Son of a silly person skrifaði:Ég var að versla mér Toyo harðskelja dekk frá Bílabúð Benna 215/70R15 118.000kr undir komið. Verð að játa að ég er í skýjunum, fékk frábæra þjónustu og dekkinn eru frábær. Allavega þessa 470km sem ég hef þegar ekið
Verslaði gegnum sölu aðila toyo á austurlandi
http://www.bva.is
Keypti mér mjög svipuð dekk og er sáttur með þau. En þjónustan sem ég fékk hjá Bílabúð Benna er sú versta sem ég hef upplifað í fjöldamörg ár. Ætla aldrei að kaupa neitt, eða láta gera neitt þarna aftur á ævi minni né neinn í fjölskyldunni.
Ég s.s. tala við þá áður en ég kem upp á að vita hvaða dekk þeir mæla einna helst með, hvað þau kosta, hvort þau eru til o.sfv., líst vel á þetta og spyr hvort ég komist á ákveðnum tíma og jújú það er ekkert mál.
Ég mæti, bíllinn fer strax inn mér til mikillar ánægju. Svo líða mínuturnar, fyrst 20.. svo 30.. svo 40.. svo eru liðnar 50 mín og þetta er ekki lengur fyndið, spyr þann sem afgreiddi mig (n.b. ég er ekki á kaffistofunni, heldur bókstaflega fyrir framan þá allan timann) hvort það sé nokkuð langt í bílinn - ég þarf að vera mættur í vinnuna.
Hann fer bakvið í tæpt korter, kemur svo og segir mér að dekkinn voru ekki til (sem þeir mældu með og vissu að ég væri að koma á þessum tíma) og ég horfi bara á hann "og datt engum í hug að láta mig vita í staðinn fyrir að vera búinn að standa hérna í kltíma að bíða eftir engu?" Hann byrjar þá að kenna sirkabát öllum öðrum í fyrirtækinu um. Já og hann baðst ekki afsökunar, sagði bara "Já ég skil þetta ekki sko
"
Það merkilegasta var, að bíllinn var enn uppi á lyftunni þannig þeir voru að "tefja" sjálfir eitt spot, útaf enginn af þeim þorði eftir þennan tima að láta mig vita að dekkinn voru ekkert til. Dekk sem þeir sjálfir mæltu með, og á tíma sem þeir sjálfir samþykktu.
Endaði þannig að hann sagði mér að dekkinn ættu að koma á morgun fyrir klukkan 09:00, lét mig fá farsímanúmerið hjá sér og sagði ég fengi einhvern afslátt.
Ég held ég hafi hringt u.þ.b. 8 sinnum í hann yfir daginn þangað til ég loksins næ í hann. Hann segir að dekkin séu komin, og ég læt hann vita ég nenni ekki að standa í einhverju eins og í gær. Hann lætur mig þá fá ákveðinn tima og ég geti bara keyrt beint inn.
Eg mæti á þeim tíma. 45 mín síðar fær bíllinn minn loksins að fara inn.
Ég eyddi tæpum 3 tímum, með akstri lengst vestur í bæ í að borga þeim 100.000 kall og fá vetrardekk undir bílinn.