Bílskúrsverkefnin
Sent: Mán 26. Ágú 2013 22:32
Sælir, vantar ekki þráð um hvað menn eru að gera við/gera upp/vinna við í bílskúrnum hjá sér?
Ég og pabbi höfum verið að vinna í Ford Bronco 1974 302 sjálfskiptur svona upp á síðkastið, en þetta bílavesen hjá mér hefur fyllt skúrinn seinustu vikur, er með einn Honda Civic 1999 Vti þar inni núna í smá 'viðgerðum', lekur eitthvað afturhlerinn og er bara að dúlla mér að laga það.
http://mynda.vaktin.is/image.php?di=I05W *
Þetta er nýlegasta myndin af Bronconum sem ég á, mjög fjarskafallegur, var ofboðslega ryðgaður þegar við eignuðumst hann.
Öllu leyti original fyrir utan þessi ljótu klipptu afturbretti..
Ýmislegt sem þarf að gera, laga sílsa, nýjar hurðir, fá óklippt bretti, laga ljós og listinn heldur áfram út í það óendanlega.
Skráður 200 hestöfl, er í raun bara 145 samkvæmt handbókum um Bronco sem ég hef lesið, eiginlega bara hljóð, varla neitt annað, en nóg er nú um hávaðann! maður heyrir í honum langar leiðir, enda er pústkerfið ekki í mjög góðu ástandi heldur
Ég og pabbi höfum verið að vinna í Ford Bronco 1974 302 sjálfskiptur svona upp á síðkastið, en þetta bílavesen hjá mér hefur fyllt skúrinn seinustu vikur, er með einn Honda Civic 1999 Vti þar inni núna í smá 'viðgerðum', lekur eitthvað afturhlerinn og er bara að dúlla mér að laga það.
http://mynda.vaktin.is/image.php?di=I05W *
Þetta er nýlegasta myndin af Bronconum sem ég á, mjög fjarskafallegur, var ofboðslega ryðgaður þegar við eignuðumst hann.
Öllu leyti original fyrir utan þessi ljótu klipptu afturbretti..
Ýmislegt sem þarf að gera, laga sílsa, nýjar hurðir, fá óklippt bretti, laga ljós og listinn heldur áfram út í það óendanlega.
Skráður 200 hestöfl, er í raun bara 145 samkvæmt handbókum um Bronco sem ég hef lesið, eiginlega bara hljóð, varla neitt annað, en nóg er nú um hávaðann! maður heyrir í honum langar leiðir, enda er pústkerfið ekki í mjög góðu ástandi heldur