega eru í finu lagi hljómar ekkert sérlega vel í mínum eyrum.
Ábendingar um framhaldið vel þegnar
Áður en ég tek ákvörðun um hvað ég gerði, þ.e. læt færa bílinn aftur í sama horf að því gefnu að þeir ná honum í sama horf, fæ þá til að delete þessu EGR og þá bifvélavirkja til að loka gatinu og þá hvort það sé ástæða til að endurnýja glóðarkerti eða bara fá bílinn aftur eins og hann var og sætta mig tapaðan pening fyrir vöru/þjónustusvik eða standa á prinsippinu og kæra þá til Kærunefndar vöru og þjónustukaupa þá væri gott að fá álit frá öðrum sem meira vit hafa á þessu en ég. Eins og ég tók fram í byrjun þá má svara á þræði eða í einkaskilaboðum.
tl;dr Fór með bíl í aflaukningu og eyðsluminnkun sem stóst ekki, veit ekki hvor ég eigi að láta endursetja hann eins og hann var eða eyða út EGR og setja plötu yfir EGR ventil og skipta um glóðarkerti ástamt endursetningu á tölvu. Vantar ráðleggingu.