Síða 1 af 1
Bíll sem er bilaður er fyrir utan hjá ættingja mínum. Hvernig kemur maður honum á verkstæði?
Sent: Sun 11. Des 2022 03:01
af netkaffi
Afsakið, ég hef litla reynslu í þessu. Held að vélin sé biluð. Verður maður ekki að kaupa bifreiðaflutninga/dráttarþjónustu? Eða er hægt að draga hann bara sjálfur á öðrum bíl?
Annars ef einhver veit um góða bifreiðaflutningaþjónustu á Selfossi, má hinn sami láta mig vita.
Re: Bíll sem er bilaður er fyrir utan hjá ættingja mínum. Hvernig kemur maður honum á verkstæði?
Sent: Sun 11. Des 2022 05:27
af raggzn
Ef þetta er ekki löng vegalengd sem þú þarft að fara til að koma bílnum á versktæði er ekkert sem ætti að stoppa þig í að draga bílinn. Bara hafa hann í hlutlausum/N (Neutral) og fara hægt yfir.
Re: Bíll sem er bilaður er fyrir utan hjá ættingja mínum. Hvernig kemur maður honum á verkstæði?
Sent: Sun 11. Des 2022 07:35
af Tbot
Það sem skiptir máli er hvort bílinn er bein-/sjálfskiptur og hvort hann sé fjórhjóladrifinn.
t.d. má ekki draga suma fjólhjóladrifsbíla.
Re: Bíll sem er bilaður er fyrir utan hjá ættingja mínum. Hvernig kemur maður honum á verkstæði?
Sent: Sun 11. Des 2022 09:25
af netkaffi
Tbot skrifaði:t.d. má ekki draga suma fjólhjóladrifsbíla.
Já, nú er ég hlessa.
Re: Bíll sem er bilaður er fyrir utan hjá ættingja mínum. Hvernig kemur maður honum á verkstæði?
Sent: Sun 11. Des 2022 09:39
af Tbot
netkaffi skrifaði:Tbot skrifaði:t.d. má ekki draga suma fjólhjóladrifsbíla.
Já, nú er ég hlessa.
T.d var það með subaru sem ég átti að þeir voru í sítengdu fjórhjóladrifi og þar með mátti ekki draga þá.
Átti m.a. Forester og með hann þurfti að gera ákveðna aðgerð, svo hann færi úr fjórhjóladrifinu, og þá fyrst mátti draga hann með dráttarbíl.
En þetta stendur allt í "owners manual" í hverjum bíl, hvað má gera þegar bíll þarf á verkstæði.
Re: Bíll sem er bilaður er fyrir utan hjá ættingja mínum. Hvernig kemur maður honum á verkstæði?
Sent: Sun 11. Des 2022 11:26
af KaldiBoi
Hvernig bíll er þetta og hvernig lýsir bilunin sér?
Re: Bíll sem er bilaður er fyrir utan hjá ættingja mínum. Hvernig kemur maður honum á verkstæði?
Sent: Sun 11. Des 2022 12:49
af Hlynzi
Oftast kostar um 15 þús. kr. að fá einhvern á bílaflutningabíl til að skutla bílnum á verkstæði.
Eins og menn nefna það má ekki draga alla bíla hvernig sem er svo bílaflutningabíll er alltaf fínasti kostur.
Re: Bíll sem er bilaður er fyrir utan hjá ættingja mínum. Hvernig kemur maður honum á verkstæði?
Sent: Sun 11. Des 2022 15:11
af joekimboe
getur leigt kerru hjá n1, kostar rétt undir 10þús dagurinn.
Re: Bíll sem er bilaður er fyrir utan hjá ættingja mínum. Hvernig kemur maður honum á verkstæði?
Sent: Sun 11. Des 2022 20:12
af Kull
Ganga í FÍB, færð einn dráttarbíl á ári ókeypis. Aðild kostar bara um 9 þúsund.
https://www.fib.is/is/thjonusta/fib-adstod