ég keypti mér minn fyrsta bíl núna fyrir nokkrum mánuðum og þá er komið að því að þurfa kaupa ný dekk undir bílinn fyrir veturinn. Er búinn að vera skoða nagladekk á helstu íslenskum síðum og búðum og fæ rándýr verð fyrir 4stk af dekkjum. Talandi um yfir 200k fyrir dekkin, svo á eftir að skipta um dekk sem kostar sitt.
Er að velta því fyrir mér hvort að það taki sér að vera á vetrar/heilsársdekkjum ef ég er að keyra oft til keflavíkur/utan höfuðborgarsvæðisins eða hvort það sé skást að vera á negldum?

Svo er ég líka að pæla hvort ég komi ákveðnum stærðum undir bílinn sem eru stærri en "eiga" að vera undir bílnum. Ég er s.s. á Volvo V60 sem eiga að vera með 235/40R18 undir honum, en spá hvort að 235/55R18 passi undir. Er það eitthvað sem hægt er að tjekka á?
