Síða 1 af 2

Filmur í bílrúður.

Sent: Fim 01. Ágú 2013 01:55
af Moquai
Mig vantar filmur í rúðurnar á bílnum mínum.

Hvert er best að fara, og mér er alveg sama að eyða aðeins meiri pening bara svo sem að þetta er gert vel, og eru eitthverjar mismunandi aðferðir á hvernig rúður eru "filmaðar"?
Hef heyrt um reyklitun eða eitthvað álíka.

Líka, veit eitthver hverjar reglurnar eru með filmur í framrúðum, hef heyrt að ef þú ert með mígreni (sem ég er greindur með) á ég að geta fengið leyfi fyrir filmur að framan upp að vissu marki? Eða er það bara ehv rugl.

Fyrirfram þakkir :).

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fim 01. Ágú 2013 02:27
af intenz

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fim 01. Ágú 2013 07:13
af olafurfo
Þetta er aðalega styrkurinn sem "lúkkar" vel á bílnum sem flestir pæla í. Ert með 5% sem er næstum kolsvart og upp í 50 sem er hálf ljóst. VIP standa sig vel og mæli ekki með framrúðum nema þú nennir pínu auka veseni fyrir hverja skoðun ^^,
http://www.earticlessite.com/wp-content ... rivacy.jpg
Þessi mynd sýnir styrkleikana

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fim 01. Ágú 2013 08:41
af Thormaster1337
Myndi mæla með að fá tilboð í bílinn þinn hjá VIP
Borgaði 25þús fyrir allar rúðurnar og hann gerði þetta vel og var frekar snöggur að þessu :)

Mynd

Hér er mín gamla honda filmuð allar rúður nema framrúðan.
35% Frammí og 15% afturí

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fim 01. Ágú 2013 11:04
af Bjosep
35% frammí. Er það löglegt?

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fim 01. Ágú 2013 13:29
af AndriKarl
Bjosep skrifaði:35% frammí. Er það löglegt?

Allar filmur frammí eru ólöglegar.

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fös 02. Ágú 2013 01:02
af Thormaster1337
AndriKarl skrifaði:
Bjosep skrifaði:35% frammí. Er það löglegt?

Allar filmur frammí eru ólöglegar.


Jebb það er ólöglegt en samt bara gefur gífulega flott lúkk að hafa filmur frammí ;)
slapp samt altaf meir að seigja löggan stoppaði mig og tók ekki eftir þessum blessuðu filmum haha :) or i just got lucky i guess

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fös 02. Ágú 2013 01:06
af demaNtur
AndriKarl skrifaði:
Bjosep skrifaði:35% frammí. Er það löglegt?

Allar filmur frammí eru ólöglegar.


Vera bara sniðugur að skrúfa niður rúðurnar þegar löggan stoppar þig :japsmile

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fös 23. Ágú 2013 15:20
af Arena77
Ég var með filmur frammí hjá mér en fékk endurskoðun á bílinn, þurfti að rífa þær úr fyrir næstu skoðun.

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fös 23. Ágú 2013 18:30
af g0tlife
Hef farið 3 sinnum til VIP. Mæli með þeim

https://fbcdn-sphotos-a-a.akamaihd.net/ ... 4204_o.jpg

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fös 23. Ágú 2013 19:00
af Lexxinn
g0tlife skrifaði:Hef farið 3 sinnum til VIP. Mæli með þeim

https://fbcdn-sphotos-a-a.akamaihd.net/ ... 4204_o.jpg


Hvað varð um miðjurnar? :shock:

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fös 23. Ágú 2013 19:39
af g0tlife
þær voru í sprautun til þess að passa við felgurnar. Lexus miðjur koma bara í einum lit komst að því the hard way haha


Lexxinn skrifaði:
g0tlife skrifaði:Hef farið 3 sinnum til VIP. Mæli með þeim

https://fbcdn-sphotos-a-a.akamaihd.net/ ... 4204_o.jpg


Hvað varð um miðjurnar? :shock:

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Fös 23. Ágú 2013 23:55
af sibbsibb
VIP hiklaust. Flott þjónusta og gott verð!! Nýbúinn að vera þar.

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Lau 24. Ágú 2013 00:50
af atlifreyrcarhartt
Vip tekur 5 þúsund Á rúðu og 10þúsund ef það er hiti í rúðunni.. ég er með filmur i öllu nema framrúðunni og var stoppaður i þarsíðustu viku og fékk boðun i skoðun sem rann ut 20 ágúst. Eg kroppaði bara boðun i skoðun af bílnum þar sem hann er skráður hja frumherja skoðaður 2014

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Lau 24. Ágú 2013 01:00
af urban
atlifreyrcarhartt skrifaði:Vip tekur 5 þúsund Á rúðu og 10þúsund ef það er hiti í rúðunni.. ég er með filmur i öllu nema framrúðunni og var stoppaður i þarsíðustu viku og fékk boðun i skoðun sem rann ut 20 ágúst. Eg kroppaði bara boðun i skoðun af bílnum þar sem hann er skráður hja frumherja skoðaður 2014


það að kroppa miðann af er ekki nóg.
þú ert enþá með boðun í skoðun og færð sektina.
einfaldlega hægt að klippa af bílnum hjá þér ef að þú ferð ekki með hann í skoðun, þar sem að hann er jú í raun ekki skoðaður.

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Lau 24. Ágú 2013 01:04
af biturk
atlifreyrcarhartt skrifaði:Vip tekur 5 þúsund Á rúðu og 10þúsund ef það er hiti í rúðunni.. ég er með filmur i öllu nema framrúðunni og var stoppaður i þarsíðustu viku og fékk boðun i skoðun sem rann ut 20 ágúst. Eg kroppaði bara boðun i skoðun af bílnum þar sem hann er skráður hja frumherja skoðaður 2014


Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2


Hahaha þú snérir aldeilis á þá

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Lau 24. Ágú 2013 02:17
af MatroX
myndi fara til vip ef þeir bjoða upp á maður geti sleppt því að fá vip limmiða í rúðuna, ég vill ekki vera auglýsa þá frítt þar sem 5 hver bíl frá þeim er ekkert rosalega vel filmaður,


annars er pólverji í keflavik sem er að standa sig vel filmaði bílinn hja ömmu og afa og það kom rosalega vel út og var 14þús kr ódýrari en tilboðið frá vip

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Lau 24. Ágú 2013 13:52
af Gúrú
atlifreyrcarhartt skrifaði:Vip tekur 5 þúsund Á rúðu og 10þúsund ef það er hiti í rúðunni.. ég er með filmur i öllu nema framrúðunni og var stoppaður i þarsíðustu viku og fékk boðun i skoðun sem rann ut 20 ágúst. Eg kroppaði bara boðun i skoðun af bílnum þar sem hann er skráður hja frumherja skoðaður 2014


Lögregluembættið tilkynnir Umferðarstofu að þú hafir verið boðaður í endurskoðun.

Þeir eru ekki alveg vangefnir.

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Lau 24. Ágú 2013 14:10
af siggik
atlifreyrcarhartt skrifaði:Vip tekur 5 þúsund Á rúðu og 10þúsund ef það er hiti í rúðunni.. ég er með filmur i öllu nema framrúðunni og var stoppaður i þarsíðustu viku og fékk boðun i skoðun sem rann ut 20 ágúst. Eg kroppaði bara boðun i skoðun af bílnum þar sem hann er skráður hja frumherja skoðaður 2014



:-k

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Lau 24. Ágú 2013 15:15
af MatroX
Gúrú skrifaði:
atlifreyrcarhartt skrifaði:Vip tekur 5 þúsund Á rúðu og 10þúsund ef það er hiti í rúðunni.. ég er með filmur i öllu nema framrúðunni og var stoppaður i þarsíðustu viku og fékk boðun i skoðun sem rann ut 20 ágúst. Eg kroppaði bara boðun i skoðun af bílnum þar sem hann er skráður hja frumherja skoðaður 2014


Lögregluembættið tilkynnir Umferðarstofu að þú hafir verið boðaður í endurskoðun.

Þeir eru ekki alveg vangefnir.


það hefur samt svo marg oft klikkað og ekki farið í gegn. eg hef sjálfur lent í því að fara á skoðunarstöð með boðun í skoðun og ég fékk þau svör að það hafi aldrei verið sett boðun í skoðun á bilinn hjá mér. ég samt stoppaður fyrir hávaða mengun

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Þri 27. Ágú 2013 19:51
af atlifreyrcarhartt
MatroX skrifaði:
Gúrú skrifaði:
atlifreyrcarhartt skrifaði:Vip tekur 5 þúsund Á rúðu og 10þúsund ef það er hiti í rúðunni.. ég er með filmur i öllu nema framrúðunni og var stoppaður i þarsíðustu viku og fékk boðun i skoðun sem rann ut 20 ágúst. Eg kroppaði bara boðun i skoðun af bílnum þar sem hann er skráður hja frumherja skoðaður 2014


Lögregluembættið tilkynnir Umferðarstofu að þú hafir verið boðaður í endurskoðun.

Þeir eru ekki alveg vangefnir.


það hefur samt svo marg oft klikkað og ekki farið í gegn. eg hef sjálfur lent í því að fara á skoðunarstöð með boðun í skoðun og ég fékk þau svör að það hafi aldrei verið sett boðun í skoðun á bilinn hjá mér. ég samt stoppaður fyrir hávaða mengun


Skv. Frumherja er bíllin skoðaður 2014... hvernig fáið þið það út að hann sé með boðun i skoðun.. lesa fyst og geyma brandarana þar til að lestri loknum :)

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Þri 27. Ágú 2013 20:01
af Gúrú
atlifreyrcarhartt skrifaði:Skv. Frumherja er bíllin skoðaður 2014... hvernig fáið þið það út að hann sé með boðun i skoðun.. lesa fyst og geyma brandarana þar til að lestri loknum :)


Ef ég læt skoða bílinn, lem framrúðuna með sleggju og mölva hana, fæ boðun í skoðun frá löggunni og laga svo ekki framrúðuna - heldur þú þá að ég sé búinn að komast framhjá kerfinu?

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Þri 27. Ágú 2013 21:26
af Danni V8
atlifreyrcarhartt skrifaði:Skv. Frumherja er bíllin skoðaður 2014... hvernig fáið þið það út að hann sé með boðun i skoðun.. lesa fyst og geyma brandarana þar til að lestri loknum :)


Þó að bíllinn er skráður í næstu aðalskoðun árið 2014, þýðir ekki að hann sé ekki með boðun í skoðun. Þú verður að hafa aðgang að ökutækjaskrá til þess að sjá boðun í skoðun á ökutæki, það er ekki nóg að fletta bílnum upp á us.is.

Það sem gerist er að það kemur færsla í skoðunaryfirlit bílsins þar sem tegund skoðunar er "Boðun í skoðun" og skráður skoðunarmaður er lögregla þess embættis sem boðaði þig í skoðun. Að þessari viku lokinni sem þú hefur til þess að fara með bílinn í skoðun byrjar að koma vanrækslugjald (sekt) sem sést undir liðnum Áhvílandi gjöld í ökutækjaskrá. Þessa sekt mun þurfa að greiða áður en bíllinn fer næst í skoðun. Ef þú nærð að þrauka til skoðunardags árið 2014 án þess að það verður klippt af bílnum, verður sektin eflaust orðin himin há og það verður rándýrt að fara með hann í aðalskoðunina. Ég þekki það þó ekki 100% hvort sektin hækkar með tímanum eða hvort hún nær bara einni upphæð og verður þar.

Þar að auki, á meðan bíllinn er með boðun í skoðun, getur þú misst bótarétt í slysi þrátt fyrir að vera í rétti, enda setur lögregla ekki boðun í skoðun á bíla nema hún telji bílinn ógna umferðaröryggi og því á að lagfæra það um leið.

Allan tíman stendur að næsta skoðun sé árið 2014 á www.us.is.

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Þri 27. Ágú 2013 23:43
af tdog
Danni V8 skrifaði:rant

Nei gaur þú skilur ekki, hann tók miðann af bílnum!

Re: Filmur í bílrúður.

Sent: Sun 27. Des 2015 01:05
af gunni91
Hahh flottir þráður, nennti ekki að búa til nýjan en mig langar að filma bílinn minn.

Er þessi i Keflavík ennþá að filma eða vitiði um einhverja ódýra sem eru góðir?