Síða 1 af 1

Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 13:16
af GuðjónR
Ætla að flusha út bremsuvökvanum á Skoda, google frændi segir mér að það séu 0.8L af bremsuvökva á kerfinu.
Þarf maður þá ekki að kaupa 2 lítra til að vera öruggur?

Mæliði með einhverjum sérstökum vökva eða skiptir það engu máli svo lengi sem hann er Dot 4 eða Dot 5.1?
Eða þessi nýji Bosch ENV4 sem Kemi selur?

Bæklingurinn segir:
The brake fluid must comply with the following standards or specifications:
› VW 50114;

› FMVSS 116 DOT4.

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 13:27
af mjolkurdreytill
FMVSS 116 DOT 4
SAE J 1704 (2004)
ISO 4925:2005 (E)

Þetta eru alþjóðastaðlar fyrir DOT vökva. Veit ekki hvort þetta sé sami staðallinn (í mismunandi kerfum) eða sambærilegir staðlar.

VWG selur sína eigin "formúlu" og Hekla væntanlega líka en fyrir mínar tvær krónur þá myndi ég bara nota DOT 4/5.1 frá virtum framleiðanda.

https://www.theskodashop.co.uk/products ... e-fluid-1l

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 16:02
af GuðjónR
Okay, er þá ekki málið að taka einhvern DOT 5.1 frá þekktum framleiðanda, hann er hitaþolnari og því minni líkur á loftbólumyndun ef ég skil þetta rétt...

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 16:08
af Viktor
Svo er alltaf hægt að renna við á næstu smurstöð \:D/

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 16:18
af GuðjónR
Sallarólegur skrifaði:Svo er alltaf hægt að renna við á næstu smurstöð \:D/

Er að fara að skipta um klossa og diska, ætla að græja þetta í leiðinni. ;)

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 16:23
af Gummiv8
Mæli með að kaupa svona, gerir þetta verk mjög létt https://www.motiveproducts.com/collecti ... eeder-kits

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 16:58
af GuðjónR
Gummiv8 skrifaði:Mæli með að kaupa svona, gerir þetta verk mjög létt https://www.motiveproducts.com/collecti ... eeder-kits

Já eflaust, en samt overkill að eiga svona.

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 17:56
af slapi
Það á ekki að blanda dot 4 og 5.1 saman
Ef bæklingurinn segir dot 4 þá á að fara dot 4

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 18:27
af raggos
þú mátt ekki blanda saman dot 5 við hinar gerðirnar 3,4,5.1.
Þú finnur engann mun á skoda að nota bara e-n ódýran generic bremsuvökva. Þú þarft helst meira hitaþol á bíl sem er í miklum brekkuakstri eða í kappakstri þar sem hitaþolið er meira. Hins vegar lækkar hitaþol allra dot vökva hratt með árunum svo eftir ca ár er munurinn á 4 og 5.1 búinn að minnka töluvert.

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 18:46
af Danni V8
Dot4, 1L er nóg.

Og áður en þú tekur bremsudælurnar af til að skipta um klossana, mæli ég með að prófa að losa loftnipplana þar sem þeir eru oft mjööög ryðgaðir fastir á svona gömlum bílum og enda með að slitna. Mjög happa glappa hvernig gengur að losa þá.

Annars á ég svona þrýstikút sem situr bara að safna ryki inní geymslu hjá mér ef þér langar að fá hann lánaðan og nennir að rúnta í Bryggjuhverfið.

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 19:34
af roadwarrior
Hvaða DOT gerð þú átt að nota getur þú séð með því að skoða lokið á forðabúrinu fyrir bremsurnar. Aldrei að nota aðra DOT gerð en stendur á forðabúrslokinu. Hvaða tegund það er skiftir ekki máli (framleiðandi) en DOT gerðin er áríðandi!!

brake-fluid.jpg
brake-fluid.jpg (26.88 KiB) Skoðað 3960 sinnum

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 21:19
af mjolkurdreytill
Eru sumir hérna ekki að rugla saman DOT 5 og DOT 5.1 sem eru ólíkir vökvar ?

Ef þú þarft að blæða bremsurnar þá ertu líklegast alltaf að fara að nota meira en þessa 800 mL þegar þú lofftæmir. 1L gæti sloppið en ekki öruggt ?

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fim 17. Sep 2020 22:53
af GuðjónR
Danni V8 skrifaði:Dot4, 1L er nóg.

Og áður en þú tekur bremsudælurnar af til að skipta um klossana, mæli ég með að prófa að losa loftnipplana þar sem þeir eru oft mjööög ryðgaðir fastir á svona gömlum bílum og enda með að slitna. Mjög happa glappa hvernig gengur að losa þá.

Annars á ég svona þrýstikút sem situr bara að safna ryki inní geymslu hjá mér ef þér langar að fá hann lánaðan og nennir að rúnta í Bryggjuhverfið.

Fallega boðið, en er ekki öruggast að nota gömlu aðferðina, fá einhvern tíl að stíga á bremsuna, tappa smá af skrúfa fyrir og sleppa ... endurtaka það skrilljón sinnum...

Hvort á ég að kaupa þessa:
https://kemi.is/verslun/smurefni-oliuvo ... magn=1-ltr
Eða þessa:
http://www.autoparts.is/is/wolf-brake-fluid-dot-34-1l

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Fös 18. Sep 2020 12:03
af littli-Jake
Hvort heldur sem er.
Stendur ekki Dot X á lokinu fyrir bremsuvökvan í scoda?

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Sun 20. Sep 2020 16:43
af GuðjónR
littli-Jake skrifaði:Hvort heldur sem er.
Stendur ekki Dot X á lokinu fyrir bremsuvökvan í scoda?

Jú það stendur DOT4
Keypti tvo lítra af Wolf DOT4 til að vera öruggur. :happy

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Mán 21. Sep 2020 01:28
af nonesenze
Kaupa alla nýja loft nippla og byrja á hjólinu sem er lengst frá forðabúrinu. Með nýja klossa og diska a öllum hjólum a vökvinn að vera a max í forðabúrinu. Og fer svo niður með tímanum þegar klossar eyðast upp. Oft ef það er ljós í mælaborði. Þa kviknar það með þessu ef það er ekki nemi í klossanum

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Mán 21. Sep 2020 08:56
af Squinchy
GuðjónR skrifaði:
Gummiv8 skrifaði:Mæli með að kaupa svona, gerir þetta verk mjög létt https://www.motiveproducts.com/collecti ... eeder-kits

Já eflaust, en samt overkill að eiga svona.


1L kókflaska og 50cm slanga sem passar upp á bleed nippilinn gerir það sama en kostar 100kalla :) og ef maður hefur ekki hjálparfót til að pressa á bremsuna þá virkar spíta milli petals og sætis :D

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Þri 06. Okt 2020 12:53
af GuðjónR
Þá eru bremsurnar komnar í lag, voru greinilega orðnar slappar svo ekki sé fastar að orðið kveðið...

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Þri 06. Okt 2020 14:32
af B0b4F3tt
Þetta er allhressilegur munur :)

En til lukku með nýju bremsurnar.

Kv. Elvar

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Þri 06. Okt 2020 17:57
af audiophile
Sjiii. Þetta var ónýtt :o

Re: Gerð og magn bremsuvökva fyrir Skoda?

Sent: Þri 06. Okt 2020 20:22
af pattzi
Þetta virðist hafa verið vel nýtt

Annars Dot 4 og dot 5.1 fínn á skoda