Síða 1 af 1

Bílpróf (ökumat) (Leyst)

Sent: Fim 05. Mar 2015 15:59
af hfwf
Jæja, ætli það sé ekki kominn tími til að skella sér á prófið aftur, hef ekki verið með próf í 13-14 ár eða svo, tók aldrei fullnaðarskirteinið, þarf að fara í ökumat sumsé eða sérstakt ökumat sá ég.

Er sumsé að velta fyrir mér hvort einhver hafi gert þetta hér og/eða hafi upplýsingar um þetta meir en ég hef.

.. og svo kannski einhver meðmæli með ökukennurum.

Re: Bílpróf (ökumat)

Sent: Fim 05. Mar 2015 16:14
af Nariur
Ég skilekki almennilega hvar þú stendur í kerfinu, hvað þú ert búinn að gera, en hér eru upplýsingar. http://www.samgongustofa.is/umferd/nam- ... kstursmat/

Re: Bílpróf (ökumat)

Sent: Fim 05. Mar 2015 16:19
af hfwf
Ég stend með ekkert bílpróf enda bráðabirgðaskirteini löngu löngu runnið út, og þar sem svo langt er liðið flokkast ég undir sérstakt ökumat eða eins og hjá Helga Pírata. http://nutiminn.is/helgi-pirati-i-okuke ... -arnasyni/ málið er að það koma engar upplýsingar fram um hvað sérstakt ökumat er.

Var að velta fyrir mér hvort einhver hér hafi lent í svipuðu dæmi og ég og þá Helgi og gætu upplýst mig um meira.

Re: Bílpróf (ökumat)

Sent: Fim 05. Mar 2015 16:41
af Perks
Ég hélt að þetta virkaði svona:
Ef líða meira en tvö ár frá því að ökuskírteini rennur út, missir viðkomandi réttindin sín og þarf þá að fara aftur í ökupróf, bæði bóklegt og verklegt til að öðlast ökuréttindi á ný.

Klíka hjá Helga Pírata eða loophole sem vert er að skoða?

Re: Bílpróf (ökumat)

Sent: Fim 05. Mar 2015 16:56
af hfwf
Perks skrifaði:Ég hélt að þetta virkaði svona:
Ef líða meira en tvö ár frá því að ökuskírteini rennur út, missir viðkomandi réttindin sín og þarf þá að fara aftur í ökupróf, bæði bóklegt og verklegt til að öðlast ökuréttindi á ný.

Klíka hjá Helga Pírata eða loophole sem vert er að skoða?


Það var alltaf minn skilningur líka, sendi póst á hann Helga , sjá hvort hann svari :) Sjá hvort píratinn skíni í gegn eða politíkusinn.

Re: Bílpróf (ökumat)

Sent: Fim 05. Mar 2015 17:29
af Klemmi
Ef sótt er um útgáfu fullnaðarskírteinis eða endurnýjun ökuskírteinis þegar meira en tvö ár eru frá því ökuskírteinið féll úr gildi skal umsækjandi standast hæfnispróf. Lögreglustjóri getur þó ákveðið að ekki þurfi að gangast undir hæfnispróf.


Veit ekki hvort að þetta er enn í gildi...

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We ... 1-1997.doc

Re: Bílpróf (ökumat)

Sent: Fim 05. Mar 2015 18:03
af Glazier
Lang einfaldast að hringja í ökukennara og spyrja að þessu, þeir ættu að geta svarað þér, ef ekki þeir þá Frumherji, Sýslumaður, Ökuskólinn í Mjódd ofl.
En mæli með að tala við Grím Bjarndal, sennilega einn mesti snillingur sem þú finnur og topp kennari ;)

Re: Bílpróf (ökumat)

Sent: Fim 05. Mar 2015 18:34
af hfwf
Glazier skrifaði:Lang einfaldast að hringja í ökukennara og spyrja að þessu, þeir ættu að geta svarað þér, ef ekki þeir þá Frumherji, Sýslumaður, Ökuskólinn í Mjódd ofl.
En mæli með að tala við Grím Bjarndal, sennilega einn mesti snillingur sem þú finnur og topp kennari ;)


Helgi sagði mér að þetta væri svo, hringja í sýslumann fá stöðu, taka ökumat hjá ökukennara, og taka verklega síðan, ennþá spurning hvort bóklega þurfi, virðist ekki vera.

En líst vel á þetta, ég þakka þetta strákar.

Re: Bílpróf (ökumat)

Sent: Fim 26. Mar 2015 16:08
af Perks
hfwf skrifaði:
Glazier skrifaði:Lang einfaldast að hringja í ökukennara og spyrja að þessu, þeir ættu að geta svarað þér, ef ekki þeir þá Frumherji, Sýslumaður, Ökuskólinn í Mjódd ofl.
En mæli með að tala við Grím Bjarndal, sennilega einn mesti snillingur sem þú finnur og topp kennari ;)


Helgi sagði mér að þetta væri svo, hringja í sýslumann fá stöðu, taka ökumat hjá ökukennara, og taka verklega síðan, ennþá spurning hvort bóklega þurfi, virðist ekki vera.

En líst vel á þetta, ég þakka þetta strákar.



Gekk þetta hjá þér? þurftiru að taka bóklega?

Re: Bílpróf (ökumat)

Sent: Fim 26. Mar 2015 20:11
af hfwf
Perks skrifaði:
hfwf skrifaði:
Glazier skrifaði:Lang einfaldast að hringja í ökukennara og spyrja að þessu, þeir ættu að geta svarað þér, ef ekki þeir þá Frumherji, Sýslumaður, Ökuskólinn í Mjódd ofl.
En mæli með að tala við Grím Bjarndal, sennilega einn mesti snillingur sem þú finnur og topp kennari ;)


Helgi sagði mér að þetta væri svo, hringja í sýslumann fá stöðu, taka ökumat hjá ökukennara, og taka verklega síðan, ennþá spurning hvort bóklega þurfi, virðist ekki vera.

En líst vel á þetta, ég þakka þetta strákar.



Gekk þetta hjá þér? þurftiru að taka bóklega?


Hef ekki haft tíma til þess að ganga í þetta ennþá. Kannski maður geri það eftir páska bara.

Re: Bílpróf (ökumat)

Sent: Fim 26. Mar 2015 20:27
af Xovius
hfwf skrifaði:Hef ekki haft tíma til þess að ganga í þetta ennþá. Kannski maður geri það eftir páska bara.

Endilega láttu vita hvernig þetta er. Þarf að fara að gera þetta sjálfur bráðum :D

Re: Bílpróf (ökumat)

Sent: Fim 26. Mar 2015 21:54
af hfwf
Xovius skrifaði:
hfwf skrifaði:Hef ekki haft tíma til þess að ganga í þetta ennþá. Kannski maður geri það eftir páska bara.

Endilega láttu vita hvernig þetta er. Þarf að fara að gera þetta sjálfur bráðum :D


Will do, ef einhver beatar mig ekki to the punch :P