hagur skrifaði:Er hægt að skipta hefðbundnum halogen perum (t.d H4/H7) út fyrir samskonar LED perur? Ég hélt það þyrfti meira til en bara peruna.
Edit: sé núna að þetta eru LED "kerfi" eins og ég hélt. En Xenon perur er væntanlega hægt að setja í bara plug and play í staðinn fyrir normal H4/H7 ?
Ég myndi harðmæla á móti því fyrir öryggi aðra, sérstaklega ef LED perur framleiddar af einhverju noname kínversku fyrirtæki.
Á degi til er það kannski ekki mikið öryggismál en á nóttu, jesús, ég blindast nánast þegar ég mæti td landcruiser bílum með led ljósum í halogen reflector ljóskerum, þetta kemur út eins og háuljósin eru á.
Ef þú getur fundið góðar LED perur sem eru sér hannaðar til að endurspeigla í ljóskerinu nánast alveg eins og halogen ljós þá ætti það að vera í lagi, bara alls ekki drasl kína led perur.
Þú þyrftir einnig að vera viss um að það sé villueyðir annað hvort innbyggt í led perunni eða sem liggur á milli bílsins og led perunnar, annars kemur upp ljósa villa í mælaborðið því að tölvan mælir hversu mikið viðnám peran hefur og getur því látið þig vita ef hún er sprungin.
Nei þú getur ekki sett xenon perur í h4 eða h7, það er allt öðruvísi festing og plús væri það allt allt allt of bjart í reflector ljóskeri.
Myndi frekar mæla með að skoða að kaupa xenon ljósker (ef það var val fyrir gerðina þína) fyrir bílinn, samkvæmt samgöngustofu eru engar reglugerðir á móti því annað en að peran má ekki vera hærri en 7000K. Þarft ekki að hafa ljóskera þvottakerfi né sjálfvirka hæðastillingu, þarft bara að vera viss um að þau eru rétt stillt sem öll ljósker eiga að hafa, sem sagt handvirka stillingu, samkvæmt reglum evrópusambandsins.