Síða 1 af 1
Rúðuþurrkur á Skoda?
Sent: Sun 18. Feb 2018 18:59
af GuðjónR
Hvar kaupiði þurrkur á Skoda / WW ?
Ég mér sýnist það vera 40cm að aftan 48cm framan farþega og 61cm bílstjóramegin.
Keypti 1x 40cm og 1x48cm í Costco um daginn (61cm var ekki til), var að reyna að setja þetta á áðan, það var ekki góð skemmtun.
Litla þurrkan passar ekki að aftan, það er ekki til millistykki sem passar. Hin passar að framan en samt frekar ljót festing.
Spurningu um að skila þessu bara... Afsakið frekar óskýrar myndir..
Re: Rúðuþurrkur á Skoda?
Sent: Sun 18. Feb 2018 19:21
af ColdIce
Kaupi alltaf þurrkur á báðar Toyoturnar mínar hjá umboði, passa beint á og eru ódýrari en bensínstöðvarnar. Kannski er Hekla jafn sanngjarnir?
Re: Rúðuþurrkur á Skoda?
Sent: Sun 18. Feb 2018 19:27
af Moldvarpan
Ég hef verið með svipaðar rúðuþurrkur á einum vinnubílnum. Þessar festingar eiga að passa á allt, til þess eru millistykkin öll.
Hinsvegar þurfti ég að taka út einn bút á einu millistykkinu, sem er alls ekki mjög augljóst. Hélt að ég myndi brjóta það, en þá var þetta hannað til að poppa út.
En endarnir á rúðuþurrkujárninu sést eiginlega ekkert á myndunum. Best að taka þurrkuna alveg af og taka mynd af járninu til að sjá tegund á því.
Re: Rúðuþurrkur á Skoda?
Sent: Sun 18. Feb 2018 20:10
af GuðjónR
Moldvarpan skrifaði:Ég hef verið með svipaðar rúðuþurrkur á einum vinnubílnum. Þessar festingar eiga að passa á allt, til þess eru millistykkin öll.
Hinsvegar þurfti ég að taka út einn bút á einu millistykkinu, sem er alls ekki mjög augljóst. Hélt að ég myndi brjóta það, en þá var þetta hannað til að poppa út.
En endarnir á rúðuþurrkujárninu sést eiginlega ekkert á myndunum. Best að taka þurrkuna alveg af og taka mynd af járninu til að sjá tegund á því.
Sko, á myndinni er annað blaðið frá Costco og hitt original, það er svona pinni sem maður þræðir blaðið uppá, afturþurrkan er hinsvegar einhversskonar bastard.
Kannski er Hekla bara málið, mér finnst festingin á blaðinu frá Costco (Michelin) svo ljótt.
Re: Rúðuþurrkur á Skoda?
Sent: Sun 18. Feb 2018 20:24
af vesi
Automatic í kópavogi græja þetta fyrir þig og ekki dýrir
Re: Rúðuþurrkur á Skoda?
Sent: Sun 18. Feb 2018 20:35
af Gunnar
wurth eru frekar ódýrir líka
Re: Rúðuþurrkur á Skoda?
Sent: Mán 19. Feb 2018 08:59
af Halli25
Fékk fínar hjá stillingur síðast, eru með mjög flott úrval, færð afslátt í gegnum FÍB hjá þeim og með orkulykli/AO
Re: Rúðuþurrkur á Skoda?
Sent: Mán 19. Feb 2018 18:46
af afrika
Hekla rukkar mig 8-9k fyrir rúðuþurkur á vw golf 2008, Pantaði bara á Amazon fyrir 22-25$ Bara mjög fínar rúðuþurkur sko.