Ég vann við ýmsan þvott með háþrýstidælum, 100-600bar, og hef brúkað ansi margar heimilisdælur líka. Ég hef því nokkuð sterkar skoðanir á þessu máli
Eitt af því sem er gott að varast er að horfa um of á börin. 100 bör er alveg nóg til að þvo bíl - það sem skiptir meira máli eru lítrar á mínútu því það ræður því hversu vel hún skolar eða ýtir frá sér óhreinindum og þar með hve afkastamikil hún er í léttari þrifum (þrífa bíla, skola stéttar). Þú ert oftast ekki að nota aflið (lesist börin) í háþrýstidælunni til að ná föstustu óhreinindunum af heldur frekar til að ná lausari óhreinindum og til að skola af sápu.
Ef þú hefur efni á því myndi ég mæla með dælu sem ræður við 600l/h. Það eru aftur á móti yfirleitt bara topp módelin sem ná því, t.d. K7 frá Kärcher. Vertu bara viss um að flæðið á kalda vatninu hjá þér sé nógu mikið.
Persónulega myndi ég frekar vilja 100bar dælu með 600l/h heldur en 150bar með 500l/h.