Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf netkaffi » Sun 04. Okt 2020 15:39

Einhver tips fyrir fyrstu bílakaup? Er bara að spá í einhverju hræódýru örugglega. Get ég bara labbað inn á bílasölu og keyrt burt á bílnum eftir að staðgreiða, taka lán eða gera raðgreiðslusamning? Þarf ég að framvisa ökuskírteini? (Það er komið í símann btw, https://island.is/umsokn-um-stafraent-o ... droid-sima.)




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf littli-Jake » Sun 04. Okt 2020 16:15

Þetta fer voða mikið eftir hvað þú átt af pening og hvað þú vilt nota bílinn í.
Ef þú ert bara að spá í að keira í vinnuna og í bíó er japanskur smábíll sennilega málið. Ódýrir, eiða ekki mikið og sjaldnast mikið vesen á þeim.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


MrIce
Gúrú
Póstar: 597
Skráði sig: Þri 04. Des 2007 14:08
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf MrIce » Sun 04. Okt 2020 16:23

Hafðu þetta í huga samt

https://www.visir.is/g/20201987278d


-Need more computer stuff-


JoiSmari
Nörd
Póstar: 115
Skráði sig: Mán 04. Maí 2020 17:28
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf JoiSmari » Sun 04. Okt 2020 16:24

að minu mati myndi ég fara i vw polo 2013-2016 eru a milli 390-850 fer eftir argerð og akstri enn eru goðir meðan við verð ekki mikið um bilanir og ef þær eru eitthverjar þá er það ekki rándyrt að gera við og rosalega létt að fá varahluti.
mikill bíll fyrir lítinn pening og eyðslugrannur




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf mjolkurdreytill » Sun 04. Okt 2020 20:30

Reiknaðu bara með að þú borgir bílinn 2x. Bifreiðatengd gjöld og viðhald. Meira en 2x ef bíllinn er mjög ódýr.

Ef bíllinn er á sumardekkjum þá eru það 50-100 þús í viðbót sem þú þarft að setja í vetrardekk.

Skoðaðu ferilskrá bílsins og athugaðu skoðunarsöguna. Er mikið um endurskoðanir í skoðanasögunni. Og ef svo, hvað er verið að setja út á?

Bílasali á að láta þig vita ef það er veð á bílnum en þeir geta ekki vitað hvort tryggingarfélag ætlar að lýsa veði á bílinn vegna skulda.


Bílasalinn er bara til að græja fjármálin. Ef bíllinn bilar áður en þú kemst út af bílaplaninu þá lendir það á þér, ekki bílasalanum. Það hvílir rík skoðunarskylda á kaupanda og seljandi þarf ekki að endurgreiða þér (í flestum tilvikum).

PS. Ef bíllinn er með tímareim þá þarf yfirleitt að skipta um hana á 100k fresti og sá kostnaður fer hátt í 200 þúsund. Ef tímakeðja þá duga þær yfirleitt allt að 300k.
Síðast breytt af mjolkurdreytill á Sun 04. Okt 2020 21:09, breytt samtals 1 sinni.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 510
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf Sinnumtveir » Sun 04. Okt 2020 21:14

Á Íslandi líkt og í USA er bíll == frelsi. Vertu frjáls!



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf Danni V8 » Mán 05. Okt 2020 03:06

Keyptu bíl í gegnum bílasölu amk.

Ef þú hefur enga reynslu í bílaviðskiptum og ekki með á hreinu hvaða gildrur geta leynst í þeim er best að láta bílasölu sjá um allt ferlið.

Ég hef að vísu bara einu sinni keypt bíl í gegnum bílasölu sjálfur og það var í gegnum umboðssölu og ég valdi að gera það þar sem ég vildi vera eins öruggur og hægt er varðandi ábyrgð og ef t.d. einhver vandamál koma upp fljótlega eftir kaup.

Þar sem þau eiga oft bílana sjálf (uppítökubílar t.d.) þá er oftast búið að fara vel yfir þá og gera við allt sem fannst að. Síðan eru þau viljugri til að gera við ef eitthvað klikkar í bílnum áður en þú kemst út af bílaplaninu, sérstaklega ef ekki er um umboðsölu er að ræða (ss. þau eru að selja fyrir þriðja aðila).


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf netkaffi » Fös 06. Nóv 2020 17:05

Er ekki málið bara taka strætó í fyrramálið og staðgreiða eitt svona kvikindi

https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 9e1cd861f7




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf littli-Jake » Fös 06. Nóv 2020 17:22

netkaffi skrifaði:Er ekki málið bara taka strætó í fyrramálið og staðgreiða eitt svona kvikindi

https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... 9e1cd861f7


Hvernig í ósköpunum er búið að keyra þetta grey svona mikið????
Ég var nemi í BL aður en Hyuondai fór í Garðabæ. Þetta eru með "hári" bílum sem ég hef séð. Þetta er bara bíll og ekkert umfram. Greinilega gott í þessu samt. =D>


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf netkaffi » Fös 06. Nóv 2020 17:25

Hári? Háværari?
Edit: Já, hrárri. S.s. svona eins og jeppanir í Generation Kill.
Síðast breytt af netkaffi á Fös 06. Nóv 2020 17:31, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf rapport » Fös 06. Nóv 2020 18:41





Höfundur
netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1085
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf netkaffi » Fös 06. Nóv 2020 18:47

rapport skrifaði:Ég er svo skrítinn... Bara gulllitaðir Chryslerar handa mér...

https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... bd25265c07

https://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bi ... bd25265c07


Væri til !




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Búinn að vera miðbæjarrotta mikið og að spá í að kaupa fyrsta bílinn

Pósturaf littli-Jake » Fös 06. Nóv 2020 22:36

netkaffi skrifaði:Hári? Háværari?
Edit: Já, hrárri. S.s. svona eins og jeppanir í Generation Kill.


Ugh. Auto correct.
En hráir as in það er engin auka búnaður. Liggur við að fram rúðurnar séu handvirkar. Svo er engin hljóðeinangrun.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180