Búinn að skoða þetta mikið síðasta árið, en hef þó ekki flutt bíl inn.
Það sem ég get þó sagt þér er að það er ekki hlaupið að því að finna einhvern í Þýskalandi sem nennir að standa í því að selja þér bíl. Hef sent e-mail á líklega milli 20-30 bílasölur, og aðeins fengið góð svör frá 2 af þeim.
Að því sögðu, þá mæli ég með því að skoða þá 2 aðila, annar er með það á heimasíðunni sinni hvernig þetta ferli fer fram, og að þeir aðstoði þig, gegn MJÖG vægu gjaldi, við það að fara með pappíra, fá export plates ofl.
Hér er bíll sem ég var orðinn mjög heitur fyrir, helsta ástæðan er að hann væri kominn heima á ca. 800-900þús ódýrara en hann kostar nýr frá umboði hérna, þ.e. ca. 1,9-2m vs ~2,8m.
https://www.automobile-kraemer.de/eu-ne ... 115682.phpFerlið er þó almennt þannig að þú greiðir bílinn með þýska vaskinum úti, sendir svo pappíra á söluaðilann eftir að þú ert búinn að láta tolla hann hér heima, og færð þá þýska vaskinn endurgreiddan. Allir sem ég hef náð tali af þarna úti segja að það sé ekki hægt að fá vaskinn niðurfelldan fyrirfram nema þú sért að kaupa sem fyrirtæki.
Það er því mikilvægt að reyna að fá nótu sem sýnir verðið án vsk, svo þú þurfir ekki að greiða innflutningsgjöld af 19% vaskinum í Þýskalandi líka.
Einnig hefur maður heyrt (ég er ekki að hvetja til þess) að þú getir kannski fengið þá til að setja alla aukahluti á sérreikning... en geri hver upp við sig hvort hann vilji það eða ekki
Ef þú ert að reyna að gera sem best kaup, þá þarftu einnig að vera meðvitaður um tollinn m.v. mismunandi útblástur. Þessi sem ég bendi á t.d. fellur í 10% flokk, þar sem hann er með undir 100g af CO2/km
Hinn aðilinn sem mér hefur litist vel á er:
http://neuwagen.europe-mobile.de/Báðir eru með einna lægstu verðin og hafa svarað tölvupósti mjög jákvætt
Annars er örugglega einhver hér sem hefur farið með þetta alla leið og keypt bíl, ég er líka spenntur að sjá svör frá slíkum aðila!