Rafmagnsvespur / Umræða
Sent: Sun 30. Jún 2013 18:59
Sælir félagar.
Langaði að forvitnast hvað ykkur finnst um þessar rafmagnsvespur sem komast á 25km hraða og eru leyfðar á gangstéttunum.
Var að horfa á fréttirnar áðan, þar var talað um að það ætti að leggja fram nýtt frumvarp næsta haust um vespurnar, banna þær á gangstéttum, gera þær skyldar til skráningar og trygginga og að það eigi að þurfa próf til þess að aka þeim?
Ég bara ætlaði ekki að trúa þessu, afsakið orðbragðið, en hvaða djöfulsins rugl er þetta?
Ég myndi halda að það skapaðist meiri hætta ef rafmagnsvespur séu að aka á 25km hraða á 60 götu...80 götu... 90 götu... í stað þess að keyra um á gangstéttunum?
Það á ekki sála eftir að kaupa svona vespu ef þetta gengur í gegn, það á bara að drepa allt í fæðingu
Þetta er týpískt dæmi um þegar nokkrir aðilar skemma fyrir öllum (Þá tala ég um krakkana sem eru á þessu, 1999...2000 og yngra)
Finnst nú allaveganna nóg að setja bara aldurstakmark á þetta, 14-15 ára myndi mér finnast lágmark.
12-13 ára krakkar kunna einfaldlega ekki umferðarreglurnar nógu vel til þess að geta ekið svona, svo er verið að reiða á þessu ofl.
Margt fullorðið fólk sem notar þetta sem ferðamáta líka, er aldrei hægt að líta á góðu hliðarnar á neinu? bara banna banna banna banna, held að það verði stutt þangað til maður þarf að tryggja og skrá reiðhjólið sitt.
Hvað með fólkið sem hefur átt svona í mörg ár, ekki á að skylda þau til þess að koma og taka próf á þetta til að mega halda áfram að aka þeim? aldrei myndi maður... Svona próf kostar alveg örugglega um 50-100 þús kr, kæmi mér ekki á óvart.
Ég á ekki svona vespu sjálfur, en hef alltaf haft áhuga á þeim, var meira að segja að spá í að kaupa mér eitt stykki í sumar, veit ekki hvað verður af því núna þegar maður heyrir þetta, græðgin í hámarki..
Endilega leiðréttið ef það eru einhverjar villur í þessu ranti mínu, gæti hafa misskilið eitthvað
Hvað finnst ykkur um þetta?
Á að banna þær?
Á að leyfa þér á gangstéttum?
TL;DR : Á að leyfa rafmagnsvespur á gangstéttum eða ekki?
/rant
Langaði að forvitnast hvað ykkur finnst um þessar rafmagnsvespur sem komast á 25km hraða og eru leyfðar á gangstéttunum.
Var að horfa á fréttirnar áðan, þar var talað um að það ætti að leggja fram nýtt frumvarp næsta haust um vespurnar, banna þær á gangstéttum, gera þær skyldar til skráningar og trygginga og að það eigi að þurfa próf til þess að aka þeim?
Ég bara ætlaði ekki að trúa þessu, afsakið orðbragðið, en hvaða djöfulsins rugl er þetta?
Ég myndi halda að það skapaðist meiri hætta ef rafmagnsvespur séu að aka á 25km hraða á 60 götu...80 götu... 90 götu... í stað þess að keyra um á gangstéttunum?
Það á ekki sála eftir að kaupa svona vespu ef þetta gengur í gegn, það á bara að drepa allt í fæðingu
Þetta er týpískt dæmi um þegar nokkrir aðilar skemma fyrir öllum (Þá tala ég um krakkana sem eru á þessu, 1999...2000 og yngra)
Finnst nú allaveganna nóg að setja bara aldurstakmark á þetta, 14-15 ára myndi mér finnast lágmark.
12-13 ára krakkar kunna einfaldlega ekki umferðarreglurnar nógu vel til þess að geta ekið svona, svo er verið að reiða á þessu ofl.
Margt fullorðið fólk sem notar þetta sem ferðamáta líka, er aldrei hægt að líta á góðu hliðarnar á neinu? bara banna banna banna banna, held að það verði stutt þangað til maður þarf að tryggja og skrá reiðhjólið sitt.
Hvað með fólkið sem hefur átt svona í mörg ár, ekki á að skylda þau til þess að koma og taka próf á þetta til að mega halda áfram að aka þeim? aldrei myndi maður... Svona próf kostar alveg örugglega um 50-100 þús kr, kæmi mér ekki á óvart.
Ég á ekki svona vespu sjálfur, en hef alltaf haft áhuga á þeim, var meira að segja að spá í að kaupa mér eitt stykki í sumar, veit ekki hvað verður af því núna þegar maður heyrir þetta, græðgin í hámarki..
Endilega leiðréttið ef það eru einhverjar villur í þessu ranti mínu, gæti hafa misskilið eitthvað
Hvað finnst ykkur um þetta?
Á að banna þær?
Á að leyfa þér á gangstéttum?
TL;DR : Á að leyfa rafmagnsvespur á gangstéttum eða ekki?
/rant