Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
Fautinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf Fautinn » Lau 20. Nóv 2021 19:26

Hæ, nú hef ég verið að spá í að fá mér öflugan rafmagnsbíl sem er með allavega 450km+ í drægni og ekki smábíl.

Setti mig á lista yfir KIA EV6 og fór að skoða, hann lítur nokkuð vel út, spá í awd með stærra batterí, náði ekki að reynsluaka því að það var klukkutíma bið að fá að prófa.

Kíkti svo á Tesla - fékk að prófa Y týpuna, gott að keyra og öflugur, frekar dauður að innan samt, minimaliskur. En kemur vel til greina.

Sá svo að verið er að augl. Polestar2 en ekki alveg seldur á hann.

Mustang Mach var líka í fyrstu mjög áhugaverður en svo fannst mér of mikið talað um að væri bara Ford með Mustang merki og stóð sig ekki vel í elgsprófinu.

Þannig að hafa menn reynslusögur og meðmæli með bílum á þessu róli.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16567
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf GuðjónR » Lau 20. Nóv 2021 19:44

Áhugaverðar pælingar, allt flottir bílar sem þú nefnir en ef peningar væru ekki fyrirstaða og ég ætti að velja einn af ofantöldu út frá útliti þá yrði það Mustang Mach-e ... þvílíkt augnakonfekt!
Litast kannski smá af því að fyrsti bíllinn minn var Mustang Mac II 1973 model.
Killerbíll fyrir þess tíma killertöffara! \:D/

Annars þá hef ég sé grænan Porche rafbíl á götum borgarinnar, einn af fáum bílum sem fær mig til að góna.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6395
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 463
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf worghal » Lau 20. Nóv 2021 20:00

verð að vera sammála Guðjóni hérna, ef það væri útlitið þá væri mach-e í fyrst sæti og tesla Y í síðasta.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Tengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf kjartanbj » Lau 20. Nóv 2021 20:01

Af þessum bílum er Tesla Model Y mest praktískur með mesta plássið , ég var á Model 3 er nýbúin að selja og fæ Model Y í Desember , Model 3 er besti bíll sem ég hef átt hingað til og Y verður pottþétt ekki síðri




bjoggi
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf bjoggi » Lau 20. Nóv 2021 20:05

Smá input… og kannski veistu þetta, en ég vil bara bæta við þessa umræðu að margir bílaframleiðendur (þ.á m. Tesla) gefa upp ákveðna drægni sem þú nærð kannski 90% af þegar veður er mjög gott (þ.e.a.s. 2-3 vikur á ári). T.a.m. Þá hef ég aldrei náð drægninni sem var gefin upp á Model 3 bílnum mínum, á veturna þá er maður aldrei að ná þessu, kannski 50-60% max.

Fór í bústað um daginn, átti að ná 440km skv. bílnum þegar lagt var af stað en raunin var svo 220 km. (Uppgefin drægni á bílnum er 530km minnir mig þegar ég keypti minn).

Mér finnst nauðsynlegt að tala um rauntölur, því svo margir rafbílaeigendur lifa stundum í smá afneitun hvað þetta varðar.

Það er svo annað mál þegar við erum að tala um eina langa leið (t.d. Akureyri) þá nærðu mun betri drægni.
En að leggja bílnum yfir nótt og jafnvel fleiri nætur minnkar drægnina alveg svakalega. Prófaði það í sumar (fór hringinn) og get ekki sagt að það hafi verið skemmtileg upplifun.

Er ekki að mæla gegn rafbílum, en það er mikilvægt að vera meðvitaður um þetta áður en maður fjárfestir í rafmagnsbíl :)
Síðast breytt af bjoggi á Lau 20. Nóv 2021 20:06, breytt samtals 2 sinnum.





kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Tengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf kjartanbj » Lau 20. Nóv 2021 20:26

bjoggi skrifaði:Smá input… og kannski veistu þetta, en ég vil bara bæta við þessa umræðu að margir bílaframleiðendur (þ.á m. Tesla) gefa upp ákveðna drægni sem þú nærð kannski 90% af þegar veður er mjög gott (þ.e.a.s. 2-3 vikur á ári). T.a.m. Þá hef ég aldrei náð drægninni sem var gefin upp á Model 3 bílnum mínum, á veturna þá er maður aldrei að ná þessu, kannski 50-60% max.

Fór í bústað um daginn, átti að ná 440km skv. bílnum þegar lagt var af stað en raunin var svo 220 km. (Uppgefin drægni á bílnum er 530km minnir mig þegar ég keypti minn).

Mér finnst nauðsynlegt að tala um rauntölur, því svo margir rafbílaeigendur lifa stundum í smá afneitun hvað þetta varðar.

Það er svo annað mál þegar við erum að tala um eina langa leið (t.d. Akureyri) þá nærðu mun betri drægni.
En að leggja bílnum yfir nótt og jafnvel fleiri nætur minnkar drægnina alveg svakalega. Prófaði það í sumar (fór hringinn) og get ekki sagt að það hafi verið skemmtileg upplifun.

Er ekki að mæla gegn rafbílum, en það er mikilvægt að vera meðvitaður um þetta áður en maður fjárfestir í rafmagnsbíl :)




Drægni er samt eitthvað sem er aðeins of mikið pælt í, þegar hún er komin í 400+ km er maður bara í fínum málum, tala nú ekki um á Teslu þar sem er núna orðið þannig að það er hvergi yfir 300km á milli Supercharger stöðva ef maður fer hringinn og síðan ON og stöðvar frá öðrum inn á milli þeirra

á þeim 20 mánuðum sem ég átti minn Model 3 þurfti ég 1 sinni að nota hraðhleðslu , rest var bara hlaðið yfir nótt , lang mest heima hjá mér, fór nýlega frá Selfossi í bústað upp í Svignaskarð í Borgarfirði með viðkomu í búð niðri á Lækjargötu og aftur heim á Selfoss, keyrði 300km og átti 30% eftir þegar ég kom heim




benony13
has spoken...
Póstar: 161
Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf benony13 » Lau 20. Nóv 2021 20:33

Ég er á E-Niro og hann er í 19.1 kwh/100km eins og staðan er í dag(ekið 6500km) Ég er að keyra mjög rösklega og með hitann í botni
Mér finnst það fínt því ég er megnið að keyra úr Grindavík í kef Airport. Er i um 15.4kwh innanbæjar og þegar ég tók langferð með konunni, tveimur börnum plús farangur þá var það ca 18.6 kwh.


En ég sjálfur er sð hugsa að fá mér enn stærri og er þar ID4 sem ég er að horfa hvað mest til.




MrIce
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf MrIce » Lau 20. Nóv 2021 20:54

Mustanginn lúkkar virkilega vel, væri deffo mitt goto ef ég væri að fara í rafmagnsbíla... eða f150-e þegar hann kemur.
En þar sem ég treysti ekki þessum uppgefnu tölum með drægni þá verður dísel hilux að duga þangað til það er proper drægni á þessu, eða öflugar hleðslustöðvar allann hringinn.


-Need more computer stuff-

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 835
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 145
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf Hrotti » Lau 20. Nóv 2021 20:57

GuðjónR skrifaði:Annars þá hef ég sé grænan Porche rafbíl á götum borgarinnar, einn af fáum bílum sem fær mig til að góna.

Þessi græni er hrikalega flottur! og taycan ekki jafn dýr of maður myndi halda, byrjar í 12 milljónum.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf Frussi » Lau 20. Nóv 2021 21:12

Ég færi í polestar, en bara af því að ég er volvo perri


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


bjoggi
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf bjoggi » Lau 20. Nóv 2021 21:22

kjartanbj skrifaði:Drægni er samt eitthvað sem er aðeins of mikið pælt í

Alls ekki, þetta er mjög mikilvæg umræða finnst mér og allt of fáir að nefna rauntölur, er þess vegna að nefna þetta. Elska Model 3 og rafmagnsbíla, en þetta er ákveðin blekking þegar maður kaupir sinn fyrsta rafmagnsbíl. Maður hefur aðrar væntingar og fer svo að sætta sig einhvern veginn við að drægnin sé bara 200-250 km á veturna (innanakstur í vinnu á viku) og þetta þarf að taka með í dæmið þegar fólk er að reikna út sparnað og fleira varðandi þessa bíla.

Fyrir utan náttúrulega hvað það er geggjað að keyra rafmagnsbíl, en þá eru þeir kannski ekki eins sparneytnir og maður heldur í byrjun.

Svipað dæmi er að kaupa sér bíl sem segist eyða 7L/100km og er svo að eyða 12-14L/100km á veturna.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Tengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf kjartanbj » Lau 20. Nóv 2021 21:45

Drægnin er samt svo mikið non issue hjá flestum, í venjulegri daglegri notkun eyða þeir mestu þegar þeir fá að kólna og hitna á milli aksturs og þurfa þá alltaf að vera eyða orku í að hita bílinn , ef maður hinsvegar forhitar bílinn fyrir notkun og keyrir svo lang keyrslu þá kemst maður lengra. ég hleð bara á nóttunni og þarf aldrei að spá í þessu




bjoggi
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mið 27. Ágú 2003 20:35
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf bjoggi » Lau 20. Nóv 2021 21:50

kjartanbj skrifaði:Drægnin er samt svo mikið non issue hjá flestum, í venjulegri daglegri notkun eyða þeir mestu þegar þeir fá að kólna og hitna á milli aksturs og þurfa þá alltaf að vera eyða orku í að hita bílinn , ef maður hinsvegar forhitar bílinn fyrir notkun og keyrir svo lang keyrslu þá kemst maður lengra. ég hleð bara á nóttunni og þarf aldrei að spá í þessu
Ég er bara ekkert að tala um það, er að tala um orkunotkun og hvað það felur í sér á aðstæðum hérlendis. Er ekki að tala um að drægnin sé issue per se, en þetta er svo mikil skekkjumörk vs. það sem er auglýst. Við þurfum að vera meðvituð um þessa hluti, alveg eins og að sjá blekkingar í eyðslu per 100 km á bensín/dísel bílum. Þetta þarf að vera raunhæfari tölur.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf urban » Lau 20. Nóv 2021 21:54

Fautinn skrifaði:Mustang Mach var líka í fyrstu mjög áhugaverður en svo fannst mér of mikið talað um að væri bara Ford með Mustang merki og stóð sig ekki vel í elgsprófinu.



Er ég eitthvað að misskilja þessa setningu hjá þér ?

Þetta er jú Ford Mustang mach e
Mustang er jú bara týpa af Ford.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


Höfundur
Fautinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf Fautinn » Lau 20. Nóv 2021 22:27

Mikið talað um að þetta væri ekki raunverulegur Mustang...væri bara basic Ford sem væri búið að klína merkinu á. Þetta var umræðan á youtube, þannig að ég veit ekki nákv. hvað það þýðir.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf urban » Lau 20. Nóv 2021 22:48

Fautinn skrifaði:Mikið talað um að þetta væri ekki raunverulegur Mustang...væri bara basic Ford sem væri búið að klína merkinu á. Þetta var umræðan á youtube, þannig að ég veit ekki nákv. hvað það þýðir.


Ahh nú skil ég þig :)
hef einmitt heyrt um að fólk sé á móti því að kalla hann Mustang útaf því að þetta sé rafmagnsbíll :)
Þar sem að Mustang var jú "muscle car" og fólk vill meina að rafmagnsbílar séu ekki muscle cars (stinga þá bara af)


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


slapi
Gúrú
Póstar: 575
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf slapi » Sun 21. Nóv 2021 12:10

Ég myndi mæla með að fara ekki of geyst í þetta og fá að prófa alla bíla sem þú kemst í að prófa.

Ég er ekki hlutlaus (starfsmaður Öskju)

En EV6 kemur mjög á óvart í stærð þá sérstaklega fótaplássi afturí og hversu hljóðlátur hann er og hversu gott “driving feel” hann hefur.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Tengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf kjartanbj » Sun 21. Nóv 2021 12:38

slapi skrifaði:Ég myndi mæla með að fara ekki of geyst í þetta og fá að prófa alla bíla sem þú kemst í að prófa.

Ég er ekki hlutlaus (starfsmaður Öskju)

En EV6 kemur mjög á óvart í stærð þá sérstaklega fótaplássi afturí og hversu hljóðlátur hann er og hversu gott “driving feel” hann hefur.



Fótaplássið afturí er kannski ágætt, en review sem ég hef skoðað tala um að það sé ekkert sérstakt headroom, þar sem þakið hallast bratt aftur talað um að maður fái smá innilokunarkennd , skottpláss mætti líka vera betra miðað við stærð á bíl.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf appel » Sun 21. Nóv 2021 12:41

Þetta eru allt flottir bílar.

Persónulega finnst mér Tesla bílarnir ekki vera flottir lengur, þeir voru það, en þeir eru svo algengir á götunum í dag að mér finnst þeir vera bara einsog að sjá Toyotu Corollu. En sennilega fínir bílar :)

Mustang lítur flottur út, töffaralegur. En mér finnst Kia EV6 vera ekkert síðri í hönnun, og lookar flott út, og innréttingin flott, og líklega er þetta stærri bíll og rúmbetri en Mustang, þannig að EV6 hentar betur ef þú ert með fjölskyldu myndi ég telja.


*-*


kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Tengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf kjartanbj » Sun 21. Nóv 2021 12:54

appel skrifaði:Þetta eru allt flottir bílar.

Persónulega finnst mér Tesla bílarnir ekki vera flottir lengur, þeir voru það, en þeir eru svo algengir á götunum í dag að mér finnst þeir vera bara einsog að sjá Toyotu Corollu. En sennilega fínir bílar :)

Mustang lítur flottur út, töffaralegur. En mér finnst Kia EV6 vera ekkert síðri í hönnun, og lookar flott út, og innréttingin flott, og líklega er þetta stærri bíll og rúmbetri en Mustang, þannig að EV6 hentar betur ef þú ert með fjölskyldu myndi ég telja.



Fyrir fjölskyldu væri maður svolítið að spá í practicality og plássi Kia EV6 er með 490 lítra skott, Mustang Mach e er með 402 lítra og Tesla Model Y er með 854 lítra . fyrir mér er útlitið ekki að skipta svo miklu máli heldur bara umgengnin og plássið og það sem bíllinn bíður uppá

Best er bara að prófa þessa bíla og sjá muninn og skoða allt með tilliti til notkunar sem hann er ætlaður í , held að allir af þeim muni ekki hafa neinar áhyggjur af því að keyra þessa dags daglegu notkun , en Teslan er ennþá með yfirburði ef það á að fara út á land á bílnum




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf Trihard » Sun 21. Nóv 2021 14:35

bjoggi skrifaði:Fór í bústað um daginn, átti að ná 440km skv. bílnum þegar lagt var af stað en raunin var svo 220 km. (Uppgefin drægni á bílnum er 530km minnir mig þegar ég keypti minn).

Tesla 3 bíllinn með 530 WLTP drægni var án varmadælu, aðeins 2021 módelið er með varmadælu, það er talað um að varmadæla auki drægni allt að 30% á veturna í rafmagnsbílum.
Síðast breytt af Trihard á Sun 21. Nóv 2021 14:36, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf Tiger » Sun 21. Nóv 2021 15:29

Það er hörð keppni milli Tesla Model Y og Fiat Multipla hjá mér um ljótustu bíla götunar (en líklega vinnur Misubishi Oulander PHEV þá keppni).

Svona væri minn listi <10mills-ish

BMW i4 M50
Polestar 2
Mustang MachE
KIA EV6



Skjámynd

DaRKSTaR
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Þri 08. Apr 2003 04:01
Reputation: 76
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf DaRKSTaR » Sun 21. Nóv 2021 16:10

fullt af bílum í boði, en tesla er eina sem bíður upp á superchargers, getað hlaðið bílinn á 20-25min er game changer, ég held að tesla verði
eini kosturinn á íslandi í framtíðinni nema fólk sé bara í innanbæjarsnatti og hlaði heima hjá sér.

t.d hérna á akureyri eru komnar upp tesla supercharger við norðurtorg, sýnist 4 stöðvar, þetta er algjörlega draumur, negla í samband og fara í rúmfó eða bónus í framtíðinni og koma út og bílinn er full hlaðinn.

ég sé ekki aðra framleiðendur fjárfesta svo heiftarlega í hleðslustöðvum eins og tesla að þeir geti talist góður kostur á íslandi allavega, engin að fara að sjá ford og þessa farmleiðendur sóa milljörðum á íslandi í að koma upp superchargers fyrir þeirra bíla, nei aðrir bílar en tesla geta ekki notað tesla superchargers... teslan er að taka yfir markaðinn hérna með þessu.

enda ef ég fer yfir í rafmagnsbíl í framtíðinni þá verður það klárlega tesla bara útaf superchargers, vita að ég get hlaðið bílinn á 20-25 min er eitthvað sem er mjög nálægt þægindum á eldsneitisbíl, fara inn fá sér pulsu og teygja úr sér og svo aftur af stað.


I9 10900k | Gigabyte RTX 3060 TI | Samsung Odyssey G7 32" | Corsair H100x | Gigabyte Z490 Aorus Elite | G.SKILL Trident Z 32GB @ 3600mhz | Lian-Li O11 XL ROG | XPG Pro 512GB | Seasonic Focus 850W Gold | Corsair K95 Platinum | Logitech G502 Hero | Steelseries Arctis Pro Wireless


TheAdder
Geek
Póstar: 820
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Ótengdur

Re: Velja rafmagnsbíl - Tesla Y - Mustang Mach - KIA EV6 - Polestar 2

Pósturaf TheAdder » Sun 21. Nóv 2021 17:11

DaRKSTaR skrifaði:fullt af bílum í boði, en tesla er eina sem bíður upp á superchargers, getað hlaðið bílinn á 20-25min er game changer, ég held að tesla verði
eini kosturinn á íslandi í framtíðinni nema fólk sé bara í innanbæjarsnatti og hlaði heima hjá sér.

t.d hérna á akureyri eru komnar upp tesla supercharger við norðurtorg, sýnist 4 stöðvar, þetta er algjörlega draumur, negla í samband og fara í rúmfó eða bónus í framtíðinni og koma út og bílinn er full hlaðinn.

ég sé ekki aðra framleiðendur fjárfesta svo heiftarlega í hleðslustöðvum eins og tesla að þeir geti talist góður kostur á íslandi allavega, engin að fara að sjá ford og þessa farmleiðendur sóa milljörðum á íslandi í að koma upp superchargers fyrir þeirra bíla, nei aðrir bílar en tesla geta ekki notað tesla superchargers... teslan er að taka yfir markaðinn hérna með þessu.

enda ef ég fer yfir í rafmagnsbíl í framtíðinni þá verður það klárlega tesla bara útaf superchargers, vita að ég get hlaðið bílinn á 20-25 min er eitthvað sem er mjög nálægt þægindum á eldsneitisbíl, fara inn fá sér pulsu og teygja úr sér og svo aftur af stað.


Það er reyndar komið af stað tilraunaverkefni sem opnar kerfið hjá Tesla fyrir eigendur annara bílategunda.
https://www.forbes.com/sites/alistairch ... -it-works/


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo