
Vita menn hvað veldur því að útblástursljósið logar stanslaust?
Af og til gegnum tíðina hefur þetta ljós komið en yfirleitt farið í næstu vélarræsingu.
Í gær var ég hins vegar að koma að norðan og búinn að keyra c.a. 300 km þegar þetta ljós kviknar og það neitar að fara.
Þetta byrjaði á því að „Engine Management Warning Light“ byrjar að blikka og bíllinn missir afl en við það svissa ég af og á aftur og þá hverfur ljósið og bíllinn fær aflið aftur en stuttu síðar kemur útblástursljósið upp.