Síða 1 af 1
Toyota Avensis 2003 Árgerð - Vandamál með bremsuljós
Sent: Sun 08. Sep 2013 16:49
af Frantic
Ég var að skipta um perur aftan á bílnum og núna fæ ég bara bremsuljósin ekki til að virka.
Mér datt í hug að það gæti verið að ég hefði óvart sett gamlar perur akkúrat þar sem bremuljósin eru en ég er viss um að það er í lagi með perurnar sjálfar.
Þess vegna skipti ég um öryggið sem er merkt TAIL 10A.
Öryggið virtist vera í lagi en ég skipti samt um það til öryggis.
En það kemur samt ekkert ljós þegar ég bremsa og ég held að bakkljósið sé líka dautt.
Er orðinn alveg hugmyndalaus hvað vandamálið gæti verið.
Var ég að skipta um rangt öryggi eða er rafmagnskerfið í bílnum bara bilað?
Læt fylgja með mynd af lokinu af öryggjaboxinu. (Skipti um nr. 14)
Re: Toyota Avensis 2003 Árgerð - Vandamál með bremsuljós
Sent: Sun 08. Sep 2013 16:52
af vesi
hefuru ath öryggi nr. 22 ???
Re: Toyota Avensis 2003 Árgerð - Vandamál með bremsuljós
Sent: Sun 08. Sep 2013 16:53
af Garri
Einfaldasta mál í heimi að prófa perurnar. Fáðu þér einn vír, opnaðu húddið, tengdu annan vírinn við pólinn (skiptir ekki máli hvorn) og endann á perunni við hinn, tengdu svo vírinn í hlið perunnar og þá á að verða ljós. Sumar perur eru með tvo póla, prófaðu hvorn fyrir sig. Á að koma ljós í báðum tilfellum.
Re: Toyota Avensis 2003 Árgerð - Vandamál með bremsuljós
Sent: Sun 08. Sep 2013 17:07
af littli-Jake
Ég mundi byrja á að ganga úr skugga um hvort að það væri að koma straumur aftur í perutengið.
Ef að það kemur ekki straumur á perutengið geturu athugað hvort að það komi straumur yfir öryggið. Ef það kemur straumur yfir það skaltu athuga hvort að það tengið sem slíkt sé ónítt með að mæla leiðsluna fyrir aftan tengi. Ef að þú færð ekki straum á leiðsluna við tengið en færð straum gegnum öryggið er vandamál með leiðsluna.
Ef þú fræðr ekki straum að öryggina gæti vandamálið verið rofinn sjálfur. Við bremsupedalann er rofi sem hleipir straumi á bremsuljósinn þegar þú stígur á bremsuna. Hann á það til að bila.
Re: Toyota Avensis 2003 Árgerð - Vandamál með bremsuljós
Sent: Sun 08. Sep 2013 18:34
af Frantic
Er búinn að prófa perunar og það er í góðu með þær.
Var ekki búinn að kanna öryggi 22, kíki á það í kvöld.
Hafði ekki heldur kannað strauminn, efast um að það komi straumur á perustæðin þar sem það er í lagi með perunar og þær ættu þá að loga.
Minnir að það sé bara einn póll á þessum perum.
Ætla líka að mæla strauminn á örygginu í kvöld.
Læt ykkur vita hvernig fer.
Re: Toyota Avensis 2003 Árgerð - Vandamál með bremsuljós
Sent: Sun 08. Sep 2013 20:24
af Garri
Finnst það frekar skrítið að þú segist vera búinn að prófa perunar en munir ekki alveg hvort það sé einn eða tveir pólar á þeim?!
Hvenær prófaðurðu perurnar og hvernig?
Re: Toyota Avensis 2003 Árgerð - Vandamál með bremsuljós
Sent: Sun 08. Sep 2013 22:26
af Frantic
Það er einn póll á þeim.
Prófaði þær með því að stinga þeim í samband þar sem stöðuljósin eru.
Það er nefnilega rafmagn á perustæðunum fyrir þau.
Re: Toyota Avensis 2003 Árgerð - Vandamál með bremsuljós
Sent: Sun 08. Sep 2013 23:39
af Bjosep
Sambandsleysi á pólunum kannski?
Þú skiptir um perur af einhverri ástæðu. Ég reikna ekki með því að perurnar hafi lifað fyrst þú skiptir um þær. Kannski þarftu að skafa af skautunum til þess að fá straum á perurnar.
Re: Toyota Avensis 2003 Árgerð - Vandamál með bremsuljós
Sent: Mán 09. Sep 2013 00:01
af Viktor
Það kemur fyrir að neminn sem skynjar bremsu bili, kemur líka stundum fyrir bakkljósanemann. Myndi athuga það ef það kemur ekki straumur í tengin.
Öryggið virtist vera í lagi en ég skipti samt um það til öryggis.
Re: Toyota Avensis 2003 Árgerð - Vandamál með bremsuljós
Sent: Mán 09. Sep 2013 15:02
af Frantic
Það var öryggi nr. 22 sem var farið.
Eyddi 40 mín í að setja nýtt öryggi, er með alltof stórar hendur til að gera eitthvað af viti inní þessu boxi.
Greinilega gert fyrir japanskar hendur.
Fannst það ekki koma til greina fyrst vegna þess að það er 15A.
En núna veit ég það, bremsu ljós + bakk ljós = STOP 15A.
Takk allir fyrir hjálpina