Síða 1 af 1
Innflutningur á jeppa
Sent: Fös 14. Maí 2021 20:04
af gommari
Sælir og sælar.
Ég er að hugsa um að flytja inn bíl frá Þýskalandi, ég er búinn að reyna og reyna að fá eitthvað út úr þessum reiknivélum frá skattinum og tollinum en ég fæ bara nokkra þúsund kalla sem getur bara ekki verið rétt....
Ekki er einhver sem hefur sjálfur flutt inn bíl eða veit sirka hvað það kostar.
Ég fæ hann á 37.000 evrur + 19% vat sem ég fæ svo til baka, en söluverð á pappír verður 37.000€
Væri mjög þakklátur ef einhver gæti hjálpað mér með þetta.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Fös 14. Maí 2021 20:08
af viddi
Svona ca
Útreikningur
Verð vörunnar (tollverð + aðflutningsgjöld) miðað við þær forsendur sem þú gafst upp hér að ofan:
5.583.300 kr. + 3.618.870 kr. = 9.202.170 kr.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Fös 14. Maí 2021 23:33
af Sinnumtveir
Ath að flutningskostnaður er hluti af tollverði. Ath líka ef tollinum finnst bíllinn óeðlilega ódýr geta þeir skáldað nýtt og hærra verð á hann.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 04:37
af gommari
Takk fyrir þetta. Ég bjóst ekki alveg við 3-4 miljónum þannig að ég þarf að hugsa þetta betur.
Er samt 2 miljónum ódýrari en sameiginlegir bílar hér heima.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 08:56
af KaldiBoi
gommari skrifaði:Takk fyrir þetta. Ég bjóst ekki alveg við 3-4 miljónum þannig að ég þarf að hugsa þetta betur.
Er samt 2 miljónum ódýrari en sameiginlegir bílar hér heima.
Hef tekið þetta ferli nú að verða 3 sinnum.
Ég mæli einungis með þessu ef þetta er bíll yfir 7-8 milljónir.
Annars er flutningskostnaður og slíkt mjög takmarkað að borga sig finnst mér.
Svo er sniðugt að fá reynda menn til að gera þetta fyrir sig, hvort sem það er Óli afruglari eða bílainnflutningur frá Evrópu, held ég að hann heiti á Facebook. Því þessir menn þekkja hvern krók og kima, bæði með samgöngustofu,tollinn og Þjóðverjann.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 15:25
af gommari
Já takk fyrir það.
En nú er einginn flutningskostnaður þar sem að ég bý í Danmörku rétt hjá bílasölunni í Þýskalandi, og þeir leyfa mér að keyra hann á þýsku númerinu til Íslands og svo þegar ég er kominn á íslensk númer keyri ég beint aftur til Danmerkur og skila þeim númerunum í Þýskalandi og fæ 19% Vat endurgredd.
Þannig að eini flutnings kostnaðurinn fyrir mig er miðinn í ferjuna milli Danmörku og Íslands.
Er flutningskostnaður há upphæð af þessum 3,2 miljónum sem Viddi reiknaði út sem sirka verð?
Ég er íslenskur ríkisborgari sem bý hjá unnustu minni héríDanmörku, þessvegna get ég verið á bíl með íslenskum númerum. Svona bill kostar örugglega 100 miljónir hér í Danmörku verðið á bílum er svo fáránlegt.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 17:33
af Hizzman
gommari skrifaði:Já takk fyrir það.
En nú er einginn flutningskostnaður þar sem að ég bý í Danmörku rétt hjá bílasölunni í Þýskalandi, og þeir leyfa mér að keyra hann á þýsku númerinu til Íslands og svo þegar ég er kominn á íslensk númer keyri ég beint aftur til Danmerkur og skila þeim númerunum í Þýskalandi og fæ 19% Vat endurgredd.
Þannig að eini flutnings kostnaðurinn fyrir mig er miðinn í ferjuna milli Danmörku og Íslands.
Er flutningskostnaður há upphæð af þessum 3,2 miljónum sem Viddi reiknaði út sem sirka verð?
Ég er íslenskur ríkisborgari sem bý hjá unnustu minni héríDanmörku, þessvegna get ég verið á bíl með íslenskum númerum. Svona bill kostar örugglega 100 miljónir hér í Danmörku verðið á bílum er svo fáránlegt.
Hvar er lögheimilið þitt? Það er það sem skiptir máli, ekki ríkisborgararéttur. Mig grunar að þú megir ekki keyra bíl á útlendum plötum í landinu þar sem þú hefur lögheimili, ef landið er annað hvort Danmörk eða Ísland. Tjekkaðu vel á þessu.
Þú ættir einnig að getað fengið bílinn á export-plötum í Þýskalandi.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 19:19
af gommari
Lögheimili mitt er á Íslandi. Mátt vera á erlendum númerum í 1 ár. Ég er búinn að vera á íslenskum númerum í 5 ár og það er ekkert vesen, hvert skipti sem ég fer yfir landamærin Danmörk/Þýskaland byrja nýtt ár að telja.
En þeir stoppa alla á þýskum númerum, margir danir sem kaupa bíla í Þýskalandi og Svíþjóð en með Lögheimili í Danmörku, og ef þú ert stoppaður þá fer það bara eftir því hvernig skapi löggan er hvort hún taki bílinn eða ekki, ef hann er tekinn þarftu að borga 180% af andvirði bílsins.
Ég fæ vænt þannig númer hjá þeim.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 19:20
af gommari
En bara þeir sem eru með íslenskt lögheimili meiga keyra bílinn.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 20:24
af Hizzman
En þegar þú kemur til Íslands á bíl með útlendar plötur? Er það ok?
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 21:03
af gommari
Já gildir sama allstaðar 1/2 eða 1 ár á utlenskum númerum.
Planið mitt er samt að vera sem styðst á Íslandi.
Las að ferlið ætti ekki að taka lengri tíma en 30 daga.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 21:33
af talkabout
gommari skrifaði:Lögheimili mitt er á Íslandi. Mátt vera á erlendum númerum í 1 ár. Ég er búinn að vera á íslenskum númerum í 5 ár og það er ekkert vesen, hvert skipti sem ég fer yfir landamærin Danmörk/Þýskaland byrja nýtt ár að telja.
En þeir stoppa alla á þýskum númerum, margir danir sem kaupa bíla í Þýskalandi og Svíþjóð en með Lögheimili í Danmörku, og ef þú ert stoppaður þá fer það bara eftir því hvernig skapi löggan er hvort hún taki bílinn eða ekki, ef hann er tekinn þarftu að borga 180% af andvirði bílsins.
Ég fæ vænt þannig númer hjá þeim.
Þú ert eitthvað að misskilja reglurnar í DK, og er í raun ótrúlegt að þú hafir sloppið so far. Tíminn núllstillist ekkert þótt þú rúllur yfir grensuna, það væri alveg galið.
https://skat.dk/skat.aspx?oid=2234542
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 21:43
af Hizzman
einnig þetta:
https://www.tollur.is/einstaklingar/tol ... ngarmerki/ég skil þetta þannig að einstaklingur með íslenskt lögheimili megi ekki aka út úr ferjunni á Seyðisfirði á bíl á erlendum númerum.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 22:15
af Sinnumtveir
Þessi texti er um tímabundinn innflutning. Ég fæ ekki séð að Innflutningur með stóru I-i geti verið bannaður. Giska á að Norræna sé ódýrasta og öruggasta flutningsleiðin fyrir einkainnflutning bíla. Hér fyrr nefndi einhver "export" númeraplötur frá Þýskalandi ...
Þegar bíllinn er svo kominn á íslensk númer er sjálfsagt að taka hann með út í tímabundna vist, td í .dk.
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 22:43
af Semboy
Thetta er ahugaverdur thradur. +REP op
Re: Innflutningur á jeppa
Sent: Lau 15. Maí 2021 23:56
af gommari
Ég fæ export numeraplötur.
Ég bý ekki í Danmörku ég bý á Íslandi, ég er bara túristi sem er búinn að vera í 6 ár í Danmörku on and off þannig að ég get verið í hvaða landi sem er í ákveðinn tíma á bílnum. Löggan kom 3 sinnum heim vegna bílsins en ég sýndi fram á að ég hafi komið frá Þýskalandi fyrir nokkrum mánuðum, og að ég er bara túristi og það var nóg, hún hefur ekki komið í 4 ár eftir þessi 3 skipti.
En ég var bara að spyrja útí innflutning á bíl sem ég vil kaupa mér og er ég búinn að fá þau svör og er ég mjög þakklátur fyrir það.