Síða 1 af 1
Eyðsla á Tivoli HLX - reynsla?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 09:21
af kolbeinnk
Er að leigja SsangYong Tivoli HLX, 2017 árgerð.
Hann er uppgefinn með 6,3L í blandaðri eyðslu en er að eyðanhjá mér 11,5 og upp í 12,5. Ég er eingöngu í innanbæjarakstri.
Er þetta eðlilegt, og ef ekki þá velti ég því fyrir mér hvað getur valdið? Einhverjar hugmyndir?
Einhver hér sem á Tivoli sem getur deilt sinni reynslu?
Re: Eyðsla á Tivoli HLX - reynsla?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 09:26
af ZiRiuS
Loftlítið í dekkjunum?
Re: Eyðsla á Tivoli HLX - reynsla?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 10:32
af Tbot
Uppgefnar tölur frá framleiðanda eru alltaf of lágar.
Blandaður akstur miðast við bæði bæjarkeyrslu og langkeyrslu. Feluleikur til að fela rauneyðslu, því hjá flestum er bæjarkeyrslan 75-100%.
Þetta er jepplingur þannig að hann er trúlega 1600 kg.
Síðan er það hvort þetta er bensín eða díesel bíll, bensín eyða meira.
Síðan bætir sjálfskipting við eyðslu.
Þannig að mín ágiskun hefði farið strax í 9 til 10l.
Re: Eyðsla á Tivoli HLX - reynsla?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 10:53
af BaldurÖ
Daginn ég á nákvæmlega svona bíl mér finnst hann ekki eyða miklu hef reyndar ekkert mælt hann
gæti skotið á ca 7 til 10 bara eftir aðstæðum hann er dísel sjálfskiptur.
Re: Eyðsla á Tivoli HLX - reynsla?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 10:55
af Sporður
Ertu vanur því að eldsneytiseyðslan hjá þér sé nálægt því sem hún er uppgefin alla jafna?
Re: Eyðsla á Tivoli HLX - reynsla?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 13:21
af Mossi__
Bensín dísel?
Bein- sjálfskiptur?
2WD AWD?
Hvernig dekkjum?
11-12 fyrir bensín sjálfskiptan í innanbæjar hljómar ekkert ósennilegt.
Re: Eyðsla á Tivoli HLX - reynsla?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 14:24
af BaldurÖ
Sporður skrifaði:Ertu vanur því að eldsneytiseyðslan hjá þér sé nálægt því sem hún er uppgefin alla jafna?
Já finnst hann vera bara nokkuð sambærilegur tölunum frá framleiðanda.
Re: Eyðsla á Tivoli HLX - reynsla?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 14:59
af einarhr
Minn bíll er SsangYong Musso 2.9td árgerð 2001 á 35" eyðir um 11 l í blönduðum akstri og fer niður í 8 á langkeyrslu
Re: Eyðsla á Tivoli HLX - reynsla?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 15:40
af MuffinMan
ég mundi segja að þetta væri um 10 á innanbæjar akstri miðað við að vera 1600kg og bara 115hö
Re: Eyðsla á Tivoli HLX - reynsla?
Sent: Fim 21. Nóv 2019 16:13
af Sporður
BaldurÖ skrifaði:Sporður skrifaði:Ertu vanur því að eldsneytiseyðslan hjá þér sé nálægt því sem hún er uppgefin alla jafna?
Já finnst hann vera bara nokkuð sambærilegur tölunum frá framleiðanda.
Það er nú reyndar ekki það sem ég var að velta fyrir mér, heldur hvort ökumaðurinn í þessu tilfelli væri svolítið þungur á fótinn.
Ég myndi alltaf byrja á því að kenna notandanum um þegar kemur að eyðslu.