Síða 1 af 2

Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Þri 28. Jún 2011 10:35
af sunna22
Halló ég er að reyna að finna uppl. Fyrir eina mömmu. En sonur hennar er litil gutti sem langar í svona rafmagnsvespu eða nöðru. Sema þarf ekki próf á og við erum búin að sjá nokkrar á netinu. Eigum eftir að fara og skoða en hann talar um að fá sér svoleiðis sem er hægt að breytta. Þannig að hún fari hraðar eða meiri kraftur. Ef svo færi að hann myndi kaupa sér svoleiðis. Er hægt að fara með hana á verkstæði og láta breytta henni þar og hvaða rafmagnsvespur er hægt að breytta.Eða er það kannski ekki hægt að breytta svoleiðis vespum ef ég skil hann rétt (er ekki alveg að skilja þetta) þá er hann að tala um að taka eða rjúfa innsiglið. Eða eitthvað svoleiðis ef einhver veit hvaða rafmagnsvespur eru hægt að breytta og hvaða verkstæði gera svoleiðis værri það yndislegt ef sá vill deila því hér.MÓÐIR HANS ER DRULLUHRÆDD UM AÐ HANN FARIAÐ BREYTTA HENNI SJÁLFUR OG GERI EINHVERJA BÖLVAÐA VITLEISU ÞAÐ VÆRRI HONUM TRÚANDI TIL. TAKK FYRIR

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Þri 28. Jún 2011 10:40
af rapport
Ef hún fer hraðar....

Er hún þá ekki orðin að ökutæki og þá e-h sem hann ætti að þurfa prof á?

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Þri 28. Jún 2011 10:42
af chaplin
Litla systir mín, 14 ára gömul á svona rafmagnsvespu. Ef þetta er sambærileg og hennar, að þá er ekkert innsigli, semsagt ekki hægt að gera hana öflugri.

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Þri 28. Jún 2011 14:52
af Minuz1
Það þarf próf á skellinöðrur nema á þar til leyfðum æfingarsvæðum (motorcross)

Hjól með innsigli eru oftast þung mótorhjól sem eru innsigluð fyrir minnahjólsprófshafa.
Þá ertu að tala um alvöru mótorhjól sem hafa vélar sem eru 100+ rúmsentimetrar en ekki vespur eða eitthvað álíka.

Það er líka hægt að breyta vespum með lítilli fyrirhöfn til að ná auka krafti úr þeim, þá geta þær náð um 70km/h án mikils tilkostnaðar.

Rafmagnsvespa sem er gerð fyrir 15km/h fer ekkert mikið hraðar en það nema að skipta um mótor eða auka hjólastærð sem ég held að sé mun meira mál og er ekki útkoman ef hann fer eitthvað að fikta.

Endilega gefa upp linka á þær vespur sem hann er að skoða. ætti ekki að vera mikið mál að finna út hvort það sé hægt að auka aflið eitthvað til muna.

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 04:48
af pattzi
Fa ser bara venjulega 50cc vespu atri svoleidis og var samt proflaus og keyrdi hana herist ekker merkilegt

Skrifad i iphone ekki islenskir stafir

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 04:48
af pattzi
Fa ser bara venjulega 50cc vespu atri svoleidis og var samt proflaus og keyrdi hana herist ekker merkilegt

Skrifad i iphone ekki islenskir stafir

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 05:13
af Minuz1
pattzi skrifaði:Fa ser bara venjulega 50cc vespu atri svoleidis og var samt proflaus og keyrdi hana herist ekker merkilegt

Skrifad i iphone ekki islenskir stafir


Jafn réttindarlaus að keyra bíl, getir eins keyrt hann.

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 08:11
af tdog
pattzi skrifaði:Skrifad i iphone ekki islenskir stafir


Voðalega ertu montinn. Og það eru íslenskir stafir í iPhone, þú heldur inni sérhljóðanum í smástund og þá birtast þeir.

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 11:16
af AndriKarl
Eg er nokkuð viss um að það sé ekkert innsigli á þessu, mótorinn er bara ekki það stór að það sé hægt að kreista meira útúr honum.
En þegar ég er í vinnunni á kvöldin sé ég þónokkur svona hjól keyrð misgáfulega af misgáfulegum krökkum sem eiga það öll sameiginlegt að vera ekki með hjálm! fyrir utan einn en hann var ósmelltur og telst því ekki með ](*,)
Þetta finnst mér fáránlegt því það þarf ekki mikið til að maður stórslasi sig á þessu. :face

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 11:27
af Gúrú
pattzi skrifaði:Fa ser bara venjulega 50cc vespu atri svoleidis og var samt proflaus og keyrdi hana herist ekker merkilegt

Skrifad i iphone ekki islenskir stafir


Wait what? Brjóta lögin vegna þess að það gerðist ekkert þegar að þú braust þau? :catgotmyballs

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 12:31
af Frantic
Hvernig væri bara að kaupa svona og segja krakkanum að þetta sé ekki hægt og jafnvel að láta einhvern á einhverju verkstæði segja honum það.
Ef hann fer samt að opna helv hjólið þá geturu verið viss um að hann veit að jólasveinninn er ekki til.

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 21:55
af sunna22
Ég held að ég sé að ná þessu. Hann er að tala um að bæta kraftin ekki hraðann. þannig að þegar hann fer upp brekku. Þá haldi það sínum hrað ekki að það stoppi í miðri brattri brekku. Og ef það er ekki hægt að breitta á rafmagnsvespu. Eru til skellinöðrur eins og þessa rafmagnsvespurnar. Eða eru mörkin ekki 50cc.Allt fyrir neðan þarf ekki próf. hann var talað um nöðrur sema væru 49cc og það þarf ekkert próf á þær. VIÐ GÖMLU HÖFUM EKKI HUNDSVIT Á ÞESSU. :wtf

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 22:03
af kjarribesti
þú þarft próf á 50cc vespu/skelliðnöðru.

http://nodru.spjallid.net/index.php?topic=3022.0
segðu honum að kaupa sér almennilegt og fá sér próf,
helst Suzuki RMX

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 23:16
af Gúrú
kjarribesti skrifaði:þú þarft próf á 50cc vespu/skelliðnöðru.
http://nodru.spjallid.net/index.php?topic=3022.0
segðu honum að kaupa sér almennilegt og fá sér próf,
helst Suzuki RMX


Það er ekki víst að hann sé orðinn 15 ára og ég vil vara þetta barn við því að keyra um á 90dB skellinöðru,
rafmagnsvespur eru í raun eins og hjól sem að þú þarft ekki að hjóla á... með þægilegra sæti,
skellinöðrur hinsvegar eru hávær götukeyrð fyrirbæri sem að ég myndi ekki keyra um á þó ég fengi borgað fyrir það. :)

sunna22 skrifaði:Ég held að ég sé að ná þessu. Hann er að tala um að bæta kraftin ekki hraðann. þannig að þegar hann fer upp brekku. Þá haldi það sínum hrað ekki að það stoppi í miðri brattri brekku. Og ef það er ekki hægt að breitta á rafmagnsvespu. Eru til skellinöðrur eins og þessa rafmagnsvespurnar. Eða eru mörkin ekki 50cc.Allt fyrir neðan þarf ekki próf. hann var talað um nöðrur sema væru 49cc og það þarf ekkert próf á þær. VIÐ GÖMLU HÖFUM EKKI HUNDSVIT Á ÞESSU. :wtf


Hraðinn fylgir aflinu, ef að hann gæti farið á t.d. 50km/klst hraða upp brekku á vespunni þá gæti hann farið ennþá hraðar á jafnsléttu
af sömu ástæðu og að hann fer hægar upp brekku en hann fer á jafnsléttu, aflið þarf að vera meira upp brekkuna til að ná sama hraða.

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 23:29
af Black
Litli Frændi minn er einmitt mikið búinn að vera tala um að fá sér svona rafmangsvespu, og talar um fátt annað en þessar vespur hann var einmitt að tala um að hægt sé að taka innsiglinn úr þessu og komast hraðar, annars er ég lítið hrifin af þessum tækjum sé þetta mjög oft og í flest öllum tilfellum einhverja 14 ára krakka að reiða á þessu :uhh1 well i don't know þetta er bara einhver "bóla"

Segway það er afturámóti eitursvöl tæki sem eru miklusniðugari en rafmagnsvespur :happy

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 23:33
af Gúrú
Black skrifaði:Segway það er afturámóti eitursvöl tæki sem eru miklusniðugari en rafmagnsvespur :happy


Keyrir Segway mig hratt og örugglega á milli staða innan höfuðborgarsvæðisins? Nei. :svekktur

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Mið 29. Jún 2011 23:50
af Jim
.

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Fim 30. Jún 2011 00:40
af Glazier
Það er ekki hægt að bæta kraftinn neitt á þessum rafmagns vespum nema með mjög dýrum breytingum..

Og vespur sem eru 49cc eru flokkaðar sem 50cc og þarf próf á þær.

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Fim 30. Jún 2011 00:46
af birgirdavid
Eruði ekki að tala um þetta ? : http://www.suzuki.is/2010/ELGO/ELGO.pdf
En já það þarf ekkert próf á þetta :)

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Fim 30. Jún 2011 02:46
af pattzi
tdog skrifaði:
pattzi skrifaði:Skrifad i iphone ekki islenskir stafir


Voðalega ertu montinn. Og það eru íslenskir stafir í iPhone, þú heldur inni sérhljóðanum í smástund og þá birtast þeir.

Nei er ekker montinn nei ekki i minum eru ekki islenskir

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Fim 30. Jún 2011 03:03
af Blackened
Maður þarf ekki próf á þessar rafmagnsvespur afþví að þær eru rafmagns en ekki bensín og komast ekki hraðar en 25kmh.. þetta er pínu "klúður" í löggjöfinni og þessvegna meiga börn hjóla á þessu eins og reiðhjóli.. ég tel að það sé frekar spurning um hvenar en ekki hvort að þetta verður "bannað" þaðer gert leyfisskylt eins og 50cc vespurnar. Enda finnst mér algjört lágmark að þegar að fólk ætlar að fara að hjóla á svona tækjum að það verði að sitja amk grunn námskeið í umferðarlögunum, því að alltof oft hefur maður horft uppá krakka leika sér á þessu í bænum (oftar en ekki 2 á hjólinu í einu) innanum bíla á bílastæðum og svoleiðis, keyrandi á móti einstefnumerkjum og allann pakkann

Og annað.. afhverju myndiru vilja vara einhvern við um að aka á 90db skellinöðru?? það er -lítill- hávaði fyrir mótorhjól.. skellinöðrur eru frekar lágvært dót enda bara 50cc með 1cyl :) og síðan vísa púströrin aftur á þessu drasli svo að það er miklu meira fólkið í kringum mann sem að tekur eftir þessu frekar en maður sjálfur
Og síðan þarf maður að vera með hjálm sem að hylur eyrun í 90% tilvika svo að ég skil ekki hvað þú ert að benda á þessa db tölu :)
..nema þá kannski til að benda á að hann verði stoppaður réttindalaus.. en þá má líka geta þess að ef að maður keyrir svona dót án réttinda þá er maður líka réttlaus ef að maður lendir í slysi og getur verið í mjög slæmum málum

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Fim 30. Jún 2011 13:08
af kjarribesti
það sem ég er að segja, er að ég hef reynslu af að keyra skellinöðru, á SUZUKI RMX 2003 árgerð minnir mig.
Allavega er hávaðinn ekki að trufla mann neitt, og að bíða með að vera 15 ára er allt í lagi. þangað til þá
þá skal þessi strákur bara nota reiðhjól, þetta rafmagnsvespu drasl er bara bull.

Ég var í reykjavík að koma út úr húsinu mínu, um leið og ég steig á gangstéttina út úr húsinu þá kom 13 ára strákur á fullum hraða bara fljúgandi fram hjá mér og ég vissi ekkert af honum því þetta er alveg hljóðlaust.

Allavega mæli ekki með þessu rafmagnsvespudæmi..

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Fim 30. Jún 2011 15:12
af Sphinx
það er hægt að kaupa einhverjar 50cc vespur sem fara bara i 30 sem þarf eingar tryggingar eða neitt það er natturulega hægt að breyta þeim svo seinna meir :) veit svosem ekkert hvar þetta fæst

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Fim 30. Jún 2011 15:51
af Gúrú
Blackened skrifaði:Og annað.. afhverju myndiru vilja vara einhvern við um að aka á 90db skellinöðru?? það er -lítill- hávaði fyrir mótorhjól.. skellinöðrur eru frekar lágvært dót enda bara 50cc með 1cyl :) og síðan vísa púströrin aftur á þessu drasli svo að það er miklu meira fólkið í kringum mann sem að tekur eftir þessu frekar en maður sjálfur


Það er pointið... :?
kjarribesti skrifaði:þá skal þessi strákur bara nota reiðhjól, þetta rafmagnsvespu drasl er bara bull.

Að hvaða leyti er þetta bara "bull"? Þetta er hentug leið til að ferðast um höfuðborgarsvæðið fyrir unglinga, þú ert alveg að missa þig í að vera 'hater'.

Re: Áhyggjufull móðir (rafmagnsvespa)

Sent: Fim 30. Jún 2011 16:07
af Sphinx
félagi minn hefur reynslu af þessum rafmagnsvespum sem eru seldar i suzuki umboðinu hann sagði að þetta væru finustu hjól... þanga til hann fór að stökkva og svona á þessu haha