Síða 1 af 3

Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 00:06
af agust1337
Sæl verið öll
Hvað finnst ykkur um hækkun bifreiðagjalda?
Alla vegna er það á mínum hybrid bíl, er komin mikil hækkun. :wtf

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 00:16
af Benzmann
Jú, 7500 kr x2 á ári yfir í 15.000kr 2x á ári er frekar mikil hækkun

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 00:17
af G3ML1NGZ
Ég er með Aygo og er að skrá sumarbílinn sem fornbíl. ég lifi þetta af :lol:

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 07:20
af Hlynzi
Þau eru mjög svipuð bara (20 þúsund kr. ) fyrir Honda CR-V 2010 árg. - tvisvar á ári (svo 40 þús á ári)

Þessi bifreiðagjöld voru að mér skilst sett á tímabundið 1980 og eitthvað, það er ekki langt síðan þau voru tvöfölduð (voru bara einu sinni á ári, núna tvisvar).

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 07:53
af Henjo
Frekar ljótt að hækka svona rosalega mikið í einu fyrir minnstu bifreiðarnar. Er með smábíll sem fór úr sex þúsund uppí eitthv 16þús. Síðan er Range Rover hjá foreldrum mínum, sem var reyndar frekar hátt nú þegar, búið að hækka um eitthv þrjú þúsund kall. Þrátt fyrir að sá bíll mengar milljón fallt meira en smábíllinn hjá mér.

bætt við: En síðan er auðvitað versta, því ríkistjórnin vill vera umhverfisvæn og allir keyri minna og hjóla frekar og nota borgarlínuna. Þessi gjöld á bíla, hvort sem það eru bifreiðagjöld eða trygginar hafa ekkert með keyrslu að gera. Manneskja sem keyrir fimm þúsund á ári borgar jafn mikið og manneskja sem keyrir fimmtíu þúsund á ári.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 08:31
af Dropi
Gamli 2007 volvoinn minn er óbreyttur í ár en 2022 rafmagnsbíllinn minn tvöfaldaðist :(

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 09:25
af GullMoli
Skilst að það hafi verið sett lágmarksgjald sem er tæpur 16þúsund.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 09:50
af appel
Þeir réttlæta þetta með því að segja að það sé komið svo mikið af rafmagnsbílum.

En afhverju hækka þeir ekki bifreiðagjöldin eingöngu á þá bíla?

Svo er spurning hvort þeir sem eigi rafbíla séu ekki að borga alltof lítið í skatta og gjöld miðað við þá sem eiga jarðefnaeldsneytisbíla.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 09:55
af Nariur
appel skrifaði:Þeir réttlæta þetta með því að segja að það sé komið svo mikið af rafmagnsbílum.

En afhverju hækka þeir ekki bifreiðagjöldin eingöngu á þá bíla?

Svo er spurning hvort þeir sem eigi rafbíla séu ekki að borga alltof lítið í skatta og gjöld miðað við þá sem eiga jarðefnaeldsneytisbíla.


Það er viljandi gert til að gera jarðefnabíla óálitlegri kost.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 10:46
af appel
Nariur skrifaði:
appel skrifaði:Þeir réttlæta þetta með því að segja að það sé komið svo mikið af rafmagnsbílum.

En afhverju hækka þeir ekki bifreiðagjöldin eingöngu á þá bíla?

Svo er spurning hvort þeir sem eigi rafbíla séu ekki að borga alltof lítið í skatta og gjöld miðað við þá sem eiga jarðefnaeldsneytisbíla.


Það er viljandi gert til að gera jarðefnabíla óálitlegri kost.


Alltaf spurning hvað er sanngjarnt.

Mér finnst t.d. skrítið að hátekjufólk sem býr í flottu einbýlishúsi og er með tvær teslur fyrir utan séu að borga miklu minna í vegakerfið heldur en einstæð móður á lágum launum sem býr í breiðholti og keyrir um á toyota yaris bensínbíl.

Finnst að það ætti að vera sanngjörn greiðsla sem allir greiða jafnt fyrir að reka þetta vegakerfi, að þetta lendi ekki allt á bara bensínbílum sem er að fækka hlutfallslega með árunum.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 11:14
af GullMoli
appel skrifaði:
Nariur skrifaði:
appel skrifaði:Þeir réttlæta þetta með því að segja að það sé komið svo mikið af rafmagnsbílum.

En afhverju hækka þeir ekki bifreiðagjöldin eingöngu á þá bíla?

Svo er spurning hvort þeir sem eigi rafbíla séu ekki að borga alltof lítið í skatta og gjöld miðað við þá sem eiga jarðefnaeldsneytisbíla.


Það er viljandi gert til að gera jarðefnabíla óálitlegri kost.


Alltaf spurning hvað er sanngjarnt.

Mér finnst t.d. skrítið að hátekjufólk sem býr í flottu einbýlishúsi og er með tvær teslur fyrir utan séu að borga miklu minna í vegakerfið heldur en einstæð móður á lágum launum sem býr í breiðholti og keyrir um á toyota yaris bensínbíl.

Finnst að það ætti að vera sanngjörn greiðsla sem allir greiða jafnt fyrir að reka þetta vegakerfi, að þetta lendi ekki allt á bara bensínbílum sem er að fækka hlutfallslega með árunum.


Já þeir sem hafa haft efni á því að versla sér rafmagnsbíla hafa heldur betur fengið að sleppa við ýmis gjöld hingað til.

Finnst einmitt út í hött að rafmagnsbílar hafi sloppið svona vel þegar þeir eru yfirleitt um 500+ kg þyngri en bensín/dísel bíll og því með töluvert meira slit á malbikinu.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 15:15
af rapport
Fólk vill "jákvæða mismunun" í öllu nema kynjakvóta...

Ódýrari nýja dýra bíla fyrir fólkið sem á pening fyrir nýjum bílum... blanka fólkið verður bara að borga fullt verð...

Eina rétta leiðin í þessu væri að taka eldri bíla uppí nýja rafmagnsbíla og því meira sem gamli bílinn mengar því meiri afsláttur fæst af rafmagnsbílnum.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 17:05
af ColdIce
Er að borga 15k af 2021 CR-V hybrid núna. Finnst það bara mjög vel sloppið

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 18:05
af gunni91
Tveir rafbílar á heimilinu 15.980 kr per bill sem gerir 100% hækkun.

Get lítið kvartað þar sem þessir bílar slíta vegum landsins eins og hver annar diesel/bensín bíll.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 20:54
af Hrotti
Ég er með 4 bíla, Renault trafic - Dísel, Audi A3 -Hybrid, Audi E-tron 50 - Rafmagn, Porsche Taycan GTS - Rafmagn.
Furðulegt að það er sama gjaldið á þeim öllum sýnist mér, 15.980kr.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 21:18
af hagur
Fagna alltaf aukinni skattheimtu :roll:

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 21:36
af Black
Ég er með tvo bíla og mað munar 4.000kr á 1998 Suzuki Vitöru 1600cc bensín og á 2020 Toyota Corollu 1200cc Bensín.
Skrítið dæmi :catgotmyballs

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 21:54
af linked
Ég fagna þessu, þeas tvöfölduninni á rafbíla. Það var hálf sérstakt að dýrustu bílar landsins greiddu minnst allra.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 22:44
af sverrirgu
Má samt ekki gleyma að það er komið talsvert af bensín og dísel bílum sem voru að borga sömu lágmarks bifreiðagjöld og rafbílarnir þannig að þetta er ekki eingöngu sett rafbílunum til höfuðs.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Mið 04. Jan 2023 23:29
af kjartanbj
appel skrifaði:Þeir réttlæta þetta með því að segja að það sé komið svo mikið af rafmagnsbílum.

En afhverju hækka þeir ekki bifreiðagjöldin eingöngu á þá bíla?

Svo er spurning hvort þeir sem eigi rafbíla séu ekki að borga alltof lítið í skatta og gjöld miðað við þá sem eiga jarðefnaeldsneytisbíla.



Þetta hefur lítið að gera með rafmagnsbíla, það eru komnir ótrúlega margir dísil/bensín bílar sem falla í minnst mengandi flokkinn, Skoda Superb sem er stór fólksbíll sem dæmi er sama bifreiðagjaldi og rafbíllinn hjá mér. hlutfallið af lítið mengandi dísil og bensín bílum sem falla í þennan flokk eru miklu miklu fleiri en rafbílar á götunni

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Fim 05. Jan 2023 06:35
af Hjaltiatla
Er á Hyundai i10 2016 módel og þetta er hækkunin hjá mér.

2022: 2 X 8440 = 16.880 kr
2023: 2 X 15980 = 31.960 kr

:thumbsd

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Fim 05. Jan 2023 09:42
af bigggan
Mundi frekar viljað fara leiðinn sem margir hafa bölvað lengi með að setja upp gjaldhlið á stofnvegi landsins þá er þau sem í rauninni nota vegakerfið mest sem borgar lika hæsta gjaldið.. en þau sem keyra lítið borga minst.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Fim 05. Jan 2023 09:58
af appel
bigggan skrifaði:Mundi frekar viljað fara leiðinn sem margir hafa bölvað lengi með að setja upp gjaldhlið á stofnvegi landsins þá er þau sem í rauninni nota vegakerfið mest sem borgar lika hæsta gjaldið.. en þau sem keyra lítið borga minst.

Einfaldast er einfaldlega að setja skatta á ökutæki eða orkuna sem þau nota. Vandinn við tollahlið er að það verður hatrammlega barist um þau, mikil pólitík um þau, og svo þarftu að reka þau sem kostar.
Ef vandinn er að afla ríkinu tekna þá hefur ríkið allskonar aðferðir sem kostar ríkið engin útgjöld eða vandræði á móti.

Hvað rafbíla varðar, þá er einfaldast að skattleggja alla raforkunotkun.

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Fim 05. Jan 2023 10:02
af Nariur
Öll ökutækjatengd gjöld ættu að vera tengd því hversu mikið maður keyrir. Hreyfðiru ekki bílinn þinn í þessum mánuði? Engar tryggingar, engin bifreiðagjöld. (á siðferðislegan máta, ekki eins og Verna eða Ökuvísir)

Re: Bifreiðagjöld 2023

Sent: Fim 05. Jan 2023 10:59
af rapport
Nariur skrifaði:Öll ökutækjatengd gjöld ættu að vera tengd því hversu mikið maður keyrir. Hreyfðiru ekki bílinn þinn í þessum mánuði? Engar tryggingar, engin bifreiðagjöld. (á siðferðislegan máta, ekki eins og Verna eða Ökuvísir)


Er ekki alveg sammála, held að fátt mengi meira en lítið notaðir bílar því að það fór gríðarleg orka og mengun í framleiðslu á bíl sem skapar svo lítið sem ekkert virði = algjör sóun.