Síða 1 af 1
Brotinn ventill á dekki og loftþrýsingsskynjari
Sent: Sun 01. Sep 2019 10:22
af Revenant
Ég lenti í því að brjóta ventil á einu dekkjana hjá mér þannig ég þarf að láta laga það.
Get ég látið skipta eingöngu um ventilinn í dekkinu eða þarf að skipta um ventil og loftþrýsingsskynjara sem er í dekkinu (þ.e. kemur þetta sem eitt unit í dag)?
Geta dekkjaverkstæði gert þetta (með því að samtengja loftþrýsingsskynjaran við bíltölvuna ef það þarf að skipta um) eða þarf ég að fara í umboðið með þetta?
Bíllinn er Toyota Auris 2015.
Re: Brotinn ventill á dekki og loftþrýsingsskynjari
Sent: Sun 01. Sep 2019 12:03
af littli-Jake
Ventilinn og skynjarinn eru pottþétt combo.
Ég hugsa að þú fáir þetta bara í umboðinu. Þegar þú hringir til að athuga verð gætirðu spurt hvernig ferlið er að forrita þetta. Það gæti alveg verið vesen.
Síðan vilja þessir skynjarar vera dýrir
Re: Brotinn ventill á dekki og loftþrýsingsskynjari
Sent: Sun 01. Sep 2019 12:24
af Viktor
Þetta er líklega eitt unit, allavega í BMW. Það er hægt að gera þetta í gegnum útvarpið á þeim, settings og reset tpms.
Kostar 5-30k stykkið eftir bílaframleiðendum og hvort þú takir original eða aftermarket.
Re: Brotinn ventill á dekki og loftþrýsingsskynjari
Sent: Sun 01. Sep 2019 13:05
af siggijo
Getur fengið þetta á dekkjaverkstæðum N1 veit ég, mun ódýrara en í umboðinu og ekkert verri skynjarar.
Re: Brotinn ventill á dekki og loftþrýsingsskynjari
Sent: Sun 01. Sep 2019 13:49
af GullMoli
Það þarf ekkert endilega að vera loftþrýstingsskynjari, bílar nota stundum ABS'ið til að nema ójafnvægi í loftþrýstingi.
Re: Brotinn ventill á dekki og loftþrýsingsskynjari
Sent: Sun 01. Sep 2019 17:39
af Tropical14
Getur farið á n1 þeir eiga Ventla pakka fyrir dekkjaskynjara ég sjálfur hef verið að skipta bara um ventlana ef skynjarinn er í lagi, flestir skynjarar eru skrúfaðir í ventlana og ég hef heyrt að margir seigja að skynjarinn sé ónýtur ef ventillinn er ónýtur bara uppá að geta selt nýjan skynjara og rukka fyrir kóðunina á nýja skynjaranum.
Vona að þetta skiljist hjá mér og gangi þér vel.
Re: Brotinn ventill á dekki og loftþrýsingsskynjari
Sent: Sun 01. Sep 2019 19:06
af Revenant
Takk fyrir allar upplýsingarnar!
Mér sýnist eftir leit af Toyota TPMS tækjum að ventillinn sé fastur skynjaranum og eina sem er útskiptanlegt sé pílan inn í ventlinum ásamt þéttihringjum/ró. Mér sýnist því ég þurfa að kaupa nýjan skynjara til að laga dekkið.