Síða 1 af 1
Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Þri 28. Jún 2022 02:44
af netkaffi
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Þri 28. Jún 2022 12:37
af vatr9
Ekki reynt sjálfur en heyrt af einum eiganda sem fljótlega lenti í bilunum sem erfitt var að laga. Meira að segja brotnir teinar.
Betra að setja aðeins meiri pening (ef hægt er) í þekktari merki.
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Þri 28. Jún 2022 14:12
af rapport
vatr9 skrifaði:Ekki reynt sjálfur en heyrt af einum eiganda sem fljótlega lenti í bilunum sem erfitt var að laga. Meira að segja brotnir teinar.
Betra að setja aðeins meiri pening (ef hægt er) í þekktari merki.
Ég er mikill Húsasmiðjumaður, er nokkuð viss um að ábyrgðarþjónustan sé til fyrirmyndar ef leitað er til þeirra.
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Þri 28. Jún 2022 18:16
af Klemmi
Þú vilt diskabremsur, engin spurning.
Svo er betra að rafhlaðan sé um mitt hjól, þau eru þung og vont að hafa þau þarna aftarlega á hjólinu, skellir þegar þú ferð upp og niður kanta og getur jafn vel fundið aðeins fyrir því í beygjum.
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Þri 28. Jún 2022 21:04
af codemasterbleep
rapport skrifaði:vatr9 skrifaði:Ekki reynt sjálfur en heyrt af einum eiganda sem fljótlega lenti í bilunum sem erfitt var að laga. Meira að segja brotnir teinar.
Betra að setja aðeins meiri pening (ef hægt er) í þekktari merki.
Ég er mikill Húsasmiðjumaður, er nokkuð viss um að ábyrgðarþjónustan sé til fyrirmyndar ef leitað er til þeirra.
Ég veit ekki til þess að það sé nein sérstök hjólreiðadeild hjá Húsasmiðjunni þ.e.a.s. "fagmenntað" eða "tileinkað" starfsfólk.
Ég veit um einstaklinga sem hafa sett saman hjól fyrir húsasmiðjuna. Það var akkorðsvinna og þeir voru bara í verktöku.
Hugsa samt að við séum báðir að giska.
Hinsvegar er hægt að fá gert við reiðhjól annars staðar en í Húsasmiðjunni.
Spurningin sem þú þarft hinsvegar að fá svar við. Hefur Húsasmiðjan þekkinguna til þess að sinna viðgerðum á rafmagnsmótornum ef hann bilar?
Húsasmiðjan er væntanlega eini aðilinn sem selur hjól með þessum Bafang mótorum og ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að aðrar hjólabúðir eru ekki að fara að taka þetta hjól inn til viðgerðar á rafmagnsbúnaði.
P.S. Hef tengsl við samkeppnisaðila en á engra beinna hagsmuna að gæta.
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Mið 29. Jún 2022 00:05
af rapport
codemasterbleep skrifaði:rapport skrifaði:vatr9 skrifaði:Ekki reynt sjálfur en heyrt af einum eiganda sem fljótlega lenti í bilunum sem erfitt var að laga. Meira að segja brotnir teinar.
Betra að setja aðeins meiri pening (ef hægt er) í þekktari merki.
Ég er mikill Húsasmiðjumaður, er nokkuð viss um að ábyrgðarþjónustan sé til fyrirmyndar ef leitað er til þeirra.
Ég veit ekki til þess að það sé nein sérstök hjólreiðadeild hjá Húsasmiðjunni þ.e.a.s. "fagmenntað" eða "tileinkað" starfsfólk.
Ég veit um einstaklinga sem hafa sett saman hjól fyrir húsasmiðjuna. Það var akkorðsvinna og þeir voru bara í verktöku.
Hugsa samt að við séum báðir að giska.
Hinsvegar er hægt að fá gert við reiðhjól annars staðar en í Húsasmiðjunni.
Spurningin sem þú þarft hinsvegar að fá svar við. Hefur Húsasmiðjan þekkinguna til þess að sinna viðgerðum á rafmagnsmótornum ef hann bilar?
Húsasmiðjan er væntanlega eini aðilinn sem selur hjól með þessum Bafang mótorum og ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að aðrar hjólabúðir eru ekki að fara að taka þetta hjól inn til viðgerðar á rafmagnsbúnaði.
P.S. Hef tengsl við samkeppnisaðila en á engra beinna hagsmuna að gæta.
Husa er með nokkuð öflugt rafmagnsverkstæði og viðgerðaþjónustu fyrir raftæki, hjólin falla þar undir.
Hjólasamsetningin fyrir sumarhjólin var akkorðsvinna sem reyndir aðilar sinntu og sinna líklega enn.
Reiðhjólaþjónustan er takmörkuð, eins og þú segir.
En verkstæði sem hefur þjónustað rafmagnsdælur og mótora í áratugi og lofar fimm ára ábyrgð á heimilistækjum, held það ráði vel við rafmagnshjólin og hlaupahjólin.
Husa er líka það stórir að þeir skipta út gölluðum vörum án þess að fara á hausinn og eru með samning við reiðhjólaverkstæði um ábyrgðaþjónustu, ef ég man ŕétt... man bara ekki hvaða verkstæði.
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Mið 29. Jún 2022 00:44
af jonsig
Ef það er gott til að vera satt, þá er það líklega ekki raunin.
Ef það á að nota þetta eitthvað þá eru bosch kerfin góð. En lágmark 300þ pakki.
Bafang er mjög sniðugt ef þú vilt leita um holt og hæðir eftir gírhjólum og dóti sem enginn kannast við ,þá yfirleitt gerð úr endurnýjuðu dósaplasti. Þú mátt búast við bilun í mótor fyrstu 1000-1500 km eftir því sem ég hef heyrt.
Bosh eru að bila í 10-15þ.km+ og ekkert mál að fá parta.
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Mið 29. Jún 2022 03:09
af netkaffi
vatr9 skrifaði:Ekki reynt sjálfur en heyrt af einum eiganda sem fljótlega lenti í bilunum sem erfitt var að laga. Meira að segja brotnir teinar.
Betra að setja aðeins meiri pening (ef hægt er) í þekktari merki.
Ég verð að viðurkenna að ég þekki lítið inn á aðra möguleika hérna. Veistu hvað gætu verið góðir möguleikar?
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Mið 29. Jún 2022 05:42
af Moldvarpan
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Fim 30. Jún 2022 09:45
af vatr9
Fór að lesa mér til um kosti miðjumótora og mótors í hjólnafinu annars vegar. Hub vs Mid drive
Ekki eins einfalt og maður hélt.
Miðjumótor er þægilegri en viðhaldsfrekari og dýrari hjól yfirleitt.
Hub er einfaldara og endist betur (á annars eins hjólum) og en er ekki eins sveigjanlegt né skemmtilegt í notkun.
Flott síða annars þarna sem Moldvarpan bendir á.
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Fim 30. Jún 2022 17:06
af codemasterbleep
vatr9 skrifaði:Fór að lesa mér til um kosti miðjumótora og mótors í hjólnafinu annars vegar. Hub vs Mid drive
Ekki eins einfalt og maður hélt.
Miðjumótor er þægilegri en viðhaldsfrekari og dýrari hjól yfirleitt.
Hub er einfaldara og endist betur (á annars eins hjólum) og en er ekki eins sveigjanlegt né skemmtilegt í notkun.
Flott síða annars þarna sem Moldvarpan bendir á.
Vandamálið við nafmótorana er að það er hundleiðinlegt að taka þá úr stellinu t.d. ef maður þarf að skipta um dekk.
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Fös 01. Júl 2022 17:05
af netkaffi
Er einhver með persónulega reynslu eða veit af einhverjum með reynslu af hjóli hérna, sem er búið að annað hvort endast vel eða auðvelt að laga/fá lagað og er alveg nógu þægilegt í notkun?
Re: Rafhjól/rafmangsreiðhjól hjá Húsasmiðjunni, frá 140-200k
Sent: Fös 01. Júl 2022 22:38
af jonsig
Ég var búinn að nefna bosch. Hef farið á mínu hjóli 5þ.km á tveimur árum. Það hefur í raun allt bilað nema bosch dótið í hjólinu þá útaf einhverri vitleysu í mér.
Sduro frá fálkanum.