Síða 1 af 1

Demparar stjórnaðir með appi/fjastyringu??

Sent: Fim 14. Jan 2021 13:31
af osek27
Vitiði eitthvað hvort það fáist svona air/hydraulic suspension á íslandi sem hægt að hækka og lækka með appi eða fjastyringu, og hvað svona græja kostar?

https://youtu.be/agZdsg7wnzk?t=183

Re: Demparar stjórnaðir með appi/fjastyringu??

Sent: Fim 14. Jan 2021 13:35
af Cascade
Sýnist svona kit vera $6200 úti við mjög stutta skoðun

Ætli þetta sé ekki lágmark 1milljón upp í mögulega 2 milljónir

Re: Demparar stjórnaðir með appi/fjastyringu??

Sent: Fim 14. Jan 2021 20:20
af danniornsmarason
Wannabe Performance var að panta og selja þetta, getur fundið þá á facebook
verðið hjá k sport air struts eru umþb 260k+ hjá k sport sjálfum. væntanlega eitthvað hærra hjá Wannabe performance

gæti verið að https://mckinstrymotorsport.is/ séu með þetta líka

nokkuð viss um að það þurfi alltaf að sérpanta þetta og verðið er þá mismunandi eftir gengi og bílum

Re: Demparar stjórnaðir með appi/fjastyringu??

Sent: Sun 24. Jan 2021 10:42
af littli-Jake
Ég hef einusinni verið með í að setja svona kerfi í að hluta. Þetta tekur talsverðan tíma jafnvel þó þú sért að vinna á lyftu. Ef þú ætlar að láta setja þetta í fyrir þig þá mundi ég alveg reikna með 15+ tímum í verkið. Mjög ólíklegt að þú rekist á einhvern sem hefur gert þetta það oft áður að hann sé orðinn fljótur.

En annars finst mér þetta snildar hugmynd.