Síða 1 af 1

Bassabox í Fordkuga?

Sent: Lau 25. Apr 2020 18:11
af osek27
Ég var að velta fyrir mér. Þessi nýjir bílar eru orðnir svo bygðir inni og erfiðir til að vera opna og taka í sundur. Er einhver möguleiki að geta bætt við bassaboxi í svona Ford kuga 2016. Er það stórt vesen og er einhver sem gerir það aðsér að tengja inn bassabox fyrir réttan pening?

Re: Bassabox í Fordkuga?

Sent: Lau 25. Apr 2020 19:40
af DJOli
Getur fengið góð ráð og aðstoð í þessum facebook hóp
https://www.facebook.com/groups/bilgraeur

Re: Bassabox í Fordkuga?

Sent: Sun 26. Apr 2020 16:21
af demaNtur
Vinur minn er mikið í að bæta græjur í bíla. Sendi þér skilaboð með link á facebook hjá honum.

Re: Bassabox í Fordkuga?

Sent: Sun 26. Apr 2020 19:17
af littli-Jake
Ég mundi fara með þetta beint í nesradio. Þeir setja meðal annars auka dótið í leigubíla. Ég vinn í brimborg

Re: Bassabox í Fordkuga?

Sent: Þri 28. Apr 2020 12:47
af kusi
Það eru liðin ansi mörg ár síðan ég var að setja græjur í bíla en í gamla daga var hægt að fá magnara/sambyggð bassabox sem tóku input frá hátalaravírum, m.ö.o. þú gætir lagt snúrur frá afturhátölurunum í magnarann og þá óþarfi að rífa mælaborðið í sundur.

Ef magnarinn er ekki með þannig input gætirðu notað "line output converter":
https://www.crutchfield.com/S-lCwxFELV0 ... rters.html

Varðandi rafmagn inn í magnarann þá var það gert þannig að þú settir nógu þykkan vír alveg frá rafgeymi að magnaranum, með öryggi á milli auðvitað og þétti ef þú ert með þeim mun öflugri magnara. En, síðan var líka vír frá útvarpinu að magnaranum sem sendi merki um að kveikja á magnaranum þegar kviknaði á útvarpinu. Því var stundum stolið frá rafmagnsloftnetinu en ég er ekki alveg viss um hvernig það væri leyst í dag ...

Þetta er í sjálfu sér ekki flókið og þú gætir örugglega lært þetta af Youtube. Þú getur samt líka auðveldlega skemmt hluti og skapað hættu ef þetta er ekki rétt gert. Ég myndi sjálfur líklega bara fara í Nesradíó.