Síða 1 af 2

Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 18:59
af Yawnk
Sælir félagar.

Langaði að forvitnast hvað ykkur finnst um þessar rafmagnsvespur sem komast á 25km hraða og eru leyfðar á gangstéttunum.

Var að horfa á fréttirnar áðan, þar var talað um að það ætti að leggja fram nýtt frumvarp næsta haust um vespurnar, banna þær á gangstéttum, gera þær skyldar til skráningar og trygginga og að það eigi að þurfa próf til þess að aka þeim?

Ég bara ætlaði ekki að trúa þessu, afsakið orðbragðið, en hvaða djöfulsins rugl er þetta?

Ég myndi halda að það skapaðist meiri hætta ef rafmagnsvespur séu að aka á 25km hraða á 60 götu...80 götu... 90 götu... í stað þess að keyra um á gangstéttunum?

Það á ekki sála eftir að kaupa svona vespu ef þetta gengur í gegn, það á bara að drepa allt í fæðingu :thumbsd
Þetta er týpískt dæmi um þegar nokkrir aðilar skemma fyrir öllum (Þá tala ég um krakkana sem eru á þessu, 1999...2000 og yngra)

Finnst nú allaveganna nóg að setja bara aldurstakmark á þetta, 14-15 ára myndi mér finnast lágmark.
12-13 ára krakkar kunna einfaldlega ekki umferðarreglurnar nógu vel til þess að geta ekið svona, svo er verið að reiða á þessu ofl.

Margt fullorðið fólk sem notar þetta sem ferðamáta líka, er aldrei hægt að líta á góðu hliðarnar á neinu? bara banna banna banna banna, held að það verði stutt þangað til maður þarf að tryggja og skrá reiðhjólið sitt.

Hvað með fólkið sem hefur átt svona í mörg ár, ekki á að skylda þau til þess að koma og taka próf á þetta til að mega halda áfram að aka þeim? aldrei myndi maður... Svona próf kostar alveg örugglega um 50-100 þús kr, kæmi mér ekki á óvart.

Ég á ekki svona vespu sjálfur, en hef alltaf haft áhuga á þeim, var meira að segja að spá í að kaupa mér eitt stykki í sumar, veit ekki hvað verður af því núna þegar maður heyrir þetta, græðgin í hámarki.. :dissed

Endilega leiðréttið ef það eru einhverjar villur í þessu ranti mínu, gæti hafa misskilið eitthvað :catgotmyballs

Hvað finnst ykkur um þetta?
Á að banna þær?
Á að leyfa þér á gangstéttum?

TL;DR : Á að leyfa rafmagnsvespur á gangstéttum eða ekki?

/rant

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 19:03
af Minuz1
Sömu reglur og fyrir hesta/reiðhjól/hunda, allt af þessu þrennu er fræðilega hættulegra en rafmagnsvespa.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 19:21
af FriðrikH
Mér finnst þessar breytingar fullkomlega eðlilegar, þessar vespur eru talsvert hættulegri en reiðhjól þar sem að þær eru mun þyngri og ná meiri hröðun, þ.a.l. auðveldara að missa stjórn á þeim.
Það er ekki veri að tala um að þær fari út á 60km götur og hærra, þær verði aðeins leyfilegar á götum þar sem hámarkshraðinn er 50 eða lægri.
Reyndar er ég líka frekar mótfallinn því að reiðhjól séu mikið á gangstéttum, nema þeir sem hjóla þá þeim mun hægar, 15 km/h max. Ég hjóla mikið og er nánast alfarið á götum eða reiðhjólastígum. Mér findist þó eðlilegt að rafmagnsvespurnar gætu verið á reiðhjólastígunum.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 19:46
af rapport
FriðrikH skrifaði:Mér finnst þessar breytingar fullkomlega eðlilegar, þessar vespur eru talsvert hættulegri en reiðhjól þar sem að þær eru mun þyngri og ná meiri hröðun, þ.a.l. auðveldara að missa stjórn á þeim.
Það er ekki veri að tala um að þær fari út á 60km götur og hærra, þær verði aðeins leyfilegar á götum þar sem hámarkshraðinn er 50 eða lægri.
Reyndar er ég líka frekar mótfallinn því að reiðhjól séu mikið á gangstéttum, nema þeir sem hjóla þá þeim mun hægar, 15 km/h max. Ég hjóla mikið og er nánast alfarið á götum eða reiðhjólastígum. Mér findist þó eðlilegt að rafmagnsvespurnar gætu verið á reiðhjólastígunum.


Þær eru ekki hættulegri en reiðhjól.

Reiðhjól með 80kg manni á 15kg reiðhjóli og er á 45-50 km hraða (7,5 KJ) er miklu hættulegra en 80 kg maður á 60kg vespu á 25 km hraða (3,3KJ)

Þannig er augljóst að miklu harðari reglur ættu að vera um reiðhjól en rafmagnsvespur ef það á að líta á áhættuna sem fylgir þessu.

Hef ekki heyrt um nein rafmagnsvespuslys en þekki helling af fólki sem hefur slasað sig á hjóli.

Veit reyndar að það hefur kveiknað í út frá straumbreyti fyrir rafmagnsvespu...

p.s. veit að meðalmaðurinn nær ekki 45-50 km hraða á reiðhjóli en það eru margir komnir á fancy hjól þar sem þeir rúnta hringinn í krinum RvK á klukkustund eða fara á göngustígum upp í mosó og til baka úr miðbænum og meðalhraðinn er 45/50 km.klst. (minnir að meðalhraði þeirra sem hjóluðu hringinn í kringum landið hafi verið um 40 km/klst.)

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 19:58
af GuðjónR
Búið að rökræða þetta í ræmur á öðrum þráðum:

Þráður 1
Þráður 2

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 19:58
af Yawnk
FriðrikH skrifaði:Mér finnst þessar breytingar fullkomlega eðlilegar, þessar vespur eru talsvert hættulegri en reiðhjól þar sem að þær eru mun þyngri og ná meiri hröðun, þ.a.l. auðveldara að missa stjórn á þeim.
Það er ekki veri að tala um að þær fari út á 60km götur og hærra, þær verði aðeins leyfilegar á götum þar sem hámarkshraðinn er 50 eða lægri.
Reyndar er ég líka frekar mótfallinn því að reiðhjól séu mikið á gangstéttum, nema þeir sem hjóla þá þeim mun hægar, 15 km/h max. Ég hjóla mikið og er nánast alfarið á götum eða reiðhjólastígum. Mér findist þó eðlilegt að rafmagnsvespurnar gætu verið á reiðhjólastígunum.


Ná rafmagnsvespurnar meiri hröðun en reiðhjól? Ég held að það sé ekki rétt hjá þér, það tekur alveg dágóðan tíma að komast upp í einhvern hraða á vespunum, kæmist léttilega hraðar á reiðhjóli.

Nú jæja, ekki á 60 eða yfir götur, það er skárra.. en samt finnst mér það ekki passa, ekki myndi ég vilja að 'framtíðarkrakkinn' minn væri að keyra á rafmagnsvespu sem kæmist ekki hraðar en 25km/klst á 50 km götu, hvernig yrði krakkinn ef hann myndi lenda framan á bíl á 50km hraða?

Reiðhjólafólk sem hjólar á götu innanbæjar, langt undir hámarkshraða, það er alveg gjörsamlega óþolandi, að þurfa að sveigja frá þeim langt yfir á hina akreinina því þeir vilja yfirleitt ekki færa sig eitt né neitt því 'þeir mega vera þarna', verður margfalt verra þegar allar vespurnar fara að flykkjast inn á veginn.

Nú er verið að setja upp nýjan hjólreiðastíg í gegnum 104 og fleiri hverfi, og mér fyndist það líka alveg fullkomlega eðlilegt ef vespurnar fengu að vera þar, og líka á þessum 'skiptu' gangstéttum, skipt fyrir hjól og gangandi vegfarendur.

Ég hugsa að ef það væri kannski skylda að gera einhverja smá fræðslu í meðhöndluninni á þessum vespum um leið og þú kaupir, eitt kvöldnámskeið, nokkrir tímar í umferðarfræðslu og slíkt, þá myndi slysum á þessu örugglega fækka um helming, því aðallega eru þetta börn sem eru ekki kominn á bílprófs eða æfingaakstursaldur og kunna hvorki eitt né neitt í umferðarreglum sem eru að valda slysum.

*GuðjónR Var búinn að steingleyma þessu, ákvað bara að henda inn nýjum því þessi mál virðast vera komin á fullt skrið núna.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 20:02
af hrabbi
rapport skrifaði:Reiðhjól með 80kg manni á 15kg reiðhjóli og er á 45-50 km hraða (7,5 KJ) er miklu hættulegra en 80 kg maður á 60kg vespu á 25 km hraða (3,3KJ)

Hvaða stærðir eru þetta eiginlega?

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 20:18
af hjalti8
hrabbi skrifaði:
rapport skrifaði:Reiðhjól með 80kg manni á 15kg reiðhjóli og er á 45-50 km hraða (7,5 KJ) er miklu hættulegra en 80 kg maður á 60kg vespu á 25 km hraða (3,3KJ)

Hvaða stærðir eru þetta eiginlega?


kilo joules

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 20:49
af FriðrikH
rapport skrifaði:
FriðrikH skrifaði:Mér finnst þessar breytingar fullkomlega eðlilegar, þessar vespur eru talsvert hættulegri en reiðhjól þar sem að þær eru mun þyngri og ná meiri hröðun, þ.a.l. auðveldara að missa stjórn á þeim.
Það er ekki veri að tala um að þær fari út á 60km götur og hærra, þær verði aðeins leyfilegar á götum þar sem hámarkshraðinn er 50 eða lægri.
Reyndar er ég líka frekar mótfallinn því að reiðhjól séu mikið á gangstéttum, nema þeir sem hjóla þá þeim mun hægar, 15 km/h max. Ég hjóla mikið og er nánast alfarið á götum eða reiðhjólastígum. Mér findist þó eðlilegt að rafmagnsvespurnar gætu verið á reiðhjólastígunum.


Þær eru ekki hættulegri en reiðhjól.

Reiðhjól með 80kg manni á 15kg reiðhjóli og er á 45-50 km hraða (7,5 KJ) er miklu hættulegra en 80 kg maður á 60kg vespu á 25 km hraða (3,3KJ)

Þannig er augljóst að miklu harðari reglur ættu að vera um reiðhjól en rafmagnsvespur ef það á að líta á áhættuna sem fylgir þessu.

Hef ekki heyrt um nein rafmagnsvespuslys en þekki helling af fólki sem hefur slasað sig á hjóli.

Veit reyndar að það hefur kveiknað í út frá straumbreyti fyrir rafmagnsvespu...

p.s. veit að meðalmaðurinn nær ekki 45-50 km hraða á reiðhjóli en það eru margir komnir á fancy hjól þar sem þeir rúnta hringinn í krinum RvK á klukkustund eða fara á göngustígum upp í mosó og til baka úr miðbænum og meðalhraðinn er 45/50 km.klst. (minnir að meðalhraði þeirra sem hjóluðu hringinn í kringum landið hafi verið um 40 km/klst.)


Enda var ég líka að segja að mér finnst að reiðhjól eigi ekki heldur að vera á gangstéttum nema þegar fólk hjólar mjög hægt (max ca. 15). Það er reyndar líka í samræmi við lög þar sem almennt er gert ráð fyrir því að reiðhjól séu á götum þó þau megi fara á gangstéttir en þá gerð krafa um að varlega sé farið og gangandi séu í forgangi.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 20:56
af Bjosep
Ætli ástæða þess að það er verið að reyna að regluvæða þetta sé ekki sú að hinn dæmigerði ökumaður er 13 ára, oftar en ekki með 1-2 farþega á vespunni og líklegur til að fíflast á vespunni og setja aðra vegfarendur þar með í hættu með háttalagi sínu.

Síðan gæti líka verið að tryggingarfélögunum vanti smá pening í vasann.

http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=139&dbnr=3041

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 21:03
af Minuz1
Bjosep skrifaði:Ætli ástæða þess að það er verið að reyna að regluvæða þetta sé ekki sú að hinn dæmigerði ökumaður er 13 ára, oftar en ekki með 1-2 farþega á vespunni og líklegur til að fíflast á vespunni og setja aðra vegfarendur þar með í hættu með háttalagi sínu.

Síðan gæti líka verið að tryggingarfélögunum vanti smá pening í vasann.

http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=139&dbnr=3041


Einfalt að laga það, fjarlægja börnin frá óhæfum foreldrum....það er greinilega vandamálið hérna.....ekki vespan sjálf.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 21:07
af dori
Eitt sem er vert að hafa í huga. 14 ára krakki getur ekki reitt 2 jafnaldra á 25 km hraða á reiðhjóli. Þeir sem geta hjólað á 45-50 km hraða eru vissulega margir hverjir fífl í umferðinni en þeir hafa meiri stjórn á hjólinu en mögulegt er að hafa á rafmagnsvespu (þar sem þær eru þyngri o.s.frv.)

Ég veit svosem ekki hvað á að gera í þessu en ef það eru settar svona reglur um þessi tæki er alveg búið að drepa conceptið.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 21:13
af einarhr
Það sem virðirst vera stærsta vandamálið er að það vantar fleiri hjólastíga. Ég bjó í Svíþjóð í nokkur ár og átti reiðhjól, 50 cc skellinöðru sem var læst í 35 km/klst og einnig 50 cc nöðru sem komst í ca 80 km/klst.

Reiðhjól eru einungis leyfð á hjólastígum og götum, ekki gangstígum nema þeim sé skipt í bæði gang og hjólabraut.

35 km/klst nöðruna þarf ekki að að vera með skráningarnúmer og má einungis nota á merktum hjólastígum og þarf notandin að vera 15 ára gamall ef ég man rétt. Einnig má ekki nota hana á gangstígum nema þeim sem ég tók fram varðandi reiðhjólin.

Naðra sem fer hraðar en 35 km/klst þarf að vera á skrá, tryggð og má einungis nota á vegum og þarf notandin að vera með skellinöðrupróf eða bílpróf.


Eins og ég tók fram fyrst þá er það skortur á hjólastígum stæðsta vandamálið að mínu mati en sem betur fer þá er aðeins verið að vinna þessu á höfuðborgarsvæðinu og verið að fjölga hjólastígum.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 21:14
af Bjosep
Minuz1 skrifaði:
Bjosep skrifaði:Ætli ástæða þess að það er verið að reyna að regluvæða þetta sé ekki sú að hinn dæmigerði ökumaður er 13 ára, oftar en ekki með 1-2 farþega á vespunni og líklegur til að fíflast á vespunni og setja aðra vegfarendur þar með í hættu með háttalagi sínu.

Síðan gæti líka verið að tryggingarfélögunum vanti smá pening í vasann.

http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=139&dbnr=3041


Einfalt að laga það, fjarlægja börnin frá óhæfum foreldrum....það er greinilega vandamálið hérna.....ekki vespan sjálf.


Svaka einfalt :D :guy

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 21:17
af urban
Mér finnst ekkert að því að láta tryggja þetta.
allavega væri ég helvíti ósáttur að fá svona græju á bílinn minn og ég siti uppi með tjónið þar sem að þetta væri ótryggt.

síðan er það náttúrulega alveg annað mál með þessa krakka sem að eru á þessu, margir hverjir hafa varla vit á því að anda, hvað þá vera úti í umferðinni.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 21:20
af dori
Bjosep skrifaði:http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=139&dbnr=3041

Þessi gæi... sjiii... læra muninn á en og enn.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 21:25
af Yawnk
urban skrifaði:Mér finnst ekkert að því að láta tryggja þetta.
allavega væri ég helvíti ósáttur að fá svona græju á bílinn minn og ég siti uppi með tjónið þar sem að þetta væri ótryggt.

síðan er það náttúrulega alveg annað mál með þessa krakka sem að eru á þessu, margir hverjir hafa varla vit á því að anda, hvað þá vera úti í umferðinni.


Eru ekki þúsund prósent meiri líkur að þú fáir þetta beint á bílinn þinn ef það á að banna þetta á gangstéttum og leyfa þetta á götum, sama þótt það væri tryggt eða ei.. Plús það, færð krakka í framrúðuna í þokkabót?

Einmitt, skil ekki í þessum foreldrum sem eiga kannski 12-13 ára krakka að gefa þeim svona, kenna þeim ekkert hvernig á að fara með þetta og sýna þeim ekki neitt, var eitt sinn staddur í Suzuki versluninni að skoða svona vespur, sá tvær fjölskyldur koma inn með ekki eldri en 12-13 ára börnin sín, og foreldrarnir spurðu krakkana; Jæja, hvernig lit viltu?, og svo var bara blússað út, og það var ekki meir.

Leiðinlegt hvað svona nokkrir geta eyðilagt fyrir öllum, það er augljóst að ef þetta verður gert, þá er þetta drepið strax, ég efast um að það seljist ein svona vespa eftir þetta.

Finnst þetta einmitt frábær ferðamáti, það er ekkert að þessum vespum eins og Minuz1 nefnir, það eru foreldrarnir.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 21:41
af FriðrikH
Yawnk skrifaði:
urban skrifaði:Mér finnst ekkert að því að láta tryggja þetta.
allavega væri ég helvíti ósáttur að fá svona græju á bílinn minn og ég siti uppi með tjónið þar sem að þetta væri ótryggt.

síðan er það náttúrulega alveg annað mál með þessa krakka sem að eru á þessu, margir hverjir hafa varla vit á því að anda, hvað þá vera úti í umferðinni.


Eru ekki þúsund prósent meiri líkur að þú fáir þetta beint á bílinn þinn ef það á að banna þetta á gangstéttum og leyfa þetta á götum, sama þótt það væri tryggt eða ei.. Plús það, færð krakka í framrúðuna í þokkabót?

Einmitt, skil ekki í þessum foreldrum sem eiga kannski 12-13 ára krakka að gefa þeim svona, kenna þeim ekkert hvernig á að fara með þetta og sýna þeim ekki neitt, var eitt sinn staddur í Suzuki versluninni að skoða svona vespur, sá tvær fjölskyldur koma inn með ekki eldri en 12-13 ára börnin sín, og foreldrarnir spurðu krakkana; Jæja, hvernig lit viltu?, og svo var bara blússað út, og það var ekki meir.

Leiðinlegt hvað svona nokkrir geta eyðilagt fyrir öllum, það er augljóst að ef þetta verður gert, þá er þetta drepið strax, ég efast um að það seljist ein svona vespa eftir þetta.

Finnst þetta einmitt frábær ferðamáti, það er ekkert að þessum vespum eins og Minuz1 nefnir, það eru foreldrarnir.


Er ekki líka margfalt verra að láta svona ótryggt faratæki klessa á þig á göngustíg heldur að en að það klessi á bíl á götu? Skaðinn sem það velur gangandi vegfarenda er líka miklu meiri.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 21:42
af Bjosep
dori skrifaði:
Bjosep skrifaði:http://www.althingi.is/pdf/erindi/?lthing=139&dbnr=3041

Þessi gæi... sjiii... læra muninn á en og enn.


Já ... formaður bjartsýnisflokksins \:D/

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 21:54
af Minuz1
FriðrikH skrifaði:
Yawnk skrifaði:
urban skrifaði:Mér finnst ekkert að því að láta tryggja þetta.
allavega væri ég helvíti ósáttur að fá svona græju á bílinn minn og ég siti uppi með tjónið þar sem að þetta væri ótryggt.

síðan er það náttúrulega alveg annað mál með þessa krakka sem að eru á þessu, margir hverjir hafa varla vit á því að anda, hvað þá vera úti í umferðinni.


Eru ekki þúsund prósent meiri líkur að þú fáir þetta beint á bílinn þinn ef það á að banna þetta á gangstéttum og leyfa þetta á götum, sama þótt það væri tryggt eða ei.. Plús það, færð krakka í framrúðuna í þokkabót?

Einmitt, skil ekki í þessum foreldrum sem eiga kannski 12-13 ára krakka að gefa þeim svona, kenna þeim ekkert hvernig á að fara með þetta og sýna þeim ekki neitt, var eitt sinn staddur í Suzuki versluninni að skoða svona vespur, sá tvær fjölskyldur koma inn með ekki eldri en 12-13 ára börnin sín, og foreldrarnir spurðu krakkana; Jæja, hvernig lit viltu?, og svo var bara blússað út, og það var ekki meir.

Leiðinlegt hvað svona nokkrir geta eyðilagt fyrir öllum, það er augljóst að ef þetta verður gert, þá er þetta drepið strax, ég efast um að það seljist ein svona vespa eftir þetta.

Finnst þetta einmitt frábær ferðamáti, það er ekkert að þessum vespum eins og Minuz1 nefnir, það eru foreldrarnir.


Er ekki líka margfalt verra að láta svona ótryggt faratæki klessa á þig á göngustíg heldur að en að það klessi á bíl á götu? Skaðinn sem það velur gangandi vegfarenda er líka miklu meiri.


Spurning, hvort viltu frekar, fótbrotna eða drepa 13 ára barn?

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 23:21
af Yawnk
FriðrikH skrifaði:
Yawnk skrifaði:
urban skrifaði:Mér finnst ekkert að því að láta tryggja þetta.
allavega væri ég helvíti ósáttur að fá svona græju á bílinn minn og ég siti uppi með tjónið þar sem að þetta væri ótryggt.

síðan er það náttúrulega alveg annað mál með þessa krakka sem að eru á þessu, margir hverjir hafa varla vit á því að anda, hvað þá vera úti í umferðinni.


Eru ekki þúsund prósent meiri líkur að þú fáir þetta beint á bílinn þinn ef það á að banna þetta á gangstéttum og leyfa þetta á götum, sama þótt það væri tryggt eða ei.. Plús það, færð krakka í framrúðuna í þokkabót?

Einmitt, skil ekki í þessum foreldrum sem eiga kannski 12-13 ára krakka að gefa þeim svona, kenna þeim ekkert hvernig á að fara með þetta og sýna þeim ekki neitt, var eitt sinn staddur í Suzuki versluninni að skoða svona vespur, sá tvær fjölskyldur koma inn með ekki eldri en 12-13 ára börnin sín, og foreldrarnir spurðu krakkana; Jæja, hvernig lit viltu?, og svo var bara blússað út, og það var ekki meir.

Leiðinlegt hvað svona nokkrir geta eyðilagt fyrir öllum, það er augljóst að ef þetta verður gert, þá er þetta drepið strax, ég efast um að það seljist ein svona vespa eftir þetta.

Finnst þetta einmitt frábær ferðamáti, það er ekkert að þessum vespum eins og Minuz1 nefnir, það eru foreldrarnir.


Er ekki líka margfalt verra að láta svona ótryggt faratæki klessa á þig á göngustíg heldur að en að það klessi á bíl á götu? Skaðinn sem það velur gangandi vegfarenda er líka miklu meiri.


Nei, langt frá því, þetta er ekki ólíkt því ef reiðhjólamaður klessir á þig á miklum hraða, lítur þú á það eitthvað öðruvísi en ef maður á rafmagnsvespu klessir á þig?

Og þetta er ekki bara að ''klessa á bíl út á götu'', myndiru lýsa því þannig ef krakki á vespu lendir framan á bíl á 50km hraða og hann á 25?
Ég held að það sé ekki eitthvað sem þú bara stendur upp frá og gengur í burtu.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Sun 30. Jún 2013 23:58
af FriðrikH
Yawnk skrifaði:
FriðrikH skrifaði:
Yawnk skrifaði:
urban skrifaði:Mér finnst ekkert að því að láta tryggja þetta.
allavega væri ég helvíti ósáttur að fá svona græju á bílinn minn og ég siti uppi með tjónið þar sem að þetta væri ótryggt.

síðan er það náttúrulega alveg annað mál með þessa krakka sem að eru á þessu, margir hverjir hafa varla vit á því að anda, hvað þá vera úti í umferðinni.


Eru ekki þúsund prósent meiri líkur að þú fáir þetta beint á bílinn þinn ef það á að banna þetta á gangstéttum og leyfa þetta á götum, sama þótt það væri tryggt eða ei.. Plús það, færð krakka í framrúðuna í þokkabót?

Einmitt, skil ekki í þessum foreldrum sem eiga kannski 12-13 ára krakka að gefa þeim svona, kenna þeim ekkert hvernig á að fara með þetta og sýna þeim ekki neitt, var eitt sinn staddur í Suzuki versluninni að skoða svona vespur, sá tvær fjölskyldur koma inn með ekki eldri en 12-13 ára börnin sín, og foreldrarnir spurðu krakkana; Jæja, hvernig lit viltu?, og svo var bara blússað út, og það var ekki meir.

Leiðinlegt hvað svona nokkrir geta eyðilagt fyrir öllum, það er augljóst að ef þetta verður gert, þá er þetta drepið strax, ég efast um að það seljist ein svona vespa eftir þetta.

Finnst þetta einmitt frábær ferðamáti, það er ekkert að þessum vespum eins og Minuz1 nefnir, það eru foreldrarnir.


Er ekki líka margfalt verra að láta svona ótryggt faratæki klessa á þig á göngustíg heldur að en að það klessi á bíl á götu? Skaðinn sem það velur gangandi vegfarenda er líka miklu meiri.


Nei, langt frá því, þetta er ekki ólíkt því ef reiðhjólamaður klessir á þig á miklum hraða, lítur þú á það eitthvað öðruvísi en ef maður á rafmagnsvespu klessir á þig?

Og þetta er ekki bara að ''klessa á bíl út á götu'', myndiru lýsa því þannig ef krakki á vespu lendir framan á bíl á 50km hraða og hann á 25?
Ég held að það sé ekki eitthvað sem þú bara stendur upp frá og gengur í burtu.


Nei, ég lít ekki öðruvísi á það, eins og ég hef áður sagt er ég líka á því að reiðhjólamenn sem hjóla hraðar en ca. 15 eigi alls ekki að vera á gangbrautum frekar en rafvespur. Bæði eru hættuleg fyrir gangandi vegfarendur.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Mán 01. Júl 2013 01:00
af rapport
hrabbi skrifaði:
rapport skrifaði:Reiðhjól með 80kg manni á 15kg reiðhjóli og er á 45-50 km hraða (7,5 KJ) er miklu hættulegra en 80 kg maður á 60kg vespu á 25 km hraða (3,3KJ)

Hvaða stærðir eru þetta eiginlega?


Það kemur skýrt fram...

Þetta er s.s. hreyfiorka þessara hluta = orkan sem þarf til að stoppa þá = lýsandi fyrir hversu hættulegt er að verða fyrir öðru hvoru.

Einhver gaur hjólandi á 45 er tvöfallt hættulegri umhverfi sínu en ef hann væri á vesu á 25... (svona orkulega séð....)

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Mán 01. Júl 2013 01:05
af KermitTheFrog
Er vandinn sem þessu fylgir ekki nánast einskorðaður við krakkabjána sem fíflast á þessu? Væri besta lausnin ekki bara að klippa þá út úr myndinni.

Ég sé ekkert að því að þessir krakkar noti reiðhjól eins og hér tíðkaðist fyrir nokkrum árum.

Re: Rafmagnsvespur / Umræða

Sent: Mán 01. Júl 2013 01:51
af chaplin
Það sem fer mest í taugarnar á mér er að þessir krakkar eru aldrei með hjálm. Og afhverju er verið að splæsa í þessi tæki fyrir krakkana? Geta krakkar í dag ekki hreyft sig?