Síða 1 af 1

Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 18:02
af Yawnk
Sælir, er með 1999 Honda Civic 3 dyra bíl, og þarf að geyma hann númerslausan úti í vetur, mér líst ekki á þessa topplúgu í bílnum, lekur ekki, en gæti gert það ef það liggur alltaf vatn í henni!

Þess vegna er ég að leita af einhverju sem ég gæti sett yfir topplúguna eða bara topp bílsins yfir allan vetur, dettur ykkur eitthvað í hug hvað ég gæti notað?
Til dæmis einhverja plastfilmu, bara eitthvað sem myndi hlífa topplúgunni frá vatni..

Hvað dettur ykkur í hug?

Þakkir!

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 18:10
af biturk
Settu bara rape tape hringinn í kringum hana

Já eða fylla falsið af koppafeiti, gætir líke sett sílíkon sprei á gúmípakninguna ef hún er vandinn

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 18:14
af Yawnk
biturk skrifaði:Settu bara rape tape hringinn í kringum hana

Já eða fylla falsið af koppafeiti, gætir líke sett sílíkon sprei á gúmípakninguna ef hún er vandinn

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2

Já, er búinn að sprauta silicone sprayi á gúmmíið í lúgunni, en gúmmíið er eitthvað illa sett á lúguna, þannig að það myndast alltaf smá 'pollur' ofan á lúgunni og gúmmíið heldur pollinum inni því það er eitthvað bylgjótt, það er varla gott til lengri tíma.

Hversskonar tape er rape tape??? gúglaði það, áttaði mig ekki alveg á samhenginu og fékk einhverjar niðurstöður af einhverju allt öðru :megasmile

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 18:16
af Viktor
Yawnk skrifaði:
biturk skrifaði:Settu bara rape tape hringinn í kringum hana

Já eða fylla falsið af koppafeiti, gætir líke sett sílíkon sprei á gúmípakninguna ef hún er vandinn

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2

Já, er búinn að sprauta silicone sprayi á gúmmíið í lúgunni, en gúmmíið er eitthvað illa sett á lúguna, þannig að það myndast alltaf smá 'pollur' ofan á lúgunni og gúmmíið heldur pollinum inni því það er eitthvað bylgjótt, það er varla gott til lengri tíma.

Hversskonar tape er rape tape??? gúglaði það, áttaði mig ekki alveg á samhenginu og fékk einhverjar niðurstöður af einhverju allt öðru :megasmile


Þetta heitir 'duct tape' ekki rapetape.

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 18:18
af biturk
Þetta gráa fína sem að mythbusters misnota í allt sem þeim dettur í hug


Annars myndi ég þurrka alla bleitu og setja koppafeiti eða svipaða vatnsþolna feiti og teipa svo yfir til öryggis....lakkið ætti alveg að þola það ef hann er wkki sprautaður með eh rusli

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 18:30
af worghal
er ekki bara málið að redda dúk yfir bílinn ?

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 18:35
af Black
Ekki nota rapetape (Striga tape) límið verður eftir á lakkinu þegar þú rífur það af, og getur auðveldlega skemmt lakkið.

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 18:38
af Yawnk
Takk fyrir þessar hugmyndir, mér líst ansi vel á það sem Worghal er að stinga upp á, dúk yfir allan bílinn, hvar myndi ég fá svoleiðis? er það ekki rándýrt?

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 20:05
af Lexxinn
Yawnk skrifaði:Takk fyrir þessar hugmyndir, mér líst ansi vel á það sem Worghal er að stinga upp á, dúk yfir allan bílinn, hvar myndi ég fá svoleiðis? er það ekki rándýrt?


Seglagerðin Ægir útbjó svona fyrir nokkrum árum ef ég man rétt.

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 20:23
af demaNtur
í verstafalli geturu tekið svartan ruslapoka, og venjulegt rafmagnslímband (litlu mjóu sem teygjast þokkalega mikið) og smellt pokanum yfir lúguna og teipað hann fastan..

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 20:51
af MatroX
dúkur yfir bílinn er að fara rispa hann í klessu.. en afhverju númerslausan? notar þetta bara i vetur ;D

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 20:55
af Yawnk
MatroX skrifaði:dúkur yfir bílinn er að fara rispa hann í klessu.. en afhverju númerslausan? notar þetta bara i vetur ;D

Er ekki hægt að fá ábreiður sem eru gerðar fyrir bíla? :-k
Ástæðan fyrir því er að ég þarf annaðhvort að taka bílinn af númerum og bíða þar til ég get fengið vinnu til að reka bílinn sjálfur, eða selja hann, og fyrri kosturinn hljómar betur :)

Re: Plast til þess að hlífa bíl? [Topplúgu t.d]

Sent: Fim 26. Sep 2013 20:58
af demaNtur
MatroX skrifaði:dúkur yfir bílinn er að fara rispa hann í klessu.. en afhverju númerslausan? notar þetta bara i vetur ;D


Svo lengi sem það er lítil hreyfing á dúknum og bílinn vel þrifinn áður enn hann er settur á þá er hann voðalega lítið að fara rispast..