Ford Triton V8 5,4l Skipta um kerti
Sent: Mán 25. Jan 2016 16:03
Sælir
Nú er komið að því að skipta um kerti í bílnum. Ég ætlaði að gera það sjálfur og fór að leita uppl. á netinu eins og menn gera gjarnan sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Þá kemur í ljós að það er hönnunargalli hjá Ford í þessum vélum. Kertin eru tvískipt þannig að stálhlutinn sem kertatoppurinn grípur í og gengurnar losta auðveldlega í sundur og hálft kertið, neðri hlutinn, verður eftir í heddinu. Ford leysti þetta með því að búa til "special tool" til að ná neðri partinum úr. Ég hringdi í Brimborg í fyrra og þeir sögðu að það kostaði 65-90 þ að skipta um kertin.
Mín spurning er hefur einhver hér á vaktinni reynslu af því að skipta um eða láta skipta um kerti í þessum vélum. Þessar vélar eru í Ford F-150 og Expedition 2003-2008.
kv Ragnar
Nú er komið að því að skipta um kerti í bílnum. Ég ætlaði að gera það sjálfur og fór að leita uppl. á netinu eins og menn gera gjarnan sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Þá kemur í ljós að það er hönnunargalli hjá Ford í þessum vélum. Kertin eru tvískipt þannig að stálhlutinn sem kertatoppurinn grípur í og gengurnar losta auðveldlega í sundur og hálft kertið, neðri hlutinn, verður eftir í heddinu. Ford leysti þetta með því að búa til "special tool" til að ná neðri partinum úr. Ég hringdi í Brimborg í fyrra og þeir sögðu að það kostaði 65-90 þ að skipta um kertin.
Mín spurning er hefur einhver hér á vaktinni reynslu af því að skipta um eða láta skipta um kerti í þessum vélum. Þessar vélar eru í Ford F-150 og Expedition 2003-2008.
kv Ragnar